Er lögreglan yfir gagnrýni hafin? Rúnar Freyr Júlíusson skrifar 21. febrúar 2022 12:01 Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Í sakleysi mínu taldi ég að um helgina hefðum við verið að nýta málfrelsi okkar í lýðræðisríki, en málið er greinilega ekki svo einfalt. Sjáðu til, lögreglan hefur engan eiginleika til þess að vinna sína vinnu ef múgurinn dirfist til þess að segja sína skoðun á aðgerðum hennar. Mikið er ég feginn að Brynjar fræddi mig í þessum málum. Brynjar sjálfur, sem og Bjarni Benediktsson, hafa varpað fram þeirri spurningu um hvort að blaðamenn séu yfir lög hafnir. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt fleirum, virðist þó sjálfur halda að lögreglan sé yfir gagnrýni hafin. Að það stofni lögreglunni sem stofnun einhvern veginn í hættu að tjá sig um störf hennar. Af spurningunum tveimur tel ég þessa mun mikilvægari og viðhorf Brynjars gagnvart henni hreinlega stórhættulegt. Af öllum stofnunum samfélagsins er það lögreglan sem brýnast er að almenningur hafi eftirlit með. Þegar það reynist nauðsynlegt í þágu samfélagsins að svipta fólk frelsi eða beita það líkamlegu valdi í nafni ríkisins er lögreglan ein með leyfi til þess. Þetta hlutverk má teljast nauðsynlegt, en það gefur auga leið að slíkt vald er vandmeðfarið og auðvelt að misnota. Viljum við búa í samfélagi þar sem lögreglan þarf ekki að svara til almennings? Þar sem góður samfélagsþegn er sá sem þegir og hlýðir, sama hvað gengur á? Slík samfélög er að finna víða um heim og ég leyfi mér að efast um að lesendur séu æstir í að flytja til þeirra ríkja. Ég er ekki sannfærður um að ég geti sagt það sama um aðstoðarmann dómsmálaráðherra. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Samherjaskjölin Lögreglan Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var einn af þeim fjölmörgu sem saman unnu að því að efla til mótmæla nú um helgina, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Mótmælin, bæði sunnan og norðan heiða, fóru fram á friðsælan hátt. Þess vegna þykir mér afskaplega skrýtið að vera einn af þeim sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sakar um að vega að störfum lögreglu. Í sakleysi mínu taldi ég að um helgina hefðum við verið að nýta málfrelsi okkar í lýðræðisríki, en málið er greinilega ekki svo einfalt. Sjáðu til, lögreglan hefur engan eiginleika til þess að vinna sína vinnu ef múgurinn dirfist til þess að segja sína skoðun á aðgerðum hennar. Mikið er ég feginn að Brynjar fræddi mig í þessum málum. Brynjar sjálfur, sem og Bjarni Benediktsson, hafa varpað fram þeirri spurningu um hvort að blaðamenn séu yfir lög hafnir. Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ásamt fleirum, virðist þó sjálfur halda að lögreglan sé yfir gagnrýni hafin. Að það stofni lögreglunni sem stofnun einhvern veginn í hættu að tjá sig um störf hennar. Af spurningunum tveimur tel ég þessa mun mikilvægari og viðhorf Brynjars gagnvart henni hreinlega stórhættulegt. Af öllum stofnunum samfélagsins er það lögreglan sem brýnast er að almenningur hafi eftirlit með. Þegar það reynist nauðsynlegt í þágu samfélagsins að svipta fólk frelsi eða beita það líkamlegu valdi í nafni ríkisins er lögreglan ein með leyfi til þess. Þetta hlutverk má teljast nauðsynlegt, en það gefur auga leið að slíkt vald er vandmeðfarið og auðvelt að misnota. Viljum við búa í samfélagi þar sem lögreglan þarf ekki að svara til almennings? Þar sem góður samfélagsþegn er sá sem þegir og hlýðir, sama hvað gengur á? Slík samfélög er að finna víða um heim og ég leyfi mér að efast um að lesendur séu æstir í að flytja til þeirra ríkja. Ég er ekki sannfærður um að ég geti sagt það sama um aðstoðarmann dómsmálaráðherra. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun