A-listi Eflingar berst af áræði og heilum hug fyrir verkalýðnum Ólöf Helga Adolfsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 10:30 Í kvöld lýkur kosningum í Eflingu og félagsmenn velja þá stjórn sem þeir vilja að stýri stéttarfélaginu í gegnum kjarasamningsviðræður og næstu tvö árin. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti verið höfðuð í fyrirsögnum fjölmiðla og í skotgröfum samfélagsmiðla, en ég vil ljúka henni með bjartsýni og skýrum skilaboðum um það sem ég og A-listi minn stöndum fyrir. A-listinn er nefnilega mjög áhugaverður, en það sem skilur okkur frá öðrum listum sem bjóða sig fram til forystu Eflingar er að A-listinn er lýðræðislegur listi. Hann samanstendur af fólki sem sendi inn tilnefningu sína í kjölfar þess að uppstillinganefnd auglýsti eftir framboðum. Sú auglýsing gaf í fyrsta skipti í sögu Eflingar öllum félagsmönnum sama tækifæri til þess að taka sæti á A-lista stjórnar. Ég eins og aðrir á A-listanum sendi inn nafnið mitt og beið eftir að uppstillingarnefnd kynnti sína tillögu. Ég er þakklát uppstillingarnefnd fyrir að hafa sett saman svo sterkan lista, svo flottan listi sem samansettur er af ólíkum Eflingarfélögum sem hafa það allir sameiginlegt að vilja taka þátt í uppbyggingu og styrkingu verkalýðsbaráttunnar. Fyrst um sinn höfðum við okkur hæg enda þurftum við að kynnast og sammælast um mikilvægustu málefnin en komumst fljótt að því að við deilum sömu framtíðarsýn. Við teljum hagsmunum verkalýðsbaráttunnar best borgið í samvinnu og samstöðu innan hreyfingarinnar. Við erum öll verka- og láglaunafólk, við höfum öll fundið á eigin skinni yfirgang atvinnurekenda á íslenska vinnumarkaðinum. Við þekkjum atvinnumissi, launaþjófnað, fordóma og álag í öllum starfsgreinum. Við krefjumst jöfnuðar, við krefjumst þess að allir geti geti lifað á launum sínum, að allir hafi tækifæri til þess að búa sér öruggt heimili. Listi sem endurspeglar félagsmenn Við höfum öll ólíka reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Eflingu — sum okkar hafa verið í stjórn Eflingar, aðrir hafa verið í trúnaðarráði, en sum okkar eru að koma fersk inn í starfið. Við höfum þó öll mikinn hvata og drifkraft. Við höfum ólíka reynslu en breiðan skilning á ólíkum hópum Eflingarfélaga. Stór hluti okkar hefur tekið mikinn þátt í þeim breytingum sem hafa orðið á félaginu á síðustu árum og tekið ríkan þátt í baráttunni. Nái A-listinn kjöri mun hann gera það að verkum að stjórn stéttarfélagsins endurspegli sannarlega félagatal Eflingar. Með ungt kraftmikið fólk í hópnum auk lífsreynds fólks, blöndu af innfæddu og aðfluttu verkafólki, af opinbera og almenna markaðinum teljum við A-listann ekki aðeins fremsta kostinn til þess að leiða Eflingu áfram. Heldur teljum við að með því að velja A-listan séu Eflingarfélagar að velja lýðræði fram yfir frændhygli. Þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa í félaginu okkar á síðustu árum munu halda áfram. Ný forysta og nýtt fólk sem kemur með ferska framtíðarsýn og áræðni í farteskinu er það sem Efling þarf. Eftir róstusaman tíma er mikilvægt að koma jafnvægi á starf Eflingar og að eining, áræði og skilningur á veruleika verkalýðsins einkenni komandi kjarabaráttu. Húsnæðisstefna fyrir verkalýðinn Húsnæðismálin eru fjölþætt en margir möguleikar eru þar til úrbóta. A-listinn telur mikilvægt að lífeyrissjóðir okkar og stjórnvöld fjárfesti í uppbyggingu á óhagnaðardrifnum leigufélögum, auk þess að leigubremsu verði komið á og framboð lóða verði aukið til uppbyggingar á fasteignamarkaði. Önnur úrræði í húsnæðismálum eru til að mynda að endurheimta vaxtabætur og endurskoða hlutdeildarlán, en mikilvægt er að félagsmenn okkar geti fundið húsnæði sem uppfyllir kröfur hlutdeildarlána. Lífeyrissjóðir nýttir til góðs Lífeyrismál er málaflokkur sem vegur þungt hjá A-listanum og förum við fram á að skerðingarmörk verði hækkuð og fallið verði frá vangaveltum ráðamanna um hækkun lífeyristökualdurs. Auk þess krefjumst við þess að þeirri stefnu sem Gildi hefur sett sér um ábyrgar fjárfestingar verði fylgt og að stjórn sjóðsins okkar beiti sér í þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í verði þau uppvís að því að brjóta á félagslegum réttindum launafólks. Takist ekki að hafa áhrif á þau fyrirtæki þá skuli Gildi draga til baka fjármagn okkar úr þeim fyrirtækjum enda er það hagur sjóðsfélaga að atvinnurekendur virði þau réttindi sem verkalýðurinn hefur barist fyrir. Við munum halda áfram með lækkun skattbyrði á félagsmenn okkar og munum við því fara fram á hækkun persónuafslátts. Auk þess sem við munum ekki skrifa undir kjarasamning nema hafa komið á blað skýrum og vel útfærðum viðurlögum við launaþjófnaði. Skynsamleg nýting á sjóðum félagsins Þó vissulega sé margt að sækja til atvinnurekenda og stjórnvalda teljum við að mikilvægt sé að sjóðir Eflingar verði nýttir skynsamlega fyrir félagsmenn en ekki í of stórar skrifstofur og aðskilnað formanns frá félagsmönnum. Við viljum því horfa til hagkvæmrar endurskipulagningar á 3. hæð húsnæðis Eflingar að Guðrúnartúni 1 með það í huga að nýta plássið betur og geta þá leigt út þær veglegu skrifstofur sem nú eru á 4. hæð hússins. Skrifstofurnar sem eru á 4. hæð ættu að geta aflað Eflingu góðum leigutekjum sem styrki fjárhag félagsins og þannig veiti okkur meira rúm til að láta sjóði félagsins hagnast félagsmönnum. Ég vil líka horfa til uppbyggingar á orlofshúsakostum Eflingar með aukningu sem nemur um fimm húsum á ári næstu sex árin. Nái A-listinn kjöri munum við strax geta tekið nokkur ný hús í notkun næsta vetur en ég hef nú þegar velt þessum möguleikum upp með orlofssviði Eflingar. Einnig hef ég hug á að setja af stað tilraunaverkefni fyrir gæludýraeigendur næsta vetur en ætlunin er að leyfa dýrahald í tveimur af húsum Eflingar næsta vetur og áfram ef vel tekst til. A-listinn telur mikilvægt að leggja áherslu á að tannlækningar séu aðgengilegar Eflingarfélögum. Við munum því leggja mikið á okkur til þess að ná gjaldfrjálsum tannlækningum í gegn en við vonumst til þess að koma á tannheilsustyrk í Eflingu þar til því markmiði er náð. Margt er mikilvægt að skoða í næstu kjarasamningum og erum við tilbúin í slaginn. Með félögum okkar í Eflingu getur ekkert stöðvað okkur. Við erum Efling. Við höldum atvinnulífinu gangandi. Án okkar er enginn hagvöxtur. Án okkar stoppar allt. Höfundur er starfandi varaformaður Eflingar og formannsefni A-lista í