Lífið

Steindi og Anna Svava í miklum vand­ræðum með kransa­kökurnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð erfitt verkefni fyrir Önnu og Steinda. 
Nokkuð erfitt verkefni fyrir Önnu og Steinda. 

Í þættinum Blindum bakstri á Stöð 2 í gærkvöldi fengu þau Steinþór Hróar Steinþórsson og Anna Svava Knútsdóttir það verkefni að baka kransakökur eftir leiðbeiningum frá Evu Laufey.

Anna Svava segist baka pönnukökur þrisvar til fjórum sinnum í viku en svo kann hún ekkert mikið meira í eldhúsinu þegar kemur að bakstri. Steindi segist ekki vera neinn bakari.

Kransakökur eru nokkuð flóknar og kom það á daginn fyrir keppendur.

Ferlið var nokkuð erfitt fyrir báða keppendur og lenti Anna Svava í því að snúa kransakökunni í raun öfugt. Steindi var í vandræðum með að fá skreytingarnar til að haldast á kökunni.

Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá þeim þremur að baka kransakökur.

Klippa: Steindi og Anna Svana baka kransakökur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×