„Okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður“ Snorri Másson skrifar 12. febrúar 2022 19:19 Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar. Vísir Varaformaður kjörstjórnar hjá Samfylkingunni harmar úrvinnslu máls Guðmundar Inga Þóroddssonar frambjóðanda, sem var úrskurðaður ókjörgengur degi fyrir prófkjör. Sérfræðingur í stjórnskipunarrétti segir verra að taka þurfi svona ákvarðanir með eins stuttum fyrirvara og að deila megi um hvort lögin séu nógu skýr. Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús. Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Nokkur ólga hefur verið innan Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir að tilkynnt var um það í gær að Guðmundi Inga Þóroddssyni hafi verið meinuð þátttaka í flokksvali daginn fyrir prófkjör, enda væri hann ekki með óflekkað mannorð meðan á reynslulausn hans stæði. Síðan hefur hann sjálfur þurft að biðja stuðningsfólk sitt að anda með nefinu. „Það er náttúrulega skýrt að kjörgengið hafði verið staðfest hjá kjörstjórn. Þeir voru búnir að staðfesta og búnir að kanna það, þannig að þetta kom vissulega á óvart að þeir færu allt í einu að fetta fingur út í þetta núna bara svona degi fyrir kosningar eða tveimur,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi. Finnst þér þú vera með óflekkað mannorð? „Mér finnst það, já, samkvæmt lögunum,“ segir Guðmundur Ingi. Hægt að deila um skýrleika laganna Kári Hólmar Ragnarsson lektor í stjórnskipunarrétti telur að heppilegra hefði verið að meiri tími hefði gefist til úrvinnslu málsins og telur vel mögulegt að ýmis ákvæði nýrra kosningalaga komi til álita nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Kári segir ágreininginn hér kristallast í því hvenær maður teljist hafa afplánað refsingu að fullu. „Í lagatextanum er þetta orðað þannig að maður þurfi að hafa afplánað að fullu. En í greinargerð með frumvarpinu er talað um að það að hafa lokið reynslulausn sé skilyrði fyrir að hafa afplánað að fullu,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. „Það er hægt að deila um það hvort þetta sé nógu skýrt í lagatextanum sjálfum. Að mínu viti hefði verið ágætt að hafa þetta bara inni í textanum.“ Kári Hólmar Ragnarsson lektor.Vísir/Einar „Vandræðalega seint í ferlinu“ Sigfús Ómar Höskuldsson, varaformaður kjörstjórnar, segir vandann helst hafa legið í því hve seint ábendingar hafi borist kjörstjórn um möguleikann á að Guðmundur væri ekki kjörgengur. Þá hafi kjörstjórnin ekki viljað fara sjálf í frumkvæðisathugun enda vilji hún ekki mismuna frambjóðendum með því. „Niðurstaðan talar sínu máli lagalega og okkur þykir þetta náttúrulega gríðarlega miður og svona vandræðalega seint í ferlinu. En ábendingin kom seint og við vorum að vinna með gögn sem reyndust ekki rétt og þess vegna fór sem fór, því miður fyrir okkur og viðkomandi frambjóðanda,“ segir Sigfús.
Samfylkingin Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57 „Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03 Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Sjá meira
Kom á óvart að vera meinuð þátttaka í prófkjöri á síðustu stundu Guðmundi Inga Þóroddssyni frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var meinuð þátttaka í prófkjörinu á síðustu stundu þar sem hann er enn á reynslulausn eftir fangelsisvist. Hann telur sig hins vegar kjörgengan samkvæmt lögum. 12. febrúar 2022 11:57
„Samfylkingunni ber að lúta landslögum“ Guðmundur Ingi Þóroddsson frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki tilefni fyrir stuðningsmenn sína að segja sig úr flokknum. Greint var frá því í gærkvöldi að Guðmundi hafi verið meinuð þátttaka í prófkjörinu þar sem hann er á reynslulausn eftir fangelsisvist. 12. febrúar 2022 15:03
Guðmundi meinuð þátttaka í prófkjöri Samfylkingarinna Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ógilt framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, í prófkjöri Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. 12. febrúar 2022 01:12