Lífið

Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband

Elísabet Hanna skrifar
Reykjavíkurdætur.
Reykjavíkurdætur. RÚV

Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu.

Salka Valsdóttir endurútsetti lagið fyrir Reykjavíkurdætur en Selma Björns, lagið og frammistaða hennar í keppninni hafði mikil áhrif á hljómsveitarmeðlimina á sínum tíma. Sjálfar munu Reykjavíkurdætur keppa á seinna undanúrslitakvöldinu í Söngvakeppni sjónvarpsins þann 5. mars og hefur gerð ábreiðunnar gert þær enn spenntari fyrir þátttöku sinni í keppninni.

Tónlistarmyndbandið er unnið úr klippum af meðlimum Reykjavíkurdætra á þeim aldri sem þær voru þegar þær heyrðu lagið fyrst, ásamt klippum af tónleikaferðlögum sveitarinnar um Evrópu og Norður Ameríku.

Myndbandið má sjá hér að neðan:

Klippa: Reykjavíkurdætur - All Out of Luck

Tengdar fréttir

Þetta eru lögin sem keppa í Söngva­keppninni 2022

Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars.

Öllum lögum Söngva­keppninnar lekið

Öllum lögum sem teflt verður fram í Söngvakeppni sjónvarpsins hefur verið lekið á netið. Til stóð að afhjúpa lög og keppendur í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×