Munu geta fryst bankareikninga mótmælenda Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2022 07:47 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að aðgerðirnar nú séu til komnar til að hægt sé að tryggja öryggi Kanadamanna og sömuleiðis störf. AP Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur veitt yfirvöldum auknar heimildir til að reyna að bæla niður þau mótmæli gegn bólusetningarskyldu sem staðið hafa í landinu síðustu vikur. Þetta er í fyrsta skipti sem forsætisráðherra Kanada virkjar ákvæði sérstakra neyðarlaga með þessum hætti. Trudeau segir aðgerðirnar tímabundnar, réttmætar og eðlilegar undir þessum kringumstæðum. Aðgerðirnar fela ekki í sér að herinn verði kallaður út til að hafa hemil á mótmælendum, en enn hafast mörg hundruð mótmælendur við í höfuðborginni Ottawa og trufla þar umferð og fleira. Neyðarheimildirnar fela meðal annars í sér að hægt verði að frysta reikninga þeirra sem mótmælunum tengjast án þess að til þurfi að koma dómsúrskurður. Þá geta yfirvöld gert bíla og önnur farartæki í eigu mótmælenda upptæk. Lögreglumenn létu fjarlægja mótmælendur af Ambassador-brúnni í borginni Windsor síðastliðinn sunnudag, en þeir höfðu í heila viku stöðvað alla umferð þar sem tengir hina kanadísku Windsor og bandarísku borgina Detroit og er því mikilvæg viðskiptaæð. Trudeau segir að aðgerðirnar nú séu til komnar til að hægt sé að tryggja öryggi Kanadamanna og sömuleiðis störf. Þá sagði hann að lögregla myndi fá frekari heimildir til að hreppa mótmælendur í gæsluvarðhald eða sekta þá til að hægt sé að verja nauðsynlega innviði. Hinar auknu heimildir yfirvalda væru tímabundnar og mjög vel skilgreindar. Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Trudeau segir aðgerðirnar tímabundnar, réttmætar og eðlilegar undir þessum kringumstæðum. Aðgerðirnar fela ekki í sér að herinn verði kallaður út til að hafa hemil á mótmælendum, en enn hafast mörg hundruð mótmælendur við í höfuðborginni Ottawa og trufla þar umferð og fleira. Neyðarheimildirnar fela meðal annars í sér að hægt verði að frysta reikninga þeirra sem mótmælunum tengjast án þess að til þurfi að koma dómsúrskurður. Þá geta yfirvöld gert bíla og önnur farartæki í eigu mótmælenda upptæk. Lögreglumenn létu fjarlægja mótmælendur af Ambassador-brúnni í borginni Windsor síðastliðinn sunnudag, en þeir höfðu í heila viku stöðvað alla umferð þar sem tengir hina kanadísku Windsor og bandarísku borgina Detroit og er því mikilvæg viðskiptaæð. Trudeau segir að aðgerðirnar nú séu til komnar til að hægt sé að tryggja öryggi Kanadamanna og sömuleiðis störf. Þá sagði hann að lögregla myndi fá frekari heimildir til að hreppa mótmælendur í gæsluvarðhald eða sekta þá til að hægt sé að verja nauðsynlega innviði. Hinar auknu heimildir yfirvalda væru tímabundnar og mjög vel skilgreindar.
Kanada Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48 Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03 Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Sjá meira
Vinna að því að fjarlægja mótmælendur af Ambassador brúnni Lögreglan í Ontario hefur nú hafist handa við að koma fólki frá sem hefur undanfarna viku mótmælt á Ambassador brúnni, sem tengir Ontario við Bandaríkin í gegnum Detroit borg. 12. febrúar 2022 23:48
Vörubílstjórar mótmæla enn þrátt fyrir lögbann Ekkert lát er á mótmælum vörubílstjóra í Kanada þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að mótmælunum skyldi hætt í gær. 12. febrúar 2022 08:03
Segir Íslendinga standa á krossgötum þar sem Kanada er víti til varnaðar Hjúkrunarfræðingur í framhaldsnámi í Kanada segir stöðuna þar í landi vera á suðupunkti vegna mótmæla en þau beinast í auknum mæli gegn heilbrigðisstarfsmönnum. Hún telur mikilvægt að Ísland fari ekki sömu leið og Kanada hefur gert og segir mikilvægt að landsmenn finni samstöðuna á ný. 13. febrúar 2022 09:02