Lífið

Komin í einangrun stuttu fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Systkinin Ísold og Már Gunnarsbörn, þekkt sem Amarosis.
Systkinin Ísold og Már Gunnarsbörn, þekkt sem Amarosis. RÚV

Nú blæs duglega á móti systkinunum í Amarosis sem munu keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en Ísold Wilberg hefur greinst með Covid-19 og er þar af leiðandi í einangrun. Þau hafa því þurft að aflýsa æfingum fyrir undanúrslitakvöldið sem nálgast óðfluga.

„Þetta er áskorun og við munum leggja enn harðar að okkur síðustu dagana fyrir keppni og leggja allt í sölurnar til að framkvæma atriðið eins og við viljum hafa það!“

segir Már Gunnarsson. Hann vonar að Ísold jafni sig skjótt og nái fullum bata. Þau munu keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu sem fer fram þann 26. febrúar með laginu  Don’t You Know en ásamt því að flytja lagið, sömdu þau bæði lagið og textann. 

Nafnið  Amarosis er þeim mjög kært en það kemur frá sjaldgæfa augnsjúkdómnum Leber Congenital Amaurosis sem Már fæddist með.


Tengdar fréttir

Þetta eru lögin sem keppa í Söngva­keppninni 2022

Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars.

Dimma og Ísold og Helga áfram í Söngvakeppninni

Lögin Almyrkvi, með Dimmu, og Klukkan tifar, Með Ísold og Helgu, komust áfram á fyrri undanúrslitakvöldi Söngvakeppni Ríkisútvarpsins þar sem valið er hvaða tónlistarmenn munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×