Valgerður sækist eftir þriðja sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 07:58 Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðsend Borgarfulltrúinn Valgerður Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Prófkjörið fer fram 18. og 19. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún. Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valgerði en þar segist hún hafa beitt sér í málum er varði viðhald á skólahúsnæði í eigu borgarinnar, bættu geðheilbrigði borgarbúa og styttri biðlistum fyrir börn á þessu kjörtímabili. Þá hafi hún lagt áherslu á að betur sé hugað að úthverfum borgarinnar sem oft virðist gleymast og hafi orðið fyrir þjónustuskerðingum. Hún segir mikil lífsgæði felast í því að búa í borg og hafa aðgengi að grænum svæðum eins og Reykvíkingar geri. Varðveita þurfi þau svæði og huga vel að þéttingu byggðar og hvort innviðir þoli hana. Lífsgæði mælist ekki, að hennar sögn, í því hversu þétt sé byggt. Hún segist vilja lækka skattaí borginni. Reykjavík sé eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimti hámarksútsvar, eða 14,5 prósent. „Stór fyrirtæki hafa valið að yfirgefa Reykjavík á undanförnum árum og færa starfsemi sína annað. Skattpíningarstefnu vinstriflokkanna verður að linna,“ segir Valgerður í tilkynninguni. Mikilvægt að Reykvíkingar geti keypt eigið húsnæði Hún segir þá að efla þurfi gæði grunnþjónustunnar. Börn eigi til að mynda ekki heima á biðlistum og bið þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu sé of löng, sem þurfi að laga strax. Efla þurfi heimaþjónustu fyrir aldraða og þá sem á henni þurfi að halda. Þá þurfi að hlúa betur að barnafjölskyldum og þeim sem komin eru á efri ár. Þá þurfi að efla fjölbreyttar samgöngur fyrir alla. Ekki hafi verið hugað að fjölbreyttum samgöngumátum á liðnum árum og fjölga þurfi valkostum óháð því hvort fólk noti eigin bifreði, almenningssamgöngur, reiðhjól eða annað. „Mikilvægt er að íbúar hafi kost á að eignast eigið húsnæði og að Reykjavíkurborg tryggi nægt framboð lóða. Þannig er slegið á þær miklu hækkanir sem hafa orðið á húsnæðismarkaði vegna þeirrar vöntunar á framboði lóða sem hefur verið varanlegt vandamál í Reykjavík um árabil,“ skrifar hún.
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira