Anna Hildur kjörin formaður SÁÁ Eiður Þór Árnason skrifar 14. febrúar 2022 20:29 Anna Hildur Guðmundsdóttir gegnir stöðunni fram að aðalfundi í vor. Samsett Anna Hildur Guðmundsdóttir var kjörin formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður á fundi aðalstjórnar samtakanna í dag. Bryndís Rós Morrison og Sigurður Ragnar Guðmundsson voru jafnframt kosin ný inn í framkvæmdastjórn. Einar Hermannsonar sagði nýverið af sér sem formaður vegna vændiskaupa. Þá hætti Sigurður Friðriksson einnig sem varaformaður SÁÁ. Anna Hildur og Þráinn taka við hlutverki formanns og varaformanns fram að aðalfundi SÁÁ, sem áformað er að halda í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÁÁ en á aðalfundinum verður þriðjungur 48 manna aðalstjórnar samtakanna endurnýjaður. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund kýs hún formann og varaformann SÁÁ úr sínum hópi svo og fulltrúa í framkvæmdastjórn. Anna Hildur starfaði um árabil sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ og hefur frá 2018 gegnt sama starfi á fjölskyldusviði Akureyrarbæjar. Þráinn, sem er afbrotafræðingur að mennt, hefur verið framkvæmdastjóri Verndar fangahjálpar í rúm tuttugu ár. Engin ró innan SÁÁ Mikil ólga hefur ríkt innan SÁÁ að undanförnu en nýlega sagði Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður samtakanna, sig úr aðalstjórn þeirra og kvaðst hafa þurft að þola ofbeldishótanir á stjórnarfundum. Þó dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formannsframboð sitt til baka þremur dögum eftir að hún varð við áskorun 40 af 48 stjórnarmanna. Sakaði hún fólk innan SÁÁ um að hafa unnið gegn framboðinu og safnað glóðum elds að höfði sér úr hennar einkalífi. Þá olli Arnþór uppnámi þegar hann spurði hvort Þóra Kristín gæti staðfest að ekkert væri til í orðrómum um að Kári Stefánsson, forstjóri ÍE og stjórnarmaður í SÁÁ, hafi keypt vændi. Kári hefur sjálfur hafnað ásökununum en bæði hann og Þóra Kristín hafa sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ. Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Sögur um meint vændisviðskipti trufla Kára ekki en börnum hans er ekki skemmt Kára Stefánssyni þykir einkennilegt að þurfi að sverja af viðskipti við vændiskonu en engu slíku sé til að dreifa. 4. febrúar 2022 13:18 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Einar Hermannsonar sagði nýverið af sér sem formaður vegna vændiskaupa. Þá hætti Sigurður Friðriksson einnig sem varaformaður SÁÁ. Anna Hildur og Þráinn taka við hlutverki formanns og varaformanns fram að aðalfundi SÁÁ, sem áformað er að halda í vor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÁÁ en á aðalfundinum verður þriðjungur 48 manna aðalstjórnar samtakanna endurnýjaður. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund kýs hún formann og varaformann SÁÁ úr sínum hópi svo og fulltrúa í framkvæmdastjórn. Anna Hildur starfaði um árabil sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá SÁÁ og hefur frá 2018 gegnt sama starfi á fjölskyldusviði Akureyrarbæjar. Þráinn, sem er afbrotafræðingur að mennt, hefur verið framkvæmdastjóri Verndar fangahjálpar í rúm tuttugu ár. Engin ró innan SÁÁ Mikil ólga hefur ríkt innan SÁÁ að undanförnu en nýlega sagði Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður samtakanna, sig úr aðalstjórn þeirra og kvaðst hafa þurft að þola ofbeldishótanir á stjórnarfundum. Þó dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir formannsframboð sitt til baka þremur dögum eftir að hún varð við áskorun 40 af 48 stjórnarmanna. Sakaði hún fólk innan SÁÁ um að hafa unnið gegn framboðinu og safnað glóðum elds að höfði sér úr hennar einkalífi. Þá olli Arnþór uppnámi þegar hann spurði hvort Þóra Kristín gæti staðfest að ekkert væri til í orðrómum um að Kári Stefánsson, forstjóri ÍE og stjórnarmaður í SÁÁ, hafi keypt vændi. Kári hefur sjálfur hafnað ásökununum en bæði hann og Þóra Kristín hafa sagt sig úr aðalstjórn SÁÁ.
Ólga innan SÁÁ Tengdar fréttir Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18 Sögur um meint vændisviðskipti trufla Kára ekki en börnum hans er ekki skemmt Kára Stefánssyni þykir einkennilegt að þurfi að sverja af viðskipti við vændiskonu en engu slíku sé til að dreifa. 4. febrúar 2022 13:18 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Einar hafi haft frumkvæði að samskiptum um kynlíf gegn greiðslu Einar Hermannsson, fráfarandi formaður SÁÁ, hafði frumkvæði að samskiptum við skjólstæðing stofnunarinnar um kynlíf gegn greiðslum. Þetta sýna skilaboð milli Einars og konunnar, sem birtast í umfjöllun Stundarinnar um málið. 25. janúar 2022 09:18
Sögur um meint vændisviðskipti trufla Kára ekki en börnum hans er ekki skemmt Kára Stefánssyni þykir einkennilegt að þurfi að sverja af viðskipti við vændiskonu en engu slíku sé til að dreifa. 4. febrúar 2022 13:18