stjórnarkosningum Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Helga Adolfsdóttir Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í kvöld lýkur kosningum í Eflingu og félagsmenn velja þá stjórn sem þeir vilja að stýri stéttarfélaginu í gegnum kjarasamningsviðræður og næstu tvö árin. Kosningabaráttan hefur að miklu leyti verið höfðuð í fyrirsögnum fjölmiðla og í skotgröfum samfélagsmiðla, en ég vil ljúka henni með bjartsýni og skýrum skilaboðum um það sem ég og A-listi minn stöndum fyrir. A-listinn er nefnilega mjög áhugaverður, en það sem skilur okkur frá öðrum listum sem bjóða sig fram til forystu Eflingar er að A-listinn er lýðræðislegur listi. Hann samanstendur af fólki sem sendi inn tilnefningu sína í kjölfar þess að uppstillinganefnd auglýsti eftir framboðum. Sú auglýsing gaf í fyrsta skipti í sögu Eflingar öllum félagsmönnum sama tækifæri til þess að taka sæti á A-lista stjórnar. Ég eins og aðrir á A-listanum sendi inn nafnið mitt og beið eftir að uppstillingarnefnd kynnti sína tillögu. Ég er þakklát uppstillingarnefnd fyrir að hafa sett saman svo sterkan lista, svo flottan listi sem samansettur er af ólíkum Eflingarfélögum sem hafa það allir sameiginlegt að vilja taka þátt í uppbyggingu og styrkingu verkalýðsbaráttunnar. Fyrst um sinn höfðum við okkur hæg enda þurftum við að kynnast og sammælast um mikilvægustu málefnin en komumst fljótt að því að við deilum sömu framtíðarsýn. Við teljum hagsmunum verkalýðsbaráttunnar best borgið í samvinnu og samstöðu innan hreyfingarinnar. Við erum öll verka- og láglaunafólk, við höfum öll fundið á eigin skinni yfirgang atvinnurekenda á íslenska vinnumarkaðinum. Við þekkjum atvinnumissi, launaþjófnað, fordóma og álag í öllum starfsgreinum. Við krefjumst jöfnuðar, við krefjumst þess að allir geti geti lifað á launum sínum, að allir hafi tækifæri til þess að búa sér öruggt heimili. Listi sem endurspeglar félagsmenn Við höfum öll ólíka reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Eflingu — sum okkar hafa verið í stjórn Eflingar, aðrir hafa verið í trúnaðarráði, en sum okkar eru að koma fersk inn í starfið. Við höfum þó öll mikinn hvata og drifkraft. Við höfum ólíka reynslu en breiðan skilning á ólíkum hópum Eflingarfélaga. Stór hluti okkar hefur tekið mikinn þátt í þeim breytingum sem hafa orðið á félaginu á síðustu árum og tekið ríkan þátt í baráttunni. Nái A-listinn kjöri mun hann gera það að verkum að stjórn stéttarfélagsins endurspegli sannarlega félagatal Eflingar. Með ungt kraftmikið fólk í hópnum auk lífsreynds fólks, blöndu af innfæddu og aðfluttu verkafólki, af opinbera og almenna markaðinum teljum við A-listann ekki aðeins fremsta kostinn til þess að leiða Eflingu áfram. Heldur teljum við að með því að velja A-listan séu Eflingarfélagar að velja lýðræði fram yfir frændhygli. Þær jákvæðu breytingar sem orðið hafa í félaginu okkar á síðustu árum munu halda áfram. Ný forysta og nýtt fólk sem kemur með ferska framtíðarsýn og áræðni í farteskinu er það sem Efling þarf. Eftir róstusaman tíma er mikilvægt að koma jafnvægi á starf Eflingar og að eining, áræði og skilningur á veruleika verkalýðsins einkenni komandi kjarabaráttu. Húsnæðisstefna fyrir verkalýðinn Húsnæðismálin eru fjölþætt en margir möguleikar eru þar til úrbóta. A-listinn telur mikilvægt að lífeyrissjóðir okkar og stjórnvöld fjárfesti í uppbyggingu á óhagnaðardrifnum leigufélögum, auk þess að leigubremsu verði komið á og framboð lóða verði aukið til uppbyggingar á fasteignamarkaði. Önnur úrræði í húsnæðismálum eru til að mynda að endurheimta vaxtabætur og endurskoða hlutdeildarlán, en mikilvægt er að félagsmenn okkar geti fundið húsnæði sem uppfyllir kröfur hlutdeildarlána. Lífeyrissjóðir nýttir til góðs Lífeyrismál er málaflokkur sem vegur þungt hjá A-listanum og förum við fram á að skerðingarmörk verði hækkuð og fallið verði frá vangaveltum ráðamanna um hækkun lífeyristökualdurs. Auk þess krefjumst við þess að þeirri stefnu sem Gildi hefur sett sér um ábyrgar fjárfestingar verði fylgt og að stjórn sjóðsins okkar beiti sér í þeim fyrirtækjum sem við fjárfestum í verði þau uppvís að því að brjóta á félagslegum réttindum launafólks. Takist ekki að hafa áhrif á þau fyrirtæki þá skuli Gildi draga til baka fjármagn okkar úr þeim fyrirtækjum enda er það hagur sjóðsfélaga að atvinnurekendur virði þau réttindi sem verkalýðurinn hefur barist fyrir. Við munum halda áfram með lækkun skattbyrði á félagsmenn okkar og munum við því fara fram á hækkun persónuafslátts. Auk þess sem við munum ekki skrifa undir kjarasamning nema hafa komið á blað skýrum og vel útfærðum viðurlögum við launaþjófnaði. Skynsamleg nýting á sjóðum félagsins Þó vissulega sé margt að sækja til atvinnurekenda og stjórnvalda teljum við að mikilvægt sé að sjóðir Eflingar verði nýttir skynsamlega fyrir félagsmenn en ekki í of stórar skrifstofur og aðskilnað formanns frá félagsmönnum. Við viljum því horfa til hagkvæmrar endurskipulagningar á 3. hæð húsnæðis Eflingar að Guðrúnartúni 1 með það í huga að nýta plássið betur og geta þá leigt út þær veglegu skrifstofur sem nú eru á 4. hæð hússins. Skrifstofurnar sem eru á 4. hæð ættu að geta aflað Eflingu góðum leigutekjum sem styrki fjárhag félagsins og þannig veiti okkur meira rúm til að láta sjóði félagsins hagnast félagsmönnum. Ég vil líka horfa til uppbyggingar á orlofshúsakostum Eflingar með aukningu sem nemur um fimm húsum á ári næstu sex árin. Nái A-listinn kjöri munum við strax geta tekið nokkur ný hús í notkun næsta vetur en ég hef nú þegar velt þessum möguleikum upp með orlofssviði Eflingar. Einnig hef ég hug á að setja af stað tilraunaverkefni fyrir gæludýraeigendur næsta vetur en ætlunin er að leyfa dýrahald í tveimur af húsum Eflingar næsta vetur og áfram ef vel tekst til. A-listinn telur mikilvægt að leggja áherslu á að tannlækningar séu aðgengilegar Eflingarfélögum. Við munum því leggja mikið á okkur til þess að ná gjaldfrjálsum tannlækningum í gegn en við vonumst til þess að koma á tannheilsustyrk í Eflingu þar til því markmiði er náð. Margt er mikilvægt að skoða í næstu kjarasamningum og erum við tilbúin í slaginn. Með félögum okkar í Eflingu getur ekkert stöðvað okkur. Við erum Efling. Við höldum atvinnulífinu gangandi. Án okkar er enginn hagvöxtur. Án okkar stoppar allt. Höfundur er starfandi varaformaður Eflingar og formannsefni A-lista í stjórnarkosningum Eflingar.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar