Ráðherrar segja Verbúðina skemmtun góða Jakob Bjarnar og Snorri Másson skrifa 16. febrúar 2022 15:59 Bjarni, Willum Þór og Svandís eru sammála um að Verbúðin hafi verið vel unnin skemmtun. Willum og Bjarni segja hið frjálsa framsal aflaheimilda hafi verið nauðsynlegt skref á sínum tíma en Svandís er á því að það sé mikið verk fyrir höndum, að skapa traust á utanumhaldi um þessa lykilatvinnugrein sem sjávarútvegurinn er. vísir/vilhelm Ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Svandís Svavarsdóttir og Willum Þór Þórsson eru sammála um að Verbúðin hafi verið góð skemmtun og að frjálst framsal aflaheimilda hafi verið skiljanlegt og jafnvel farsælt skref á sínum tíma. Ekki er ofsögum sagt að sjónvarpsþættirnir Verbúðin hafi vakið verulega athygli en síðasti þáttur af átta var sýndur síðastliðið sunnudagskvöld. Óþarft er að rekja efni þáttanna, fjallað er um hóp Vestfirðinga, ástir og ævintýri en undir greina menn svo harða ádeilu á það hvernig kvótakerfið er til komið. Og þá gríðarmiklu misskiptingu sem hið frjálsa framsal aflaheimilda hefur leitt af sér; vanhelgt og eitrað samband viðskipta og stjórnmála. En hvernig þetta var svo leitt í lög átti sér nokkurn aðdraganda. Í viðtali við Vísi fyrir nokkru sagði Mikael Torfason, einn handritshöfunda, sem þó vildi halda því rækilega til haga að þarna væri verið að segja sögu en ekki predika, að afleiðingarnar hafi reynst sorgarsaga fyrir marga. „Og mikil uppgrip fyrir fáa. Er þetta ekki þannig? Þetta er sárið okkar, þessi mikla auðsöfnun og hvernig þetta fór með ýmsar byggðir á landinu. Það er ekkert launungarmál.“ Snorri Másson fréttamaður Vísis og Stöðvar 2 greip ráðherra tali eftir ríkisstjórnarfund í gær og notaði meðal annars tækifærið til að inna ráðherra eftir því hvernig þættirnir hafi lagst í þá. Framsalið var nauðsynlegt og gott skref Fyrstur á vegi Snorra var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. En þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi á sínum tíma ekki staðið fyrir lagasetningunni hefur sá flokkur farið fremstur í að verja kvótakerfið, þegar fram liðu stundir. Bjarni hafði séð alla þættina en var spurður hvort það hafi verið góð ákvörðun, þegar vinstri stjórnin kom á frjálsu framsali á sínum tíma? „Jahhh, það sem stendur uppúr fyrir mér er þessi nostalgía sem fylgir þáttunum. Ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Bjarni og vill ljúka upp miklu lofsorði um skemmtanagildi Verbúðarinnar. „Ég lifi og hrærist í pólitíkinni þannig að það er nú fátt nýtt í þessari umræðu um uppruna kvótakerfisins og hvernig það allt hefur þróast. Þó vil ég segja að ég held að það muni fáir vilja vinda ofan af tímanum og fara aftur í það fyrirkomulag sem var á þeim tíma sem þættirnir vísa til. En það sem situr eftir er nostalgían frá þessum tíma, hversu vel þetta er gert og skemmtilegar persónulegu sögurnar sem eru undirliggjandi.“ Klippa: Bjarni Benediksson um Verbúðina Fréttamaður Vísis er ekki alveg til í að sleppa Bjarna með þetta og spyr hvort hann lofi og prísi þá ákvörðun að hafa heimilað þetta frjálsa framsal? „Til að vernda fiskistofnana var þetta nauðsynlegt, til að auka arðsemina var þetta nauðsynlegt, til að koma bæjarútgerðunum út úr þessum stöðugu gjaldþrotum og vandræðum sem þær voru í þá var þetta nauðsynlegt. Þetta var á margan hátt algjör grundvallarákvörðun sem við njótum góðs af. En við erum enn að takast á um hvernig við skiptum ávinningnum af þessum góðu ákvörðunum.“ Fyrst og fremst skemmtileg afþreying Í Verbúðinni fær Framsóknarflokkurinn það óþvegið. Skúrkur þáttanna er Jón Vídalín þá sjávarútvegsráðherra og eigandi Sæfangs sem hagnaðist verulega á lagasetningunni sem framsalið er. Fyrirmynd hans er augljóslega og að verulegu leyti Halldór Ásgrímsson fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Til að ekkert fari á milli mála með það birtist hann sjónvarpsáhorfendum í selskinskjakka sem á löngu tímabili var nánast einkennisklæðnaður Halldórs. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra varð næst á vegi fréttamanns sem vildi vita hvernig þættirnir hafi orkað á hann og Willum Þór var á því að Verbúðin hafi verið sérlega góð skemmtun. „Fyrst og fremst frábær þáttur, skemmtileg afþreying. Skemmtilegast hvað þau spegluðu tíðarandann vel. Mér fannst þau gera þetta skemmtilega og tengingin við þingið. Auðvitað er þetta fært í stílinn og ekki endilega verið að tiltaka allt það sem bjó að baki því að fara þessa leið. Klippa: Fiskveiðistjórnunin var mjög skynsamlegt skref Framsóknarflokkurinn var meðal flokka sem stóð að frjálsu framsali kvótans. Var það rétt skref? „Ýmislegt mælir með þeirri aðgerð á sínum tíma. Það styður sjálfbærni fiskveiða og fiskveiðistjórnun á sínum tíma þar sem við vorum bæði að veiða of mikið og með of stóran fiskveiðiflota. Fiskveiðistjórnunin eins og við teiknuðum hana upp á sínum tíma var skynsamlegt skref. Hitt verður alltaf umdeilt.“ Verk að vinna að skapa traust um fiskveiðar „Svo ótal margt,“ segir Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra eða matvælaráðherra eins og það heitir núna, spurð um hvað hafi farið í gegnum huga hennar við það að fylgjast með Verbúðinni. Hún er líkt og þeir Willum og Bjarni á því að þættirnir hafi reynst afbragðs skemmtun. „Kannski í fyrsta lagi það að ég var unglingur á þessum tíma. Og var reyndar sjálf í verbúð bæði sumarið ´82 og var svo í fiski líka austur á landi 1980. Tíðarandinn er magnaður og það tekst mjög vel að draga hann fram. Það hafði sjálfstætt skemmtigildi fyrir mig þannig séð.“ En svo er það auðvitað hinn pólitíski undirtónn sem þarna er að finna. „Og mér finnst alveg virkilega mikilvægt að setja á dagskrá og snýst ekki bara um sjávarútveg heldur samkrull eða samtal milli stjórnmála og viðskipta. Sem er alltaf hættulegt á öllum tímum. Þegar hagsmunirnir eru ekki klárir hjá þeim sem fara með völd hinna kjörnu fulltrúa. Vegna þess að þeir kunna þá að vera að fara með hagsmuni sem snúast um peningalega einkahagsmuni og viðskiptahagsmuni. Í ofanálag við það sem lýtur að lagasetningu og ákvörðunum á hverjum tíma sem þurfti að taka í einhverjum skilningi þá er það þetta sem snýst um alla pólitík. Klippa: Samkrull stjórnmála og viðskipta alltaf hættulegt Var faðir þinn Svavar Gestsson ekki í ríkisstjórn þegar þetta gerðist, 1990? „Reyndar var hann í ríkisstjórn þegar framsalið var ákveðið. Ég var einmitt að grafa eftir þingræðum í gær og fann ekki margt sem hann sagði á þessum tíma. Hann var menntamálaráðherra á þessum tíma. Ég fann eitt ágætis komment um fundarstjórn forseta sem er náttúrlega alltaf mjög aðfinnsluverð á öllum tíma. En því miður er hann ekki hér í dag til að tala um þetta við hann.“ Frjálsa framsalið, voru það mistök? „Þetta var keðja af mjög stórum ákvörðunum sem við erum í raun enn með í fanginu. Verðmæti hafa skipt um hendur ítrekað og aftur og aftur allt frá grunnákvörðuninni og framsalinu. Við þurfum að horfa á stöðuna eins og hún er núna og hvað er hægt að gera. Mitt stóra verkefni er það að við öðlumst traust á utanumhaldið um þessa lykilatvinnugrein. Þar er töluvert langt í land. Það snýst aðalega um auðvitað arðinn af auðlindinni og hvert hann fer. Að hann safnist ekki á fárra hendur sem snýst þá líka um eignatengsl og svo framvegis. Og það er verkefni mitt í sjávarútvegsráðuneytinu, sem heitir matvælaráðuneyti í dag, að fara í það og ég mun einhenda mér á það,“ segir Svandís. Sem samkvæmt þessu hefur verk að vinna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Segir söguþráð Verbúðarinnar mjög nálægt sannleikanum Fyrrum þingkona Kvennalistans segir Verbúðina endurspegla andrúmsloftið á níunda áratugnum og telur söguþráðinn mjög nálægt sannleikanum. Hún segist viss um að Kristín Halldórsdóttir heitin sé fyrirmynd skeleggrar persónu í þáttunum. 14. febrúar 2022 22:00 Hlátrasköll og faðmlög hjá fólkinu á bak við Verbúðina Áttundi og síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær eins og fór eflaust ekki framhjá neinum. Leikarar og aðstandendur hittust á Ölveri í gærkvöldi. 14. febrúar 2022 22:46 „Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. 8. febrúar 2022 20:31 Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt að sjónvarpsþættirnir Verbúðin hafi vakið verulega athygli en síðasti þáttur af átta var sýndur síðastliðið sunnudagskvöld. Óþarft er að rekja efni þáttanna, fjallað er um hóp Vestfirðinga, ástir og ævintýri en undir greina menn svo harða ádeilu á það hvernig kvótakerfið er til komið. Og þá gríðarmiklu misskiptingu sem hið frjálsa framsal aflaheimilda hefur leitt af sér; vanhelgt og eitrað samband viðskipta og stjórnmála. En hvernig þetta var svo leitt í lög átti sér nokkurn aðdraganda. Í viðtali við Vísi fyrir nokkru sagði Mikael Torfason, einn handritshöfunda, sem þó vildi halda því rækilega til haga að þarna væri verið að segja sögu en ekki predika, að afleiðingarnar hafi reynst sorgarsaga fyrir marga. „Og mikil uppgrip fyrir fáa. Er þetta ekki þannig? Þetta er sárið okkar, þessi mikla auðsöfnun og hvernig þetta fór með ýmsar byggðir á landinu. Það er ekkert launungarmál.“ Snorri Másson fréttamaður Vísis og Stöðvar 2 greip ráðherra tali eftir ríkisstjórnarfund í gær og notaði meðal annars tækifærið til að inna ráðherra eftir því hvernig þættirnir hafi lagst í þá. Framsalið var nauðsynlegt og gott skref Fyrstur á vegi Snorra var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. En þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi á sínum tíma ekki staðið fyrir lagasetningunni hefur sá flokkur farið fremstur í að verja kvótakerfið, þegar fram liðu stundir. Bjarni hafði séð alla þættina en var spurður hvort það hafi verið góð ákvörðun, þegar vinstri stjórnin kom á frjálsu framsali á sínum tíma? „Jahhh, það sem stendur uppúr fyrir mér er þessi nostalgía sem fylgir þáttunum. Ef ég á að segja alveg eins og er,“ segir Bjarni og vill ljúka upp miklu lofsorði um skemmtanagildi Verbúðarinnar. „Ég lifi og hrærist í pólitíkinni þannig að það er nú fátt nýtt í þessari umræðu um uppruna kvótakerfisins og hvernig það allt hefur þróast. Þó vil ég segja að ég held að það muni fáir vilja vinda ofan af tímanum og fara aftur í það fyrirkomulag sem var á þeim tíma sem þættirnir vísa til. En það sem situr eftir er nostalgían frá þessum tíma, hversu vel þetta er gert og skemmtilegar persónulegu sögurnar sem eru undirliggjandi.“ Klippa: Bjarni Benediksson um Verbúðina Fréttamaður Vísis er ekki alveg til í að sleppa Bjarna með þetta og spyr hvort hann lofi og prísi þá ákvörðun að hafa heimilað þetta frjálsa framsal? „Til að vernda fiskistofnana var þetta nauðsynlegt, til að auka arðsemina var þetta nauðsynlegt, til að koma bæjarútgerðunum út úr þessum stöðugu gjaldþrotum og vandræðum sem þær voru í þá var þetta nauðsynlegt. Þetta var á margan hátt algjör grundvallarákvörðun sem við njótum góðs af. En við erum enn að takast á um hvernig við skiptum ávinningnum af þessum góðu ákvörðunum.“ Fyrst og fremst skemmtileg afþreying Í Verbúðinni fær Framsóknarflokkurinn það óþvegið. Skúrkur þáttanna er Jón Vídalín þá sjávarútvegsráðherra og eigandi Sæfangs sem hagnaðist verulega á lagasetningunni sem framsalið er. Fyrirmynd hans er augljóslega og að verulegu leyti Halldór Ásgrímsson fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins. Til að ekkert fari á milli mála með það birtist hann sjónvarpsáhorfendum í selskinskjakka sem á löngu tímabili var nánast einkennisklæðnaður Halldórs. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra varð næst á vegi fréttamanns sem vildi vita hvernig þættirnir hafi orkað á hann og Willum Þór var á því að Verbúðin hafi verið sérlega góð skemmtun. „Fyrst og fremst frábær þáttur, skemmtileg afþreying. Skemmtilegast hvað þau spegluðu tíðarandann vel. Mér fannst þau gera þetta skemmtilega og tengingin við þingið. Auðvitað er þetta fært í stílinn og ekki endilega verið að tiltaka allt það sem bjó að baki því að fara þessa leið. Klippa: Fiskveiðistjórnunin var mjög skynsamlegt skref Framsóknarflokkurinn var meðal flokka sem stóð að frjálsu framsali kvótans. Var það rétt skref? „Ýmislegt mælir með þeirri aðgerð á sínum tíma. Það styður sjálfbærni fiskveiða og fiskveiðistjórnun á sínum tíma þar sem við vorum bæði að veiða of mikið og með of stóran fiskveiðiflota. Fiskveiðistjórnunin eins og við teiknuðum hana upp á sínum tíma var skynsamlegt skref. Hitt verður alltaf umdeilt.“ Verk að vinna að skapa traust um fiskveiðar „Svo ótal margt,“ segir Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra eða matvælaráðherra eins og það heitir núna, spurð um hvað hafi farið í gegnum huga hennar við það að fylgjast með Verbúðinni. Hún er líkt og þeir Willum og Bjarni á því að þættirnir hafi reynst afbragðs skemmtun. „Kannski í fyrsta lagi það að ég var unglingur á þessum tíma. Og var reyndar sjálf í verbúð bæði sumarið ´82 og var svo í fiski líka austur á landi 1980. Tíðarandinn er magnaður og það tekst mjög vel að draga hann fram. Það hafði sjálfstætt skemmtigildi fyrir mig þannig séð.“ En svo er það auðvitað hinn pólitíski undirtónn sem þarna er að finna. „Og mér finnst alveg virkilega mikilvægt að setja á dagskrá og snýst ekki bara um sjávarútveg heldur samkrull eða samtal milli stjórnmála og viðskipta. Sem er alltaf hættulegt á öllum tímum. Þegar hagsmunirnir eru ekki klárir hjá þeim sem fara með völd hinna kjörnu fulltrúa. Vegna þess að þeir kunna þá að vera að fara með hagsmuni sem snúast um peningalega einkahagsmuni og viðskiptahagsmuni. Í ofanálag við það sem lýtur að lagasetningu og ákvörðunum á hverjum tíma sem þurfti að taka í einhverjum skilningi þá er það þetta sem snýst um alla pólitík. Klippa: Samkrull stjórnmála og viðskipta alltaf hættulegt Var faðir þinn Svavar Gestsson ekki í ríkisstjórn þegar þetta gerðist, 1990? „Reyndar var hann í ríkisstjórn þegar framsalið var ákveðið. Ég var einmitt að grafa eftir þingræðum í gær og fann ekki margt sem hann sagði á þessum tíma. Hann var menntamálaráðherra á þessum tíma. Ég fann eitt ágætis komment um fundarstjórn forseta sem er náttúrlega alltaf mjög aðfinnsluverð á öllum tíma. En því miður er hann ekki hér í dag til að tala um þetta við hann.“ Frjálsa framsalið, voru það mistök? „Þetta var keðja af mjög stórum ákvörðunum sem við erum í raun enn með í fanginu. Verðmæti hafa skipt um hendur ítrekað og aftur og aftur allt frá grunnákvörðuninni og framsalinu. Við þurfum að horfa á stöðuna eins og hún er núna og hvað er hægt að gera. Mitt stóra verkefni er það að við öðlumst traust á utanumhaldið um þessa lykilatvinnugrein. Þar er töluvert langt í land. Það snýst aðalega um auðvitað arðinn af auðlindinni og hvert hann fer. Að hann safnist ekki á fárra hendur sem snýst þá líka um eignatengsl og svo framvegis. Og það er verkefni mitt í sjávarútvegsráðuneytinu, sem heitir matvælaráðuneyti í dag, að fara í það og ég mun einhenda mér á það,“ segir Svandís. Sem samkvæmt þessu hefur verk að vinna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Segir söguþráð Verbúðarinnar mjög nálægt sannleikanum Fyrrum þingkona Kvennalistans segir Verbúðina endurspegla andrúmsloftið á níunda áratugnum og telur söguþráðinn mjög nálægt sannleikanum. Hún segist viss um að Kristín Halldórsdóttir heitin sé fyrirmynd skeleggrar persónu í þáttunum. 14. febrúar 2022 22:00 Hlátrasköll og faðmlög hjá fólkinu á bak við Verbúðina Áttundi og síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær eins og fór eflaust ekki framhjá neinum. Leikarar og aðstandendur hittust á Ölveri í gærkvöldi. 14. febrúar 2022 22:46 „Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. 8. febrúar 2022 20:31 Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Segir söguþráð Verbúðarinnar mjög nálægt sannleikanum Fyrrum þingkona Kvennalistans segir Verbúðina endurspegla andrúmsloftið á níunda áratugnum og telur söguþráðinn mjög nálægt sannleikanum. Hún segist viss um að Kristín Halldórsdóttir heitin sé fyrirmynd skeleggrar persónu í þáttunum. 14. febrúar 2022 22:00
Hlátrasköll og faðmlög hjá fólkinu á bak við Verbúðina Áttundi og síðasti þáttur Verbúðarinnar var sýndur á RÚV í gær eins og fór eflaust ekki framhjá neinum. Leikarar og aðstandendur hittust á Ölveri í gærkvöldi. 14. febrúar 2022 22:46
„Sætum ekki límd við skjáinn yfir sögulegri frásögn af tilurð kvótakerfisins“ Landsmenn sætu ekki allir límdir á sunnudagskvöldum við sjónvarpsskjáinn ef Verbúðin væri einungis söguleg frásögn af tilurð kvótakerfisins. Þetta segir Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði. 8. febrúar 2022 20:31
Verbúðin er því sem næst heilagur sannleikur Eins og þjóðin komst að í gærkvöldi sprakk allt í loft upp í Verbúðinni. Handalögmál milli tveggja aðalpersóna í þætti sjálfs Hemma Gunn – hið persónulega drama þáttanna er að nálgast hápunkt sinn í 5. þætti af átta. Eins og vera ber ef horft er til byggingar í leikverkum Grikkjanna; ris, hvörf og kennsl – Kaþarsis. 24. janúar 2022 07:00