Alfons lék allan leikinn fyrir Bodø/Glimt í hægri bakverði, en Runar Espejord kom liðinu yfir eftir aðein sex mínútna leik.
Annað mark leiksins kom á 55. mínútu þegar Amahl Pellegrino kom boltanum í netið fyrir gestina, áður en Daizen Maeda minnkaði muninn fyrir Celtic rúmum tíu mínútum fyrir leikslok.
Norðmennirnir náðu þó aftur tveggja marka forystu þegar Hugo Vetlesen tryggði liðinu 3-1 sigur með marki á 81. mínútu.
Liðin mætast aftur að viku liðinni þar sem Alfons og félagar mæta á heimavöll með tveggja marka forskot.