„Gott að hafa pabba á kústinum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. febrúar 2022 18:49 Sigurjón Guðmundsson var maður leiksins þegar HK vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu. vísir/vilhelm Sigurjón Guðmundsson varði átján skot í marki HK í sigrinum á Fram, 28-23. Hann var að vonum kátur í leikslok enda fyrsti sigur HK-inga í vetur. „Við gefumst aldrei upp og höfum sýnt það, nema kannski í síðasta leik sem var hauskúpuleikur. Strákarnir voru ógeðslega flottir í vörninni og ég þurfti bara að launa þeim það með nokkrum vörslum. Þá kom stemmning og þetta small allt saman,“ sagði Sigurjón við Vísi eftir leik. Hann var lengi í gang og varði ekki skot fyrr en á 17. mínútu. Eftir enn eitt skot Frammara sem hafnaði í netinu fór Sigurjón til föður síns og fékk ráðleggingar. Sá getur heldur betur miðlað af reynslu sinni enda leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, sjálfur Guðmundur Hrafnkelsson. „Hann var alltaf að segja mér að [Þorsteinn] Gauti [Hjálmarsson] setti hann alltaf í fjær. En ég var svo þrjóskur og tók einn bolta í nær. Þá gíraðist ég, tók næsta bolta og svo rúllaði þetta. Það er gott að hafa pabba á kústinum,“ sagði Sigurjón. HK hefur oft farið illa að ráði sínu á lokamínútunum í vetur en ekki í dag. HK-ingar sýndu styrk þegar mest á reyndi og landaði stigunum tveimur. „Við höfum verið í svo mörgum jöfnum leikjum og höfum rætt þetta. Núna ákváðum við að setja hausinn undir okkur og kýla á þetta. Hvað er það versta sem getur gerst?“ sagði Sigurjón að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fram 28-23 | Fyrsti sigur HK-inga á tímabilinu HK vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla á tímabilinu þegar liðið lagði Fram að velli, 28-23, í dag. 12. febrúar 2022 18:25 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
„Við gefumst aldrei upp og höfum sýnt það, nema kannski í síðasta leik sem var hauskúpuleikur. Strákarnir voru ógeðslega flottir í vörninni og ég þurfti bara að launa þeim það með nokkrum vörslum. Þá kom stemmning og þetta small allt saman,“ sagði Sigurjón við Vísi eftir leik. Hann var lengi í gang og varði ekki skot fyrr en á 17. mínútu. Eftir enn eitt skot Frammara sem hafnaði í netinu fór Sigurjón til föður síns og fékk ráðleggingar. Sá getur heldur betur miðlað af reynslu sinni enda leikjahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, sjálfur Guðmundur Hrafnkelsson. „Hann var alltaf að segja mér að [Þorsteinn] Gauti [Hjálmarsson] setti hann alltaf í fjær. En ég var svo þrjóskur og tók einn bolta í nær. Þá gíraðist ég, tók næsta bolta og svo rúllaði þetta. Það er gott að hafa pabba á kústinum,“ sagði Sigurjón. HK hefur oft farið illa að ráði sínu á lokamínútunum í vetur en ekki í dag. HK-ingar sýndu styrk þegar mest á reyndi og landaði stigunum tveimur. „Við höfum verið í svo mörgum jöfnum leikjum og höfum rætt þetta. Núna ákváðum við að setja hausinn undir okkur og kýla á þetta. Hvað er það versta sem getur gerst?“ sagði Sigurjón að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - Fram 28-23 | Fyrsti sigur HK-inga á tímabilinu HK vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla á tímabilinu þegar liðið lagði Fram að velli, 28-23, í dag. 12. febrúar 2022 18:25 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Umfjöllun: HK - Fram 28-23 | Fyrsti sigur HK-inga á tímabilinu HK vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild karla á tímabilinu þegar liðið lagði Fram að velli, 28-23, í dag. 12. febrúar 2022 18:25