Er lögreglan yfir gagnrýni hafin? Rúnar Freyr Júlíusson skrifar 21. febrúar 2022 12:01 Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Í sakleysi mínu taldi ég að um helgina hefðum við verið að nýta málfrelsi okkar í lýðræðisríki, en málið er greinilega ekki svo einfalt. Sjáðu til, lögreglan hefur engan eiginleika til þess að vinna sína vinnu ef múgurinn dirfist til þess að segja sína skoðun á aðgerðum hennar. Mikið er ég feginn að Brynjar fræddi mig í þessum málum. Brynjar sjálfur, sem og Bjarni Benediktsson, hafa varpað fram þeirri spurningu um hvort að blaðamenn séu yfir lög hafnir. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt fleirum, virðist þó sjálfur halda að lögreglan sé yfir gagnrýni hafin. Að það stofni lögreglunni sem stofnun einhvern veginn í hættu að tjá sig um störf hennar. Af spurningunum tveimur tel ég þessa mun mikilvægari og viðhorf Brynjars gagnvart henni hreinlega stórhættulegt. Af öllum stofnunum samfélagsins er það lögreglan sem brýnast er að almenningur hafi eftirlit með. Þegar það reynist nauðsynlegt í þágu samfélagsins að svipta fólk frelsi eða beita það líkamlegu valdi í nafni ríkisins er lögreglan ein með leyfi til þess. Þetta hlutverk má teljast nauðsynlegt, en það gefur auga leið að slíkt vald er vandmeðfarið og auðvelt að misnota. Viljum við búa í samfélagi þar sem lögreglan þarf ekki að svara til almennings? Þar sem góður samfélagsþegn er sá sem þegir og hlýðir, sama hvað gengur á? Slík samfélög er að finna víða um heim og ég leyfi mér að efast um að lesendur séu æstir í að flytja til þeirra ríkja. Ég er ekki sannfærður um að ég geti sagt það sama um aðstoðarmann dómsmálaráðherra. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Samherjaskjölin Lögreglan Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Í sakleysi mínu taldi ég að um helgina hefðum við verið að nýta málfrelsi okkar í lýðræðisríki, en málið er greinilega ekki svo einfalt. Sjáðu til, lögreglan hefur engan eiginleika til þess að vinna sína vinnu ef múgurinn dirfist til þess að segja sína skoðun á aðgerðum hennar. Mikið er ég feginn að Brynjar fræddi mig í þessum málum. Brynjar sjálfur, sem og Bjarni Benediktsson, hafa varpað fram þeirri spurningu um hvort að blaðamenn séu yfir lög hafnir. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt fleirum, virðist þó sjálfur halda að lögreglan sé yfir gagnrýni hafin. Að það stofni lögreglunni sem stofnun einhvern veginn í hættu að tjá sig um störf hennar. Af spurningunum tveimur tel ég þessa mun mikilvægari og viðhorf Brynjars gagnvart henni hreinlega stórhættulegt. Af öllum stofnunum samfélagsins er það lögreglan sem brýnast er að almenningur hafi eftirlit með. Þegar það reynist nauðsynlegt í þágu samfélagsins að svipta fólk frelsi eða beita það líkamlegu valdi í nafni ríkisins er lögreglan ein með leyfi til þess. Þetta hlutverk má teljast nauðsynlegt, en það gefur auga leið að slíkt vald er vandmeðfarið og auðvelt að misnota. Viljum við búa í samfélagi þar sem lögreglan þarf ekki að svara til almennings? Þar sem góður samfélagsþegn er sá sem þegir og hlýðir, sama hvað gengur á? Slík samfélög er að finna víða um heim og ég leyfi mér að efast um að lesendur séu æstir í að flytja til þeirra ríkja. Ég er ekki sannfærður um að ég geti sagt það sama um aðstoðarmann dómsmálaráðherra. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun