Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 90 - 66| Fjölnir aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2022 20:50 Sanja Orozovic hjá Fjölni. Vísir/Bára Dröfn Fjölnir komst aftur á sigurbraut er liðið valtaði yfir Grindavík. Frábær fjórði leikhluti Fjölnis gerði útslagið og endaði leikurinn 90-66. Gestirnir frá Grindavík gerðu fyrstu körfu leiksins en Fjölnir var ekki lengi að komast í bílstjórasætið og var staðan orðin 8-2 eftir tæplega tvær mínútur. Grindavík gerði vel í að missa Fjölni ekki langt fram úr sér í fyrsta leikhluta. Fjölnir var fimm stigum yfir eftir 1. leikhluta en getu munurinn kom í ljós í öðrum leikhluta. Grindavík réði illa við hraðann í Fjölni sem komst sextán stigum yfir þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Eins og oft áður dró Robbie Ryan fyrir Grindavík. Hún spilaði allar tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og gerði 17 af 29 stigum Grindavíkur í fyrri hálfleik. Fjölnir var 15 stigum yfir í hálfleik 44-29. Orka Grindavíkur í byrjun síðari hálfleiks virtist koma Fjölni á óvart til að byrja með því heimakonur voru á hælunum á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Gestirnir minnkuðu muninn niður í sjö stig 47-40. Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir kórónaði góðan leikhluta Grindavíkur með flautuþrist og minnkaði forskot Fjölnis niður í sex stig þegar haldið var í síðasta fjórðung. Öll orka Grindavíkur virtist hafa farið í að saxa forskot Fjölnis niður í þriðja leikhluta. Það gekk ekkert upp hjá Grindavík í 4. leikhluta. Það tók gestina tæplega fimm og hálfa mínútu að skora sína fyrstu körfu í fjórða leikhluta úr opnum leik. Fjölnir hélt áfram að herja á Grindavík og voru heimakonur skyndilega komnar fimmtán stigum yfir og úrslit leiksins ráðin. Fjölnir vann á endanum 90-66 og sjöundi tapleikur Grindavíkur í röð staðreynd. Af hverju vann Fjölnir? Það er mikill getumunur á þessum liðum og úrslitin eftir því. Gæði Fjölniskvenna komu í ljós í síðasta fjórðungi þar sem heimakonur völtuðu yfir gestina. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Daija Mazyck var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. Hún gerði 13 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sanja Orozovic endaði með tvöfalda tvennu. Hún gerði 19 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Grindavík spilaði vel í einum leikhluta af fjórum. Sóknarleikur Grindavíkur var afar einstaklingsmiðaður og gaf allt Grindavíkur liðið aðeins 13 stoðsendingar sem var fjórum stoðsendingum meira en Aliyah Daija Mazyck sem var stoðsendingahæst í Fjölni. Gestirnir lentu í vandræðum undir körfunni og tók Fjölnir 60 fráköst á meðan Grindavík tók aðeins 36 fráköst. Hvað gerist næst? Fjölnir fær Keflavík í heimsókn næsta sunnudag klukkan 18:15. Grindavík fer í Origo-höllina næsta mánudag og mætir Val klukkan 20:15. Hákon: Þrátt fyrir fínan fyrri hálfleik áttum við mikið inni Hákon Kjartansson, þjálfari Fjölnis í fjarveru Halldórs Karls Þórssonar, var ánægður með sigur kvöldsins. „Mér fannst við góðar í fyrri hálfleik en samt vissi ég að við áttum meiri orku inni. Við vorum í vandræðum í þriðja leikhluta þar sem svæðisvörn Grindavíkur fór illa með okkur. Þetta small síðan þegar við fórum að láta boltann ganga betur og sóttum á körfuna,“ sagði Hákon ánægður með fjórða leikhluta. Fjölnir lék á als oddi í fjórða leikhluta sem gerði það að verkum að sigurinn var aldrei í hættu. „Þriðji leikhluti var skelfilegur en fjórði var mjög góður. Okkur tókst að byggja upp gott forskot þar sem við spiluðum góða vörn og fengum auðveldar körfur í sókn.“ Robbi Ryan gerði 17 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í seinni hálfleik og var Hákon ánægður með vörn Fjölnis í leiknum. „Við vorum að spila orkumikla vörn á hana allan leikinn. Hún er mennsk og verður þreytt eins og við hin. Ég var ánægður með vörnina hjá okkur sem endaði með að Grindavík gerði 66 stig í leiknum,“ sagði Hákon Kjartansson að lokum. Subway-deild kvenna Fjölnir UMF Grindavík
Fjölnir komst aftur á sigurbraut er liðið valtaði yfir Grindavík. Frábær fjórði leikhluti Fjölnis gerði útslagið og endaði leikurinn 90-66. Gestirnir frá Grindavík gerðu fyrstu körfu leiksins en Fjölnir var ekki lengi að komast í bílstjórasætið og var staðan orðin 8-2 eftir tæplega tvær mínútur. Grindavík gerði vel í að missa Fjölni ekki langt fram úr sér í fyrsta leikhluta. Fjölnir var fimm stigum yfir eftir 1. leikhluta en getu munurinn kom í ljós í öðrum leikhluta. Grindavík réði illa við hraðann í Fjölni sem komst sextán stigum yfir þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Eins og oft áður dró Robbie Ryan fyrir Grindavík. Hún spilaði allar tuttugu mínúturnar í fyrri hálfleik og gerði 17 af 29 stigum Grindavíkur í fyrri hálfleik. Fjölnir var 15 stigum yfir í hálfleik 44-29. Orka Grindavíkur í byrjun síðari hálfleiks virtist koma Fjölni á óvart til að byrja með því heimakonur voru á hælunum á fyrstu mínútum síðari hálfleiks. Gestirnir minnkuðu muninn niður í sjö stig 47-40. Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir kórónaði góðan leikhluta Grindavíkur með flautuþrist og minnkaði forskot Fjölnis niður í sex stig þegar haldið var í síðasta fjórðung. Öll orka Grindavíkur virtist hafa farið í að saxa forskot Fjölnis niður í þriðja leikhluta. Það gekk ekkert upp hjá Grindavík í 4. leikhluta. Það tók gestina tæplega fimm og hálfa mínútu að skora sína fyrstu körfu í fjórða leikhluta úr opnum leik. Fjölnir hélt áfram að herja á Grindavík og voru heimakonur skyndilega komnar fimmtán stigum yfir og úrslit leiksins ráðin. Fjölnir vann á endanum 90-66 og sjöundi tapleikur Grindavíkur í röð staðreynd. Af hverju vann Fjölnir? Það er mikill getumunur á þessum liðum og úrslitin eftir því. Gæði Fjölniskvenna komu í ljós í síðasta fjórðungi þar sem heimakonur völtuðu yfir gestina. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Daija Mazyck var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. Hún gerði 13 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Sanja Orozovic endaði með tvöfalda tvennu. Hún gerði 19 stig, tók 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Grindavík spilaði vel í einum leikhluta af fjórum. Sóknarleikur Grindavíkur var afar einstaklingsmiðaður og gaf allt Grindavíkur liðið aðeins 13 stoðsendingar sem var fjórum stoðsendingum meira en Aliyah Daija Mazyck sem var stoðsendingahæst í Fjölni. Gestirnir lentu í vandræðum undir körfunni og tók Fjölnir 60 fráköst á meðan Grindavík tók aðeins 36 fráköst. Hvað gerist næst? Fjölnir fær Keflavík í heimsókn næsta sunnudag klukkan 18:15. Grindavík fer í Origo-höllina næsta mánudag og mætir Val klukkan 20:15. Hákon: Þrátt fyrir fínan fyrri hálfleik áttum við mikið inni Hákon Kjartansson, þjálfari Fjölnis í fjarveru Halldórs Karls Þórssonar, var ánægður með sigur kvöldsins. „Mér fannst við góðar í fyrri hálfleik en samt vissi ég að við áttum meiri orku inni. Við vorum í vandræðum í þriðja leikhluta þar sem svæðisvörn Grindavíkur fór illa með okkur. Þetta small síðan þegar við fórum að láta boltann ganga betur og sóttum á körfuna,“ sagði Hákon ánægður með fjórða leikhluta. Fjölnir lék á als oddi í fjórða leikhluta sem gerði það að verkum að sigurinn var aldrei í hættu. „Þriðji leikhluti var skelfilegur en fjórði var mjög góður. Okkur tókst að byggja upp gott forskot þar sem við spiluðum góða vörn og fengum auðveldar körfur í sókn.“ Robbi Ryan gerði 17 stig í fyrri hálfleik en aðeins sjö stig í seinni hálfleik og var Hákon ánægður með vörn Fjölnis í leiknum. „Við vorum að spila orkumikla vörn á hana allan leikinn. Hún er mennsk og verður þreytt eins og við hin. Ég var ánægður með vörnina hjá okkur sem endaði með að Grindavík gerði 66 stig í leiknum,“ sagði Hákon Kjartansson að lokum.