Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-27 | Stjarnan úr leik

Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar
Stjarnan Fram Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ
Stjarnan Fram Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ

KA tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Coca Cola bikarsins fyrr í kvöld er þeir sigruðu Stjörnuna á útivelli með tveimur mörkum, 27-25. Liðin voru að leika sinn annan leik gegn hvort öðru á fjórum dögum og því augljóst að hart yrði barist á báðum endum vallarins.

Leikurinn fór hægt af stað og kom fyrsta markið ekki fyrr en eftir rúmar þrjár mínútur. Það tók svo KA aðrar þrjár mínútur að jafna fyrsta mark Stjörnunnar. Eftir um tíu mínútna leik var staðan orðin 3-3. Eltingarleikurinn hélt áfram næstu tíu mínúturnar þar sem Stjarnan var ávallt skrefi á undan.

Jónatan Magnússon tók leikhlé á 18. mínútu í von um að hrista upp í sínu liði og gerði Patrekur Jóhannesson það sama þremur mínútum síðar. Það virðist hafa tekist hjá Patreki því Stjarnan kemst í tveggja marka forystu strax að leikhléi loknu. Arnór Freyr Stefánsson náði skilaboðunum hvað hlest því hann var gjörsamlega búinn að skella í lás í marki Stjörnunnar og í hálfleik var hann kominn með ellefu varða bolta eða 50% markvörslu.

Stjarnan komst í fjögurra marka forystu þegar rúm mínúta var eftir af fyrri hálfleiknum og þá fóru KA menn að girða sig á náðu að skora tvö mörk áður en flautað var til hálfleiks. Staðan því 13-11 fyrir heimamönnum þegar liðin gengu inn í klefa.

Síðari hálfleikur fór hægt af stað hjá Stjörnunni en rúmum þremur mínútum eftir að hann var flautaður á höfðu KA-menn jafnað. Á 35. mínútu voru Stjörnumenn að sitja út brottvísun og því enginn í marki hjá þeim. Bruno Bernat, sem ver frá Gunnari Steini Jónssyni, er fljótur að hugsa og skýtur yfir allan völlinn og kemur KA yfir í fyrsta skipti í leiknum. Þeir komust svo fljótt í tveggja marka forystu.

Þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum fékk Patrekur Stefánsson, leikmaður KA, að lýta beint rautt spjald. Hafði Pétur Árni Hauksson þá brotið harkalega á honum í vörninni og eftir að dómararnir höfðu flautað á aukakast stóð Patrekur upp og hrindir honum harkalega í gólfið sem verður til þess að hann skellur harkalega með hausinn í parketið. Rúmri mínútu síðar fékk Ólafur Gústafsson brottvísun og KA-menn því tveimur færri í tæpa mínútu. Stjörnunni tókst ekki að nýta það og hélt KA áfram að auka forystuna.

Annað atvik átti sér stað í leiknum á 58. mínútu en þá hafði leikurinn verið stöðvaður rétt áður en ritaraborðið ekki tekist að setja klukkuna í gang aftur. Fékk því KA heila sókn þar sem enginn tími var í gangi og tókst Allan Nordberg að skora úr henni. Stuttu síðar kemst í ljós að klukkan hafi ekki verið sett í gang og engin leið að finna út úr því hversu langt hafði liðið. Bætt var við nokkrum sekúndum á klukkuna og haldið áfram.

Atvikið skipti þó litlu máli fyrir úrslit leiksins því KA menn voru nú þegar þremur mörkum yfir þegar síðasta mínútan rann upp. Stjarnan náði að minnka um eitt mark en skipti það engu. Niðurstöður leiksins voru tveggja marka sigur KA sem kom þeim áfram í átta liða úrslit.

Afhverju vann KA?

KA höfðu sigrað Stjörnuna aðeins þremur dögum áður á heimavelli og því hefðu þeir átt að koma inn í leikinn með meira sjálfsöryggi. Þrátt fyrir góðan fyrri hálfleik hjá Stjörnunni þá gafst KA ekki upp og mætti með nýtt lið til baka í síðari hálfleikinn. Heilt yfir var KA að nýta færin sín betur og fengu þeir góða markvörslu í seinni hálfleik sem setti sitt strik í reikninginn.

Hverjir stóðu upp úr?

Patrekur Stefánsson var markahæstur í liði KA með sex mörk og var Ólafur Gústafsson næst markahæstur með fjögur mörk. Bruno Bernat átti frábæran leik og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Hann var með 18 varða bolta eða 42% markvörslu. Hann á stóran þátt í sigri KA.

Tandri Már Konráðsson var markahæstur hjá Stjörnunni með sjö mörk og Björgvin Hólmgeirsson næst markahæstur með sex mörk. Eins og fram hefur komið átti Arnór Freyr Stefánsson góðan leik í marki Stjörnunnar en hann var með tólf varin skot eða 37% markvörslu.

Hvað gekk illa?

Í upphafi leiks tók það bæði lið smá tíma að finna taktinn. Stjarnan var þó fyrri til og var skrefinu á undan KA í fyrri hálfleik. Í þeim síðari missti Stjarnan niður forskotið. Heilt yfir var Stjarnan ekki að nýta færin sín nógu vel. Þeir raunverulega misstu bara haus þegar KA náði forystunni og náðu sér ekki á strik eftir að hafa lent undir.

Hvað gerist næst?

Átta liða úrslit Coca Cola bikarsins hefjast 19. febrúar en þar sem KA var fyrsta liðið til þess að tryggja sig áfram kemur ekki í ljós strax hverjum þeir mæta. Næsti deildarleikur KA verður þann 23. febrúar en þá fá þeir ÍBV í heimsókn norður. Næsti deildarleikur Stjörnunnar verður 27. febrúar á heimavelli gegn Selfoss.

Sverre Andreas Jakobsson: Lykillin að sigrinum er liðsheildin

Sverre Jakobsson var að vonum ánægður með sitt lið eftir sigurinn.

„Okkur líður hrikalega vel. Mér finnst þetta svona aftur karakter sigur. Ég gæti í raun talað bara eins og aftur leikinn við Stjörnuna á sunnudaginn. Þetta er einhvern veginn bara copy paste og þróaðist í svipaðar áttir. Þó það hafi kannski verið aðeins fleiri sveiflur innan leiksins í samanburði við laugardaginn. En þetta er bara frábært hjá strákunum. Þeir eiga mikið hrós skilið fyrir að klára þetta hérna.“ Sagði Sverre.

Liðin mættust í átta liða úrslitum í Coca Cola bikarnum í september síðastliðnum en þá sigraði Stjarnan með fjórum mörkum.

„Það er að harmi að hefna frá því í síðasta bikarleik gegn þeim. Við höfum ekki alveg náð hagstæðustu úrslitunum á móti Stjörnunni að undanfara. En að ná að klára þetta á laugardaginn og aftur hér, við finnum bara að það er eitthvað að gerast hjá strákunum og einhvern veginn höfum við verið að byggjast upp undanfarnar vikur og mánuði og það er bara að koma fram núna. Bara mikið hrós á KA liðið.“

„Lykillin að sigrinum er liðsheildin. Við bara skynjum það að við erum sterkari hópur núna og það er svo margt jákvætt að gerast og þá detta svona úrslit okkar megin.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira