Ingi býður sig ekki aftur fram og er ósáttur við gagnrýnina sem stjórn KSÍ fékk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. febrúar 2022 16:33 Þann 26. febrúar kemur í ljós hverjir munu sitja í stjórn KSÍ næstu tvö árin. vísir/vilhelm Ingi Sigurðsson gefur ekki áfram kost á sér í stjórn KSÍ. Ástæða ákvörðunar hans er atburðarrásin síðsumars í fyrra sem leiddi til þess að stjórn sambandsins sagði af sér. Ingi hefur setið í stjórn KSÍ undanfarin fjögur ár en hefur ákveðið að láta staðar numið eins og fram kemur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Ársþing KSÍ fer fram 26. febrúar en þar verður kosið í stjórn sambandsins. Þá berjast þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson berjast um stöðu formanns KSÍ. Þrátt fyrir að Ingi bjóði sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu segir hann ekkert til í því að hann sé að yfirgefa knattspyrnuhreyfinguna. Ástæða þess að hann ætlar að hætta í stjórninni er atburðarrásin undir lok síðasta sumar þar sem formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér vegna ásakana um að hafa hylmt yfir með meintum brotum leikmanna karlalandsliðsins. Ingi er ekki sáttur við þær ásakanir sem komu frá aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem hann segir að þeir hafi varpað fram án þess að kynna sér málin. Þá segist hann vera verulega ósáttur við að engin viðbrögð hafi komið frá þeim sem gengu hvað harðast fram í gagnrýni sinni né öðrum innan hreyfingarinnar eftir að skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ var birt. Í henni var farið yfir áðurnefnda atburðarrás og ábyrgð KSÍ. Yfirlýsing Inga Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson KSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Ingi hefur setið í stjórn KSÍ undanfarin fjögur ár en hefur ákveðið að láta staðar numið eins og fram kemur í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag. Ársþing KSÍ fer fram 26. febrúar en þar verður kosið í stjórn sambandsins. Þá berjast þau Vanda Sigurgeirsdóttir og Sævar Pétursson berjast um stöðu formanns KSÍ. Þrátt fyrir að Ingi bjóði sig ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu segir hann ekkert til í því að hann sé að yfirgefa knattspyrnuhreyfinguna. Ástæða þess að hann ætlar að hætta í stjórninni er atburðarrásin undir lok síðasta sumar þar sem formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér vegna ásakana um að hafa hylmt yfir með meintum brotum leikmanna karlalandsliðsins. Ingi er ekki sáttur við þær ásakanir sem komu frá aðilum innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem hann segir að þeir hafi varpað fram án þess að kynna sér málin. Þá segist hann vera verulega ósáttur við að engin viðbrögð hafi komið frá þeim sem gengu hvað harðast fram í gagnrýni sinni né öðrum innan hreyfingarinnar eftir að skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ var birt. Í henni var farið yfir áðurnefnda atburðarrás og ábyrgð KSÍ. Yfirlýsing Inga Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson
Síðastliðin 4 ár eða frá því í febrúar 2018, hefur undirritaður setið í stjórn KSÍ. Á þeim tíma hef ég setið í mannvirkjanefnd, dómaranefnd og fjárhags- og endurskoðunarnefnd sambandsins auk tveggja starfshópa á vegum sambandsins. Þessum störfum hef ég sinnt af áhuga og alúð og leitast við að leggja mig fram fyrir hreyfinguna í heild sinni. Ég hef hins vegar, þrátt fyrir brennandi áhuga á málefnum knattspyrnuhreyfingarinnar, ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi stjórnarsetu á komandi ársþingi knattspyrnusambandsins þann 26. febrúar n.k. Tal um að ég sé að segja skilið við hreyfinguna með þessari ákvörðun minni er engan veginn rétt, og slíku tali visa ég til föðurhúsanna. Ástæða ákvörðunar minnar er sú atburðarrás sem varð í lok sumars og leiddi til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Í aðdraganda þess komu fram aðilar innan hreyfingarinnar sem höfðu mjög hátt, kölluðu eftir ýmsu og fullyrtu margt án þess að kynna sér málin. Fyrir nokkru var birt skýrsla úttektarnefndar ÍSÍ þar sem m.a. er farið yfir atburðarásina sem leiddi til afsagnar formanns og síðan stjórnar KSÍ. Hvorki hafa komið viðbrögð við skýrslunni frá þeim aðilum sem hæst höfðu né öðrum innan hreyfingarinnar og við það er ég verulega ósáttur. Framundan er ársþing knattspyrnusambandsins þar sem er mikilvægt að ræða þessi mál. Með knattspyrnukveðju, Ingi Sigurðsson
KSÍ Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira