Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Ekki var notast við langdræga sjálfsprengidróna við árásina. Þess í stað var notast við skammdrægri dróna sem notaðir eru til að varpa sprengjum úr lofti. Bendir það til þess að drónunum hafi verið flogið frá öðru skipi eða landi sem verið var að sigla olíuskipinu framhjá. Erlent 19.12.2025 12:00
Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Evrópuleiðtogar hafa samþykkt að veita Úkraínu 90 milljarða evra lán til að mæta fjárhagslegum þörfum landsins næstu tvö árin en ekki náðist samkomulag um að nýta frystar eignir Rússlands til að fjármagna lánið. Erlent 19.12.2025 07:05
Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að „evrópsk svín“ hafi tekið höndum saman við fyrrverandi ríkisstjórn Bandaríkjanna, í þeim tilgangi að fella Rússland. Þeir hafi vonast til að græða á falli Rússlands og segir Pútín þá hafa talið að Rússland myndi fljótt falla. Erlent 17.12.2025 14:56
Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, birti í dag myndband sem hann tók á götum borgarinnar Kúpíansk. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og forsvarsmenn rússneska hersins héldu því fram í síðasta mánuði að borgin hefði verið hernumin að fullu en nú berast fregnir af því að Úkraínumenn séu að reka Rússa úr borginni. Erlent 12. desember 2025 13:53
Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára. Erlent 12. desember 2025 09:27
Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Bandaríkjastjórn vilja að Úkraínumenn dragi sig frá þeim svæðum þar sem þeir hafa ennþá yfirráð og að þar verði síðan komið á fríverslunarsvæði. Erlent 12. desember 2025 06:50
Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja Ráðamenn í Evrópu hafa varað kollega sína í Belgíu við því að standi þeir áfram í vegi þess að hald verði lagt á frysta sjóði Rússa, sem eru að miklu leyti í belgískum banka, verði mögulega komið fram við þá eins og Ungverja í framtíðinni. Til stendur að reyna að samþykkja aðgerðirnar á leiðtogafundi eftir viku en Bandaríkjamenn hafa einnig reynst Þrándur í götu Evrópumanna. Erlent 11. desember 2025 15:23
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Viðræður um frið í Úkraínu virðast enn engum árangri ætla að skila, nema kannski fyrir Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Samband Bandaríkjanna og Evrópu hefur beðið mikla hnekki á undanförnum vikum og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sífellt líklegri til að þvo hendur sínar alfarið af stríðinu í Úkraínu. Erlent 11. desember 2025 07:03
Ísland verður ekki með í Eurovision Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis. Innlent 10. desember 2025 16:17
„Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Stjórn Ríkisútvarpsins tekur ákvörðun á stjórnarfundi á fundi sínum sem hefst klukkan 15 hvort Ísland muni draga sig úr keppni í ár. Boðað hefur verið til samstöðufundar við RÚV klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, hvetur stjórnina til að taka ekki þátt. Lífið 10. desember 2025 09:36
Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segist reiðubúinn til að halda kosningar á næstu þremur mánuðum, að gefnu samþykki úkraínska þingsins og aðstoð bandamanna. Erlent 10. desember 2025 06:47
Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur Evrópu í hnignun og að heimsálfan sé leidd af „veikburða“ leiðtogum og sumum heimskum. Hann gerir lítið úr Evrópumönnum fyrir að stöðva ekki flæði innflytjenda til heimsálfunnar og fyrir að geta ekki bundið enda á innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 9. desember 2025 13:35
Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Evrópuleiðtogar lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínu og Vólódimír Selenskí forseta á fundi í Downing-stræti í gær en Selenskí sætir nú miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta Rússum eftir stóran hluta landsins. Erlent 9. desember 2025 06:53
Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er mættur til Englands, þar sem hann fundar með Keir Starme forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseta Frakklands og Friedrich Merz kanslara Þýskalands. Selenskí segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir. Erlent 8. desember 2025 14:18
Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði við blaðamenn í gærkvöldi að Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti væri ekki reiðubúinn til að skrifa undir friðartillögur Bandaríkjamanna. Erlent 8. desember 2025 06:20
Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans, ýjaði að því á ráðstefnu í Katar í dag að faðir hans gæti hætt stuðningi við Úkraínu. Hann hélt langan reiðilestur yfir stjórnvöldum í Kænugarði og viðleitni þeirra til að halda áfram að verja sig. Erlent 7. desember 2025 19:54
„Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Rússlandsstjórn fagnar nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna ákaft. Talsmaður Kremlar segir hana að miklu leyti samræmda stefnu Rússa. Erlent 7. desember 2025 18:06
,,Friðardúfan“ Pútín Nú nálgast jólin óðfluga, landinn keppist við að kaupa jólagjafir og ,,strauja“ kort og vefsíður, í leit að hinni einu sönnu lukku. Það virðist allt vera í sómanum (að mestu leyti) hjá níundu ríkustu þjóð heims, sem blessunarlega hefur nánast alveg sloppið við stríð og þær hörmungar sem fylgja þeim. Skoðun 7. desember 2025 15:02
Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti heldur til Bretlands á mánudaginn þar sem hann mun funda með Keir Starmer forsætisráðherra, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Friedrich Merz Þýskalandskanslara í Downing-stræti og upplýsa þá um stöðu yfirstandandi viðræðna milli bandarískra og úkraínskra erindreka um mögulegan friðarsáttmála. Erlent 6. desember 2025 23:19
Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Steinhvelfingin utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu getur ekki uppfyllt hlutverk sitt um að stöðva geislun, samkvæmt Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni. Sprengjudróni hafnaði á hvelfingunni í febrúar. Erlent 6. desember 2025 10:46
„Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sænska skíðastjarnan Linn Svahn lét þau orð falla í október að það kæmi til greina að sleppa Ólympíuleikunum ef Rússar fengju að taka þátt. Sport 6. desember 2025 07:02
Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. Erlent 5. desember 2025 16:00
Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er sögð hafa lagt fram tvær tillögur um hvernig Evrópuríkin gætu aðstoðað Úkraínumenn við að fjármagna baráttu sína gegn Rússum næstu tvö árin. Erlent 5. desember 2025 09:11
Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Vladimir Pútín Rússlandsforseti ítrekaði hótanir sínar gagnvart Úkraínu í viðtali við India Today í gær og sagði að annað hvort myndu Úkraínumenn hörfa frá Donbas eða verða hraktir þaðan með hernaðarvaldi. Erlent 5. desember 2025 06:26