„Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa ákveðið að senda erindreka á fund við rússneska sendinefnt í Istanbúl í Tyrklandi, þótt Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hafi sent lágt setta erindreka. Það segist Selenskí hafa gert af virðingu við Donald Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Bandaríkjanna og Tyrklands. Erlent 15.5.2025 15:43
Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Ráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á óformlegum fundi í Tyrklandi. Þar ræddu þeir meðal annars væntanlega mikla aukningu í framlögum til varnarmála, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, og undirbúning fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Haag í sumar. Erlent 15.5.2025 14:06
Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Sendinefndir frá bæði Úkraínu og Rússlandi verða í Tyrklandi í dag en óljóst er hvort þær munu í raun hittast. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, neitaði að hitta Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í persónu og sendi þess í stað tiltölulega lágt setta erindreka. Erlent 15.5.2025 10:22
Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. Erlent 11. maí 2025 08:12
Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður yfir því hver erfiðlega honum hefur gengið að binda enda á átök sem hann hafði heitið að stöðva fljótt. Fyrir forsetakosningarnar í fyrra hafði forsetinn heitið því að stöðva átökin í Úkraínu og á Gasaströndinni mjög fljótt. Erlent 10. maí 2025 15:25
Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir þátttöku dáta hans í stríðinu í Úkraínu og í Rússlandi vera réttláta. Norður-Kórea hafi nýtt fullveldi sitt til að koma bræðraþjóð til aðstoðar. Erlent 10. maí 2025 09:43
Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er stödd í Osló á fundi um varnarmál með fulltrúum Norðurlanda, Eystrasaltsríkja og fleiri ríkja sem tilheyra JEF-ríkjunum. Innlent 9. maí 2025 12:53
Samþykktu Trump-samninginn einróma Úkraínska þingið hefur samþykkt samning við Bandaríkin um nýtingu auðlinda í Úkraínu. Samningurinn felur í sér að Bandaríkjamenn muni fá aðgang að auðlindum í Úkraínu og taka þátt í uppbyggingu þar í landi og vonast Úkraínumenn til þess að samningurinn opni á frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Erlent 8. maí 2025 12:26
Einhliða vopnahlé Rússa hafið Þriggja sólarhringa vopnahlé sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti boðaði í Úkraínu hefur tekið gildi. Tilefni vopnahlésins er að áttatíu ár eru liðin frá lokum seinni hemisstyrjaldar. Erlent 7. maí 2025 23:40
Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Donald Trump Bandaríkjaforseti er spenntur fyrir komandi heimsmeistarakeppni í fótbolta sem fer fram í Bandaríkjunum, Mexikó og Kanada næsta sumar. Fótbolti 7. maí 2025 22:30
Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Líklegast er talið að vestræn ríki þurfi að bera milljarða króna kostnaðinn vegna skemmda sem urðu á steinhvelfingu utan um Tsjernobyl-kjarnorkuverið í Úkraínu við drónaárás Rússa í vetur. Erlent 7. maí 2025 15:59
Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. Erlent 6. maí 2025 11:40
Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Ráðamenn í Rússlandi segjast hafa þurft að loka flugvöllum í Moskvu í nokkrar klukkustundir vegna drónaárása Úkraínumanna. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir 105 dróna hafa verið skotna niður í nótt, víðsvegar yfir Rússlandi. Erlent 6. maí 2025 06:40
Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Aldrei síðan í fyrri heimsstyrjöldinni hafa jafn mörg stríð geysað í heiminum og nú. Bæði hefur fjöldi stríða og átaka farið vaxandi á heimsvísu og þá er að eiga sér stað aukin hervæðing samkvæmt nýrri rannsókn. Erlent 5. maí 2025 12:39
Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Vladímír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa ekki hafa þurft að nota kjarnorkuvopn í Úkraínu og vonast hann til þess að þeirra verði ekki þörf. Hann telur styrk rússneska hersins nægilega mikinn til að leiða átökin „rökrétt“ til lykta. Erlent 4. maí 2025 11:04
Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Útsendarar leyniþjónusta Rússlands hafa notað samfélagsmiðla til að fá unga Úkraínumenn til að gera sprengjuárásir í Úkraínu. Í einhverjum tilfellum hefur fólkið ekki vitað að það bæri sprengju og hefur þó óafvitandi verið gert að sjálfsmorðssprengjumönnum. Erlent 2. maí 2025 16:09
Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Rússar tóku úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna höndum sumarið 2023 nærri kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu. Skoðun 2. maí 2025 10:03
Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Bandaríkin hafa tilkynnt um undirritun samnings við Úkraínu um nýtingu auðlinda þar í landi. Samningurinn mun veita Bandaríkjamönnum aðgang að sjaldgæfum jarðefnum sem finna má í Úkraínu. Erlent 30. apríl 2025 23:21
Glittir í að Trump beiti loksins Rússa þrýstingi – eða snýr hann baki við Úkraínu? Með Trump varð sú grundvallarbreyting á stefnu Bandaríkjanna að upp kom óvissa um hvort Úkraína nyti yfir höfuð stuðnings þeirra gegn Rússum. Einnig varð til óvissa um afstöðu Bandaríkjanna til Rússlands og Pútín-stjórnarinnar. Markmiðið virtist allt að því vera að vingast við Pútín á kostnað Úkraínu. Standa með andstæðingi NATO á örlagatímum í Evrópu. Umræðan 30. apríl 2025 14:08
Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands. Erlent 30. apríl 2025 13:48
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Friðarviðleitni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og erindreka hans virðist ekki ætla að bera árangur. Trump virðist þreyttur á að reyna að stilla til friðar og hefur hann sakað Úkraínumenn og Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, um að standa í vegi friðar með því að vilja ekki verða við umfangsmiklum kröfum Rússa og þá sérstaklega fyrir það að vilja ekki viðurkenna tilkall Rússa til Krímskaga. Erlent 30. apríl 2025 07:31
Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Í dag er ár liðið frá því Alþingi samþykkti með þverpólitískri samstöðu þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu til ársins 2028. Í þingsályktuninni segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu sé alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja. Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu standi stjórnvöld vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfið og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Skoðun 29. apríl 2025 10:02
Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sagðist ætla að lýsa yfir einhliða vopnahléi í Úkraínu í þrjá sólarhringa í næstu viku þegar Rússar fagna því að áttatíu ár eru liðin frá sigri á nasistum í síðari heimsstyrjöldinni. Úkraínumenn gefa lítið fyrir yfirlýsingar forsetans. Erlent 28. apríl 2025 15:02
Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Karlmaður sem rússnesk yfirvöld hafa í haldi vegna morðs á hátt settum herforingja fyrir helgi er sagður hafa játað sök og halda því fram að hann hafi fengið greitt frá Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um morðið. Erlent 28. apríl 2025 10:17