Breskum manni banað af hákarli í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2022 12:59 Simon Nellist var 35 ára gamall Breti sem bjó í Ástralíu. Facebook Maðurinn sem dó í hákarlaárás í Sydney í Ástralíu í gær var 35 ára Breti. Hann hét Simon Nellist og bjó í Ástralíu þar sem hann starfaði við að kenna köfun. Breskir miðlar segir Nellist hafa verið að æfa sig fyrir góðgerðasund þegar hákarl réðst á hann. Þetta var í fyrsta sinn sem hákarl banaði manni undan ströndum borgarinnar í um sextíu ár. Í frétt Sky News segir að sérfræðingar telji minnst þriggja metra langan hvítháf hafa ráðist á Nellist. Árásin átti sér stað skammt frá landi og voru nokkrir stangveiðimenn vitni að henni. Eitt vitni sagði hákarlinn hafa ráðist á Nellist neðan frá. Annað vitni sagðist hafa heyrt öskur, litið við og séð hákarlinn skella aftur í sjónum. „Þetta var hræðilegt,“ sagði eitt vitni til viðbótar. Hann sagðist hafa kastað ítrekað upp í kjölfarið og hætti ekki að skjálfa. Fleiri stangveiðimenn urðu vitni að árásinni. Sjá einnig: Hákarl banaði manni fyrir framan stangveiðimenn Yfirvöld í Sydney hafa lokað baðströndum í borginni en til stendur að opna þær að nýju á morgun. Hákarlinn hefur ekki fundist og er hans meðal annars leitað úr lofti. Þá segir í frétt Reuters að net hafi verið sett upp nærri árásarstaðnum. Yfirvöld hafa samkvæmt frétt BBC ekki sagt hvort hákarlinn verði aflífaður ef hann finnst, eða hvort hann verði merktur og færður frá landi, eins og gert er þegar hákarlar lenda í netum við baðstrendur. Ástralía Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem hákarl banaði manni undan ströndum borgarinnar í um sextíu ár. Í frétt Sky News segir að sérfræðingar telji minnst þriggja metra langan hvítháf hafa ráðist á Nellist. Árásin átti sér stað skammt frá landi og voru nokkrir stangveiðimenn vitni að henni. Eitt vitni sagði hákarlinn hafa ráðist á Nellist neðan frá. Annað vitni sagðist hafa heyrt öskur, litið við og séð hákarlinn skella aftur í sjónum. „Þetta var hræðilegt,“ sagði eitt vitni til viðbótar. Hann sagðist hafa kastað ítrekað upp í kjölfarið og hætti ekki að skjálfa. Fleiri stangveiðimenn urðu vitni að árásinni. Sjá einnig: Hákarl banaði manni fyrir framan stangveiðimenn Yfirvöld í Sydney hafa lokað baðströndum í borginni en til stendur að opna þær að nýju á morgun. Hákarlinn hefur ekki fundist og er hans meðal annars leitað úr lofti. Þá segir í frétt Reuters að net hafi verið sett upp nærri árásarstaðnum. Yfirvöld hafa samkvæmt frétt BBC ekki sagt hvort hákarlinn verði aflífaður ef hann finnst, eða hvort hann verði merktur og færður frá landi, eins og gert er þegar hákarlar lenda í netum við baðstrendur.
Ástralía Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira