Vesturbæjarliðið komst yfir strax á fimmtu mínútu með marki frá Stefáni Alexander Ljubicic áður en Kristján Flóki Finnbogason tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.
Ægir Jarl Jónasson skoraði þriðja og fjórða mark KR-inga með stuttu millibili rétt fyrir lok fyrri hálfleiks áður en Kristján Flóki Finnbogason sá til þess að staðan var 5-0 þegar gengið var til búningsherbergja með seinustu spyrnu fyrri hálfleiksins.
KR-ingar komust svo í 6-0 með marki frá Sigurði Bjarti Hallssyni á 53. mínútu, en Sergine Modus Fall klóraði í bakkann fyrir gestina rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok og þar við sat.
Niðurstaðan varð því 6-1 sigur KR-inga sem hafa unnið báða sína leiki í riðli þrjú og sitja á toppnum. Vestri situr hins vegar í fjórða sæti með eitt stig.