Brosað í gegnum tárin: Meiddist illa í Super Bowl en endaði kvöldið 125 milljónum ríkari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2022 03:53 Odell Beckham Jr. liggur sárþjáður í grasinu haldandi um hné sitt. AP/Marcio Jose Sanchez Odell Beckham Jr. og félagar í Los Angeles Rams eru NFL-meistarar eftir 23-20 sigur á Cincinnati Bengals í Super Bowl í nótt. Það er óhætt að þetta kvöld hafi verið tilfinningarússíbani fyrir stjörnuútherjann. Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022 NFL Ofurskálin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira
Beckham kom Hrútunum í 7-0 í upphafi leiks með laglegu snertimarki og gerði sig líklegan til að verða stjarna kvöldsins. Þessi draumabyrjun breyttist aftur á móti í martröð þegar hann meiddist illa á hné í öðrum leikhluta. YOU RE A #SUPERBOWL CHAMPION, @OBJ! pic.twitter.com/1j5etbhEkX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) February 14, 2022 Beckham meiddist þegar hann ætlaði að grípa boltann og enginn varnarmaður var nálægt honum. Hann lá sárþjáður í grasinu og fljótlega varð ljóst að leikurinn væri búinn fyrir hann. Beckham þurfti síðan að horfa upp á lið sitt missa niður forystu og lenda sjö stigum undir. Á sama tíma gekk ekkert upp í sóknarleiknum og liðið saknaði greinilega útherja síns. Sem betur fer fyrir Beckham og félaga þá steig Cooper Kupp fram og átti stórleik undir lokins. Fyrir vikið tókst Rams að snúa leiknum sér í vil og tryggja sér sigurinn. What a moment. @OBJ and his family after the win. pic.twitter.com/5XtmkiU4Fa— NFL (@NFL) February 14, 2022 Odell Beckham Jr. endaði því þetta kvöld sem NFL-meistari í fyrsta sinn á ferlinum. Hann kom til Rams á miðju tímabili eftir að Cleveland Browns lét hann fara. Hann samdi um lágmarkslaun en var aftur á móti með háa bónusa. Beckham var þegar búinn að tryggja sér tvær milljónir Bandaríkjadala fyrir að komast í Super Bowl leikinn og það bætti ein milljón við í gær þegar liðið varð meistari. A moonwalk on the biggest stage. @OBJ : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/jYzthPguZe— NFL (@NFL) February 14, 2022 Beckham endaði því þetta súrsæta kvöld sem meistari og 125 milljónum krónum ríkari. Gleðitárin runnu í lokin eins og hjá mörgum leikmönnum Rams sem voru að verða meistarar í fyrsta sinn. Í stúkunni voru meðal annars rapparinn Kanye West og LeBron James, sem eru tveir af þekktustu aðdáendum Beckham. Fyrir leikinn gaf Beckham meðal annars West og börnum hans hanskana sína og James sást danska eins og Odell eftir snertimarkið hans. .@OBJ doing what he does on the biggest stage. #RamsHouse : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/xPx5eHrG6j— NFL (@NFL) February 13, 2022 First Super Bowl Catch. First Super Bowl Touchdown.@OBJ | @RamsNFL : #SBLVI on NBC : https://t.co/K02y40b5Nu pic.twitter.com/cuJbh57zCH— NFL (@NFL) February 13, 2022
NFL Ofurskálin Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Sjá meira