Helena er 21 árs gömul og uppalin hjá FH en lék með Fylki í Pepsi Max-deildinni síðasta sumar. Hún skoraði þá tvö mörk í 18 leikjum en hefur alls leiki 72 leiki í efstu deild þrátt fyrir ungan aldur, og skorað níu mörk.
Þá á hún að baki 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Helena bætist þar með við sterkan hóp leikmanna sem hafa gengið til liðs við Breiðabik í vetur en þar á meðal eru Karen María Sigurgeirsdóttir frá Þór/KA, Clara Sigurðardóttir frá ÍBV, Natasha Anasi frá Keflavík og Laufey Harpa Halldórsdóttir frá Tindastóli.
Þá er ljóst að þær Taylor Ziemer og Zandy Soree spila áfram með liðinu, og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir stefnir á að spila með liðinu í sumar jafni hún sig af höfuðmeiðslum.
Blikar hafa hins vegar horft á eftir öflugum leikmönnum í atvinnumennsku. Agla María Albertsdóttir fór til Svíþjóðar, Kristín Dís Árnadóttir til Danmerkur, Selma Sól Magnúsdóttir til Noregs og Heiðdís Lillýardóttir til Portúgals en Heiðdís fór að láni.