Viðskipti innlent

Hátt í 40.000 rósir fluttar inn í febrúar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Það getur verið dýrt að gleðja ástvin með blómvendi á Valentínusardaginn.
Það getur verið dýrt að gleðja ástvin með blómvendi á Valentínusardaginn. Getty

Febrúar er stærsti blómasölumánuður ársins hér á Íslandi en íslenskir blómabændur ná ekki að anna eftirspurn og þarf því að flytja inn á milli 30 til 35 þúsund rósir í febrúarmánuði ár hvert. 

Þetta segir í tilkynningu á vef Félags atvinnurekenda. Eftirspurn eftir blómum í febrúar má að miklu leyti rekja til tveggja daga: Valentínusardagsins og konudagsins, sem báðir eru í febrúarmánuði. Margir vilja þá gleðja ástvini sína með fallegum blómvendi en íslenskir blómabændur geta ekki annað eftirspurninni og þarf því að grípa til þess ráðs að flytja inn blóm.

Fram kemur í tilkynningunni að eftirspurn eftir blómum hafi aukist gífurlega í heimsfaraldrinum og framleiðsla mæti henni ekki, ekki heldur í öðrum mánuðum ársins. Þar af leiðandi hefur innflutningur á rósum aukist um 86 prósent frá árinu 2019 til 2021.

Þetta háa innflutningshlutfall skýri að miklu leyti hátt verð á blómvöndum en tollar tvöfaldi verðið á blómum. Á hverja rós bætist við 30% verðtollur auk 95 króna stykkjatollur á hvert blóm. Tollverð sé því að meðaltali um 164 krónur á hverja rós og innkaupsverð tvöfaldist því með tollum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×