Vilja að styttu af Leópold konungi verði breytt í minnisvarða um kongósk fórnarlömb Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. febrúar 2022 07:39 Sérstök nefnd hefur lagt til að þessari styttu af Leópold II verði breytt í minnisvarða um kongósk fórnarlömb hans. Getty/ Jean-Christophe Guillaume Nefnd á vegum borgarstjórnarinnar í Brussel hefur lagt það til að bronsstyttu af Leópold II, Belgakonungi, verði brædd og henni breytt í minnisvarða um milljónirnar sem fórust á valdatíma hans í belgísku Kongó. Nefndin er skipuð sagnfræðingum, arkítektum og fleiri sérfræðingum en hún lagði til tvær breytingar um styttuna, sem reist var á 19. öld: Annars vegar að hún verði brædd og henni breytt í fyrrnefndan minnisvarða og að opnaður verði styttugarður þar sem styttan af Leópold og fleiri umdeildar styttur verða geymdar og fólk frætt um nýlendutíð Belgíu og allt sem henni fylgdi. Tillögurnar koma fram í rúmlega 250 blaðsíðna skýrslu nefndarinnar sem skipuð var til að afnýlenduvæða almenningssvæði í Brussel. Nefndin var skipuð í kjölfar mótmæla í borginni sumarið 2020, sem hófust vegna Black Lives Matter mótmælanna í Bandaríkjunum sama sumar. Styttan af Leópold konungi er staðsett í miðborg Brussel nærri konungshöllinni og varð miðpunktur mótmælanna. Mótmælin þetta sumar voru þau stærstu í Brussel þar sem kynþáttafordómum og -mismunun hefur verið mótmælt. Víða í Brussel má finna minnisvarða um nýlendutíð Belga. Belgar voru í hópi þeirra þjóða sem kepptist um yfirráðasvæði í Afríku á nítjándu öld. Leópold II stjórnaði Kongó, eins og léni, á árunum 1885 til 1908 en milljónir Kongóbúa létust af hendi nýlenduherranna, af sulti eða sjúkdómum. Árið 1908 tók belgíska ríkið við yfirráðum yfir Kongó og stjórnaði því til ársins 1960. Á tímabilinu tók belgíska ríkið við stjórn Rúanda og Búrúndí, eftir að Þýskaland afhenti nýlendurnar í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar. Belgía Austur-Kongó Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira
Nefndin er skipuð sagnfræðingum, arkítektum og fleiri sérfræðingum en hún lagði til tvær breytingar um styttuna, sem reist var á 19. öld: Annars vegar að hún verði brædd og henni breytt í fyrrnefndan minnisvarða og að opnaður verði styttugarður þar sem styttan af Leópold og fleiri umdeildar styttur verða geymdar og fólk frætt um nýlendutíð Belgíu og allt sem henni fylgdi. Tillögurnar koma fram í rúmlega 250 blaðsíðna skýrslu nefndarinnar sem skipuð var til að afnýlenduvæða almenningssvæði í Brussel. Nefndin var skipuð í kjölfar mótmæla í borginni sumarið 2020, sem hófust vegna Black Lives Matter mótmælanna í Bandaríkjunum sama sumar. Styttan af Leópold konungi er staðsett í miðborg Brussel nærri konungshöllinni og varð miðpunktur mótmælanna. Mótmælin þetta sumar voru þau stærstu í Brussel þar sem kynþáttafordómum og -mismunun hefur verið mótmælt. Víða í Brussel má finna minnisvarða um nýlendutíð Belga. Belgar voru í hópi þeirra þjóða sem kepptist um yfirráðasvæði í Afríku á nítjándu öld. Leópold II stjórnaði Kongó, eins og léni, á árunum 1885 til 1908 en milljónir Kongóbúa létust af hendi nýlenduherranna, af sulti eða sjúkdómum. Árið 1908 tók belgíska ríkið við yfirráðum yfir Kongó og stjórnaði því til ársins 1960. Á tímabilinu tók belgíska ríkið við stjórn Rúanda og Búrúndí, eftir að Þýskaland afhenti nýlendurnar í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar.
Belgía Austur-Kongó Kynþáttafordómar Styttur og útilistaverk Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Sjá meira