Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Árni Sæberg og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 20. febrúar 2022 19:35 Viktor Khrenin er varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Stöð 2 Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis. Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Rússar og Hvítrússar hafa haldið sameiginlegar heræfingar á undanförnum vikum sem átti að ljúka í dag. Varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands tilkynnti það hins vegar áðan að þeim yrði haldið áfram í ljósi spennunnar í austurhluta Úkraínu. „Þessar aðgerðir eiga fyrst og fremst að koma í veg fyrir stríð. Forseti okkar sagði það ekki bara einu sinni á fundunum. Við viljum ekki stríð. En þeir hlusta ekki á okkur eða þeir vilja ekki hlusta á okkur,“ segir Viktor Khrenin, varnarmálaráðherra Hvíta-Rússlands. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn eru staddir í Hvíta-Rússlandi en allt í allt eru Rússar taldir vera með allt að 190 þúsund hermenn við landamæri Úkraínu. Vestrænir ráðamenn segja hermennina hafa færst nær landamærunum á síðustu dögum. Þeir séu í startholunum fyrir innrás. Andrúmsloftið í Donbass, yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem eru hliðhollir Rússum, er vægast sagt rafmagnað. Donbass er á landamærum Rússlands og Úkraínu.Stöð 2 Erlendir fréttamiðlar greina nú frá því að Úkraínumenn sem hafa verið búsettir í nágrannalöndunum séu margir á leið til Úkraínu til að berjast fyrir heimaland sitt ef stríð brýst út. „Rússar bjuggust við að ofsahræðsla gripi um sig, allir myndu flytja til Evrópu, kaupa hveiti, pasta og mat. En við keyptum vopn, vélbyssur og skotfæri,“ segir Volodymyr Halyk, úkraínskur uppgjafahermaður. Reyna að semja um vopnahlé Vladimir Pútín og Emmanuel Macron samþykktu í dag að reyna að semja um vopnahlé í Donbas. Þá ætla þeir að halda ráðstefnu um framtíð Úkraínu sem allra fyrst. Forsetarnir tveir ræddu saman í síma í 105 mínútur í dag að sögn forsætisráðuneytis Frakklands. Svo virðist sem Rússar gætu verið tilbúnir að draga herlið sitt til baka og hætta við innrás í Úkraínu. Yfirvöld Kreml hafa staðfest yfirlýsingu Frakka þess efnis.
Úkraína Rússland Hernaður Átök í Úkraínu Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira