„Hún var ekki valin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2022 15:54 Karen Knútsdóttir er ein fárra sem hafa leikið hundrað landsleiki fyrir kvennalandsliðið í handbolta. vísir/bára Arnar Pétursson segir að Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, hafi einfaldlega ekki verið valin í íslenska landsliðið í handbolta sem mætir Tyrklandi í tveimur leikjum í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“ Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Arnar tilkynnti nítján manna æfingahóp sinn fyrir leikina tvo sem fara fram 2. og 6. mars. Sextán leikmenn eru í hóp á leikdegi. „Það er sem betur fer alltaf erfitt að velja leikmenn í þessi verkefni. Maður þarf að velta ýmsu fyrir sér,“ sagði Arnar við Vísi í dag. Íslenska liðið kemur saman á föstudaginn, æfir á laugardaginn og flýgur svo út til Tyrklands eldsnemma á sunnudaginn. „Það er verið að spila í deild og bikar á fimmtudagskvöldið og föstudagurinn fer bara í fundi og endurheimt. Við æfum tvisvar á laugardaginn og förum svo út til Istanbúl á sunnudaginn. Svo tökum við innanlandsflug til Kastamonu á mánudaginn,“ sagði Arnar. Fyrri leikurinn gegn Tyrklandi fer fram á miðvikudaginn og seinni leikurinn á Ásvöllum sunnudaginn 6. mars. Nota Söndru og Rut áfram á miðjunni Athygli vekur að Karen Knútsdóttir er ekki í hópnum. Hún er bæði einn leikja- og markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og var fyrirliði þess um tíma. „Hún var ekki valin,“ sagði Arnar aðspurður hvort Karen sé meidd eða hafi ekki gefið kost á sér í landsliðið. „Í síðustu tveimur verkefnum höfum við notað bæði Söndru [Erlingsdóttir] og Rut [Jónsdóttur] á miðjunni og þær hafa staðið sig mjög vel. Við spilum áfram á því.“ Framtíðarleikmenn Tveir ungir leikmenn sem hafa ekki áður leikið keppnisleik með landsliðinu, Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (HK) og Rakel Sara Elvarsdóttir (KA/Þór), eru í æfingahópnum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (númer 19) lék sína fyrstu landsleiki gegn Tékkum síðasta haust.vísir/Hulda Margrét „Rakel Sara hefur staðið sig gríðarlega vel undanfarin tvö tímabil og er framtíðarleikmaður. Sama með Jóhönnu. Hún er ung, hávaxin og sterk skytta sem ég bind miklar vonir við. Við kipptum henni inn núna, komum henni aðeins nær því sem við erum að gera og hjálpum henni að taka næstu skref í þessum bolta,“ sagði Arnar. Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og því opnaðist pláss fyrir Jóhönnu. Förum ekkert fram úr okkur Ísland er í 3. sæti riðils 6 í undankeppni EM 2022. Íslendingar steinlágu fyrir Svíum, 30-17, í fyrsta leik sínum en unnu svo góðan sigur á Serbum, 23-21. Hann gerir hlutina ansi áhugaverða upp á framhaldið að gera en tvö efstu liðin komast á EM. Arnar er samt með báða fætur kyrfilega á jörðinni. Íslendingar fagna sigrinum á Serbum síðasta haust.vísir/Jónína „Ég er bara á sama stað og ég var áður en við fórum af stað í þessum riðli. Við náðum vissulega mjög góðum úrslitum gegn Serbum og spiluðum mjög vel þar. Við förum samt ekkert fram úr okkur. Við einbeitum okkur áfram að því að bæta okkar leik, bæði í vörn og sókn. Það er langt síðan Ísland komst á stórmót kvenna. Okkur langar þangað en gerum okkur grein fyrir því að það gæti þurft nokkur skref. Við tökum þau vonandi í réttri röð og hægt og örugglega fram á við,“ sagði Arnar. Eiga lið í Meistaradeildinni Þótt Tyrkir hafi tapað báðum leikjum sínum í riðlinum segir Arnar þá ekki vera neina aukvisa. „Þetta er verðugt verkefni og þær eru með gott lið. Það eru kannski ekki margir sem vita það að tyrkneskur kvennahandbolti hefur verið í mikilli framför og þær eiga til að mynda lið í Meistaradeild Evrópu [Kastamonu Bld. GSK] sem spilar við bestu lið í heimi nánast í hverri viku. Það er gæðastimpill,“ sagði Arnar. „Þetta verður erfitt og við þurfum að eiga okkar bestu leiki ef við ætlum að halda áfram að bæta okkur og ná góðum úrslitum.“
Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira