Fékk bjórbað eftir að hafa farið holu í höggi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 14:31 Carlos Ortiz fékk örn á móti á PGA-mótaröðinni í gær. getty/Sam Greenwood Bjór rigndi yfir Carlos Ortiz eftir að hann fór holu í höggi á móti á PGA-mótaröðinni í gær. Ortiz fékk örninn á 16. holu á Waste Management Phoenix Open mótinu. Fjölmargir áhorfendur urðu vitni að því en 16. holan er umkringd sætum í stúku TPC Scottsdale vallarins þar sem mótið fór fram. Áhorfendur fögnuðu tilþrifum Ortiz með því að sulla bjór og kasta bjórdósum í hann. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Fólkið fagnaði og svo þurftirðu bara að passa sig að fá ekki dósir í hausinn,“ sagði Ortiz. ANOTHER ACE @CarlosOrtizGolf drains it at 16. pic.twitter.com/GfcPxi3yd3— PGA TOUR (@PGATOUR) February 13, 2022 Raining in the desert again. pic.twitter.com/7uz5hKRQtj— PGA TOUR (@PGATOUR) February 13, 2022 Þetta var ekki fyrsti örninn á 16. holunni á TPC Scottsdale á mótinu því Sam Ryder fór hana einnig á holu í höggi á laugardaginn. ARE YOU NOT ENTERTAINED!? ALL the drinks on me pic.twitter.com/xIfIL6NLxG— Sam Ryder (@SamRyderSU) February 12, 2022 Þetta er í fyrsta sinn í 25 ár sem tveir keppendur fara holu í höggi á 16. braut á TPC Scottsdale. Það gerðist síðast 1997 þegar Tiger Woods og Steve Stricker afrekuðu það. Ortiz lék samtals á sjö höggum undir pari og var nokkuð langt á eftir sigurvegaranum Scottie Scheffler sem vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ortiz fékk örninn á 16. holu á Waste Management Phoenix Open mótinu. Fjölmargir áhorfendur urðu vitni að því en 16. holan er umkringd sætum í stúku TPC Scottsdale vallarins þar sem mótið fór fram. Áhorfendur fögnuðu tilþrifum Ortiz með því að sulla bjór og kasta bjórdósum í hann. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Fólkið fagnaði og svo þurftirðu bara að passa sig að fá ekki dósir í hausinn,“ sagði Ortiz. ANOTHER ACE @CarlosOrtizGolf drains it at 16. pic.twitter.com/GfcPxi3yd3— PGA TOUR (@PGATOUR) February 13, 2022 Raining in the desert again. pic.twitter.com/7uz5hKRQtj— PGA TOUR (@PGATOUR) February 13, 2022 Þetta var ekki fyrsti örninn á 16. holunni á TPC Scottsdale á mótinu því Sam Ryder fór hana einnig á holu í höggi á laugardaginn. ARE YOU NOT ENTERTAINED!? ALL the drinks on me pic.twitter.com/xIfIL6NLxG— Sam Ryder (@SamRyderSU) February 12, 2022 Þetta er í fyrsta sinn í 25 ár sem tveir keppendur fara holu í höggi á 16. braut á TPC Scottsdale. Það gerðist síðast 1997 þegar Tiger Woods og Steve Stricker afrekuðu það. Ortiz lék samtals á sjö höggum undir pari og var nokkuð langt á eftir sigurvegaranum Scottie Scheffler sem vann sitt fyrsta mót á PGA-mótaröðinni.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira