Mbappé reyndist hetja PSG 15. febrúar 2022 22:09 Kylian Mbappé skoraði sigurmark PSG í kvöld. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Kylian Mbappé reyndist hetja Paris Saint-Germain er liðið tók á móti Real Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en Mbappé skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum, enda miklar tengingar á milli þessarra stórliða. Til dæmis var Lionel Messi þarna að mæta Real Madrid í fyrsta skipti síðan hann yfirgaf spænsku deildina og Mbappé var að mæta liðinu sem hann mun líklega leika með á næsta tímabili. Illa gekk þó að koma boltanum í netið í kvöld. Parísarliðið sótti meira, en vörn Madrídinga stóð vel. Eftir rétt rúmlega klukkutíma leik gerðist Daniel Carvajal þó sekur um slæm mistök í vörn Real Madrid þegar hann braut klaufalega á Kylian Mbappé innan vítateigs. Á punktinn fór Lionel Messi, en Thibaut Courtois varði frá Argentínumanninum. Það var ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Parísarliðið náði loksins að brjóta ísinn. Kylian Mbappé fékk þá boltann og prjónaði sig í gegnum vörn Madrídinga og kláraði að lokum vel fram hjá Courtois í markinu. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur PSG, en einvígið er ekki búið. Seinni leikur liðanna fer fram þann 9. mars á heimavelli Real Madrid þar sem allt er undir. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Kylian Mbappé reyndist hetja Paris Saint-Germain er liðið tók á móti Real Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 1-0, en Mbappé skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. Mikil eftirvænting var fyrir leiknum, enda miklar tengingar á milli þessarra stórliða. Til dæmis var Lionel Messi þarna að mæta Real Madrid í fyrsta skipti síðan hann yfirgaf spænsku deildina og Mbappé var að mæta liðinu sem hann mun líklega leika með á næsta tímabili. Illa gekk þó að koma boltanum í netið í kvöld. Parísarliðið sótti meira, en vörn Madrídinga stóð vel. Eftir rétt rúmlega klukkutíma leik gerðist Daniel Carvajal þó sekur um slæm mistök í vörn Real Madrid þegar hann braut klaufalega á Kylian Mbappé innan vítateigs. Á punktinn fór Lionel Messi, en Thibaut Courtois varði frá Argentínumanninum. Það var ekki fyrr en á fjórðu mínútu uppbótartíma sem Parísarliðið náði loksins að brjóta ísinn. Kylian Mbappé fékk þá boltann og prjónaði sig í gegnum vörn Madrídinga og kláraði að lokum vel fram hjá Courtois í markinu. Niðurstaðan varð því 1-0 sigur PSG, en einvígið er ekki búið. Seinni leikur liðanna fer fram þann 9. mars á heimavelli Real Madrid þar sem allt er undir.