Afar ólíklegt að Valieva sjáist aftur á Ólympíuleikum Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2022 12:31 Kamila Valieva sýndi listir sínar á Vetrarólympíuleikunum í Peking en gerði slæm mistök á síðasta keppnisdegi sínum. Getty/Jean Catuffe Sagan sýnir að jafnvel þó að hin 15 ára gamla Kamila Valieva sleppi við langt bann vegna lyfjamisnotkunar þá eru miklar líkur á að hún sjáist ekki aftur á Vetrarólympíuleikum. Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
Valieva lauk í gær keppni í listhlaupi á skautum með hádramatískum hætti þar sem þessi rússneski heimsmethafi féll tvisvar á svellið og gerði mun fleiri mistök en hún hefur áður sést gera. Ætla má að ástæðan sé álagið og umtalið sem fylgir því að í síðustu viku kom í ljós að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi í desember. Hún fékk engu að síður að klára sína keppni á leikunum í Peking en bíður þess nú að vita hvort og þá hve langt bann hún fær. Bandaríski miðillinn NBC segir að jafnvel þó að Valieva fái ekkert bann þá sé ólíklegt að hún verði með á næstu Vetrarólympíuleikum, á Ítalíu eftir fjögur ár. Það er vegna aldurs, þó að hún verði þá ekki nema 19 ára gömul. Arftakarnir farnir að vekja athygli Leikarnir í Peking eru nefnilega fjórðu leikarnir í röð þar sem að Rússar eru ekki með neinn keppanda í listhlaupi á skautum sem hefur haft reynslu af því að keppa á leikum. Þeir „framleiða“ einfaldlega svo marga keppendur í fremstu röð að nýir keppendur hafa tekið við keflinu að fjórum árum liðnum. Til að mynda er hin 14 ára gamla Adelila Petrosian þegar farin að vekja mikla athygli. „Þetta er mylla“ NBC bendir á að það hafi mikið vægi í listhlaupi á skautum að keppendur séu léttir en með mikinn styrk, og þess vegna séu táningar eins og Valieva í fremstu röð. Rússar sjái til þess að þeir eigi alltaf táningsstúlkur í fremstu röð og nýjar taki við þegar hinar nálgist þrítugsaldurinn. „Þetta er mylla. Þetta er kerfi þar sem að það er mikið magn sett inn í byrjun og síðan tekur við darwinísk martröð þar sem hinir hæfustu lifa af,“ segir Peter Donnelly, stjórnandi íþróttastefnumáladeildar háskólans í Toronto. „Ég held að það sé ólíklegt,“ sagði Donnelly um möguleikann á að Valieva keppi aftur á Vetrarólympíuleikum, „sérstaklega eftir það andlega áfall sem hún hefur gengið í gegnum síðustu daga.“ Rússar eignuðust gull- og silfurverðlaunahafa þrátt fyrir áfall Valievu því hinar 17 ára gömlu Anna Shcherbakova og Alexandra Trusova enduðu í efstu tveimur sætunum. Áður hafði Alina Zagitova tryggt Rússum ólympíugull fyrir fjórum árum og Adelina Sotnikova fyrir átta árum.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Vetrarólympíuleikar 2026 á Ítalíu Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira