Hlutverk hönnunar í grænu byltingunni Ragna Sara Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 16:01 Það er sannarlega jákvætt að sjá fjárfesta og fyrirtæki uppgvöta nauðsyn þess að hrinda verði af stað tafarlaust svokallaðri grænni umbyltingu. Nú nýverið spáði Larry Fink, forstjóri BlackRock eignastýringar því að einhyrningar (vaxtarmestu sprotafyrirtækin) næsta áratugar muni vera á sviði tækni í þágu loftslagsins. Hann spáir gríðarlegri aukningu á fjárfestingum í þessum málaflokki. Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa sömuleiðis nýverið skrifað undir viljayfirlýsingu um að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Nýverið ákváðu Samtök iðnaðarins jafnframt að tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu til þess að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta. Við þessi tíðindi er áhugavert að kafa dýpra og spyrja sig hvað þarf til að ná árangri í grænni umbreytingu. Til að byrja með er mikilvægt að átta sig á að þessi græna umbylting mun ekki eingöngu gerast með tæknilegri nýsköpun nokkura einhyrninga eins og stundum má skilja af fyrirsögnum og umræðu. Það væri frábært ef tæknibreytingar gætu bjargað heiminum, en umbreytingin sem þarf að eiga sér stað þarf að vera mun breiðari. Við höfum búið yfir umhverfisvænni tækni á mörgum sviðum í langan tíma en samt hefur lítið gerst í því hvernig við tileinkum okkur þá tækni. Til að ná árangri þurfa tæknibreytingar, hönnun, lífsstíll og sameiginlegt átak allrar hlekkja í virðiskeðjunni allt frá hönnun til áhuga og vals neytenda að koma saman. 80% af umhverfisáhrifum vöru eru ákvörðuð í hönnunarferlinu Ef við skoðum vöruþróun og tækifærin þar til að stuðla að grænni umbreytingu þá sýna rannsóknir að um 80% af umhverfisfótspori vöru er ákvarðað í hönnunarferlinu. Snjöll vöruhönnun þar sem sóun hráefna er lágmörkuð, ending hámörkuð og hugsað er fyrir auðveldri endurvinnslu getur nú þegar haft mjög mikil áhrif á kolefnisfótspor og orkunýtingu. Hringrásarvæn hráefni sem endurnýta úrgang á virðisaukandi hátt eru þegar farin að koma fram í auknum mæli. Það er jákvætt, ekki nóg að skapa hringrásarvæn hráefni með nýrri tækni, mikilvægt er að finna nýjum hráefnum réttan farveg í umhverfisvænni lausnum sem standast samkeppni og eru valin af neytendum. Þar kemur hönnunarferlið sterkt til sögunnar þar sem hráefnin er prófuð og hönnuð til að fara í réttan framtíðarfarveg sem hefur jákvæð áhrif. Ekki má heldur gleyma mikilvægi ákvarðana neytenda og stjórnenda fyrirtækja þegar kemur að því að breyta hegðun sinni og velja umhverfisvænar lausnir í stað þeirra sem hafa hátt umhverfis- eða kolefnisfótspor. Sameiginlegt verkefni allra aðila er að skipta út gamalli hönnun og framleiðsluferlum í umhverfisvænni vörur með markmið um kolefnishlutleysi að leiðarljósi. Fjárfestingar eru mjög mikilvægar til að hafa áhrif á þróun framtíðarinnar. Val á fjáfestingum mun miklu máli skipta bæði fyrir áhrif fjárfestinganna og ávöxtun fjármagnseigenda. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er nóg að breyta einum hluta keðjunnar til að ná árangri í grænu byltingunni, til þess þurfa margir samverkandi þættir og vilji að koma saman. Um er að ræða endurhönnun á ferli heimsins sem verður gerð með hjálp tækni og vali okkar allra um breytingar. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi FÓLK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Umhverfismál Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er sannarlega jákvætt að sjá fjárfesta og fyrirtæki uppgvöta nauðsyn þess að hrinda verði af stað tafarlaust svokallaðri grænni umbyltingu. Nú nýverið spáði Larry Fink, forstjóri BlackRock eignastýringar því að einhyrningar (vaxtarmestu sprotafyrirtækin) næsta áratugar muni vera á sviði tækni í þágu loftslagsins. Hann spáir gríðarlegri aukningu á fjárfestingum í þessum málaflokki. Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa sömuleiðis nýverið skrifað undir viljayfirlýsingu um að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum fram til ársins 2030. Nýverið ákváðu Samtök iðnaðarins jafnframt að tileinka árið 2022 grænni iðnbyltingu til þess að vekja athygli á mikilvægi grænna umskipta. Við þessi tíðindi er áhugavert að kafa dýpra og spyrja sig hvað þarf til að ná árangri í grænni umbreytingu. Til að byrja með er mikilvægt að átta sig á að þessi græna umbylting mun ekki eingöngu gerast með tæknilegri nýsköpun nokkura einhyrninga eins og stundum má skilja af fyrirsögnum og umræðu. Það væri frábært ef tæknibreytingar gætu bjargað heiminum, en umbreytingin sem þarf að eiga sér stað þarf að vera mun breiðari. Við höfum búið yfir umhverfisvænni tækni á mörgum sviðum í langan tíma en samt hefur lítið gerst í því hvernig við tileinkum okkur þá tækni. Til að ná árangri þurfa tæknibreytingar, hönnun, lífsstíll og sameiginlegt átak allrar hlekkja í virðiskeðjunni allt frá hönnun til áhuga og vals neytenda að koma saman. 80% af umhverfisáhrifum vöru eru ákvörðuð í hönnunarferlinu Ef við skoðum vöruþróun og tækifærin þar til að stuðla að grænni umbreytingu þá sýna rannsóknir að um 80% af umhverfisfótspori vöru er ákvarðað í hönnunarferlinu. Snjöll vöruhönnun þar sem sóun hráefna er lágmörkuð, ending hámörkuð og hugsað er fyrir auðveldri endurvinnslu getur nú þegar haft mjög mikil áhrif á kolefnisfótspor og orkunýtingu. Hringrásarvæn hráefni sem endurnýta úrgang á virðisaukandi hátt eru þegar farin að koma fram í auknum mæli. Það er jákvætt, ekki nóg að skapa hringrásarvæn hráefni með nýrri tækni, mikilvægt er að finna nýjum hráefnum réttan farveg í umhverfisvænni lausnum sem standast samkeppni og eru valin af neytendum. Þar kemur hönnunarferlið sterkt til sögunnar þar sem hráefnin er prófuð og hönnuð til að fara í réttan framtíðarfarveg sem hefur jákvæð áhrif. Ekki má heldur gleyma mikilvægi ákvarðana neytenda og stjórnenda fyrirtækja þegar kemur að því að breyta hegðun sinni og velja umhverfisvænar lausnir í stað þeirra sem hafa hátt umhverfis- eða kolefnisfótspor. Sameiginlegt verkefni allra aðila er að skipta út gamalli hönnun og framleiðsluferlum í umhverfisvænni vörur með markmið um kolefnishlutleysi að leiðarljósi. Fjárfestingar eru mjög mikilvægar til að hafa áhrif á þróun framtíðarinnar. Val á fjáfestingum mun miklu máli skipta bæði fyrir áhrif fjárfestinganna og ávöxtun fjármagnseigenda. Mikilvægt er að átta sig á að ekki er nóg að breyta einum hluta keðjunnar til að ná árangri í grænu byltingunni, til þess þurfa margir samverkandi þættir og vilji að koma saman. Um er að ræða endurhönnun á ferli heimsins sem verður gerð með hjálp tækni og vali okkar allra um breytingar. Höfundur er frumkvöðull og stofnandi FÓLK.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar