„Horfið á Fávita með ömmu ykkar“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. febrúar 2022 07:00 Sólborg Guðbrandsdóttir stýrir þáttunum Fávitar Instagram @itssuncity/Ketchup Creative Söngkonan og aktivistinn Sólborg Guðbrandsdóttir er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Ásamt því að taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár er Sólborg að fara af stað með þættina Fávitar á Stöð 2+ efnisveitunni í dag. Sólborg sá um Instagram reikninginn Fávitar á árunum 2016-2020, sem var átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Blaðamaður heyrði í Sólborgu varðandi þessa nýju þáttaröð sem hún segir að sé ætluð öllum kynslóðum. 1. Hvernig fæddist hugmyndin að þessum sjónvarpsþáttum? Sólborg: Arnar, vinur minn frá Ketchup Creative, kom til mín með þá hugmynd að gera þætti saman. Hann þurfti ekkert að sannfæra mig lengi og áður en ég vissi af var Stöð 2 komið á vagninn og við á leiðinni að framleiða þætti saman. Mig hafði svo sem lengi langað að búa til kynfræðsluþætti en ég er ekki viss um að ég hefði farið af stað með það án hvatningarinnar frá Arnari. View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) 2. Hvernig hefur ferlið gengið? Sólborg: Rosalega vel í heildina litið. Við vinnslu þáttanna var ég að gera mjög margt í fyrsta skiptið; skrifa handrit, semja sketsa, finna leikara í hlutverk og fleira. Ég er klárlega reynslunni ríkari en mjög sátt með lokaútkomuna. Ég var reyndar með dúndur teymi með mér við framleiðslu þáttanna, Ketchup Creative, og þetta hefði aldrei orðið að veruleika án þeirra. Það eru forréttindi að fá að vinna með svona miklum fagmönnum. Sýnishorn úr þáttunum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fávitar - Sýnishorn 3. Hvað finnst þér mikilvægast að komist til skila í gegnum þessa seríu? Sólborg: Ég vona að fólk á öllum aldri geti horft á hana saman, að hún fræði einhverja og opni á umræður heima fyrir en kannski fyrst og fremst vona ég að fólk skemmti sér við að horfa á hana. Umræðan um kynlíf þarf ekkert að vera rosalega alvarleg. Við megum alveg hlæja að þessu líka. View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) 4. Hvað er fleira á döfinni hjá þér? Sólborg: Vonandi meira af alls konar skrifum en á allra næstu misserum er það kannski helst það Söngvakeppnin í mars. Við Sanna, sænska vinkona mín, syngjum saman lagið Hækkum í botn og ég hlakka alveg ótrúlega til þess. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pcKIn2BS6Rc">watch on YouTube</a> 5. Annað sem þú vilt taka fram? Sólborg: Kveikið á Stöð 2+, hækkið í botn og horfið á Fávita með ömmu ykkar. Bíó og sjónvarp Fávitar Kynlíf Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Suncity gefur út nýtt lag og stefnir út fyrir landsteinana Tónlistar- og baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir gefur á miðnætti út nýtt lag undir listamannsnafni sínu Suncity. Adios er annað lagið sem hún gefur út á ferlinum og var það frumflutt í Brennslunni í dag. 8. apríl 2021 18:30 Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða. 18. ágúst 2021 07:01 Krakkar vilja meiri kynfræðslu Sólborg Guðbrandsdóttir hefur undanfarin ár haldið úti Instagram reikningnum Fávitar þar sem hún birtir skjáskot af kynferðislegri áreitni á netinu. 1. júlí 2019 08:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sólborg sá um Instagram reikninginn Fávitar á árunum 2016-2020, sem var átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Blaðamaður heyrði í Sólborgu varðandi þessa nýju þáttaröð sem hún segir að sé ætluð öllum kynslóðum. 1. Hvernig fæddist hugmyndin að þessum sjónvarpsþáttum? Sólborg: Arnar, vinur minn frá Ketchup Creative, kom til mín með þá hugmynd að gera þætti saman. Hann þurfti ekkert að sannfæra mig lengi og áður en ég vissi af var Stöð 2 komið á vagninn og við á leiðinni að framleiða þætti saman. Mig hafði svo sem lengi langað að búa til kynfræðsluþætti en ég er ekki viss um að ég hefði farið af stað með það án hvatningarinnar frá Arnari. View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) 2. Hvernig hefur ferlið gengið? Sólborg: Rosalega vel í heildina litið. Við vinnslu þáttanna var ég að gera mjög margt í fyrsta skiptið; skrifa handrit, semja sketsa, finna leikara í hlutverk og fleira. Ég er klárlega reynslunni ríkari en mjög sátt með lokaútkomuna. Ég var reyndar með dúndur teymi með mér við framleiðslu þáttanna, Ketchup Creative, og þetta hefði aldrei orðið að veruleika án þeirra. Það eru forréttindi að fá að vinna með svona miklum fagmönnum. Sýnishorn úr þáttunum má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fávitar - Sýnishorn 3. Hvað finnst þér mikilvægast að komist til skila í gegnum þessa seríu? Sólborg: Ég vona að fólk á öllum aldri geti horft á hana saman, að hún fræði einhverja og opni á umræður heima fyrir en kannski fyrst og fremst vona ég að fólk skemmti sér við að horfa á hana. Umræðan um kynlíf þarf ekkert að vera rosalega alvarleg. Við megum alveg hlæja að þessu líka. View this post on Instagram A post shared by - SUNCITY - (@itssuncity) 4. Hvað er fleira á döfinni hjá þér? Sólborg: Vonandi meira af alls konar skrifum en á allra næstu misserum er það kannski helst það Söngvakeppnin í mars. Við Sanna, sænska vinkona mín, syngjum saman lagið Hækkum í botn og ég hlakka alveg ótrúlega til þess. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=pcKIn2BS6Rc">watch on YouTube</a> 5. Annað sem þú vilt taka fram? Sólborg: Kveikið á Stöð 2+, hækkið í botn og horfið á Fávita með ömmu ykkar.
Bíó og sjónvarp Fávitar Kynlíf Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Suncity gefur út nýtt lag og stefnir út fyrir landsteinana Tónlistar- og baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir gefur á miðnætti út nýtt lag undir listamannsnafni sínu Suncity. Adios er annað lagið sem hún gefur út á ferlinum og var það frumflutt í Brennslunni í dag. 8. apríl 2021 18:30 Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða. 18. ágúst 2021 07:01 Krakkar vilja meiri kynfræðslu Sólborg Guðbrandsdóttir hefur undanfarin ár haldið úti Instagram reikningnum Fávitar þar sem hún birtir skjáskot af kynferðislegri áreitni á netinu. 1. júlí 2019 08:15 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Suncity gefur út nýtt lag og stefnir út fyrir landsteinana Tónlistar- og baráttukonan Sólborg Guðbrandsdóttir gefur á miðnætti út nýtt lag undir listamannsnafni sínu Suncity. Adios er annað lagið sem hún gefur út á ferlinum og var það frumflutt í Brennslunni í dag. 8. apríl 2021 18:30
Fávitar vinsælir í Giljaskóla en Runk og réttindi ekki Ekkert verður af því að Heiðar Ríkharðsson kennari standi fyrir námskeiðinu Runk og réttindi fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk í Giljaskóla á Akureyri í vetur. Ekki reyndist nægur áhugi á námskeiðinu en um valgrein er að ræða. 18. ágúst 2021 07:01
Krakkar vilja meiri kynfræðslu Sólborg Guðbrandsdóttir hefur undanfarin ár haldið úti Instagram reikningnum Fávitar þar sem hún birtir skjáskot af kynferðislegri áreitni á netinu. 1. júlí 2019 08:15