Evrópumeistararnir fara með tveggja marka forystu til Frakklands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 21:53 Christian Pulisig skoraði seinna mark Chelsea í kvöld. Shaun Botterill/Getty Images Evrópumeistarar Chelsea unnu 2-0 sigur gegn Frakklandsmeisturum Lille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Chelsea byrjuðu af miklum krafti og ógnuðu marki gestanna ítrekað í upphafi leiks. Það skilaði sér strax á áttundu mínútu þegar Kai Havertz stangaði hornspyrnu Hakim Ziyech í netið og kom Chelsea í 1-0. Þrátt fyrir nokkur álitleg færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst hvorugu liðinu að koma boltanum yfir marklínuna og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Liðin mættu ákveðin til leiks í síðari hálfleik og fengu bæði ágætis færi á upphafsmínútu hálfleiksins. Það var þó ekki fyrr en á 63. mínútu sem seinna mark leiksins leit dagsins ljós þegar Christian Pulisic batt andahnútinn á vel útfærða skyndisókn heimamanna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Lundúnaliðsins og þeir fara með tveggja marka forskot inn í seinni leik liðanna sem fram fer í Frakklandi þann 16. mars. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Evrópumeistarar Chelsea unnu 2-0 sigur gegn Frakklandsmeisturum Lille í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Heimamenn í Chelsea byrjuðu af miklum krafti og ógnuðu marki gestanna ítrekað í upphafi leiks. Það skilaði sér strax á áttundu mínútu þegar Kai Havertz stangaði hornspyrnu Hakim Ziyech í netið og kom Chelsea í 1-0. Þrátt fyrir nokkur álitleg færi það sem eftir lifði fyrri hálfleiks tókst hvorugu liðinu að koma boltanum yfir marklínuna og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Liðin mættu ákveðin til leiks í síðari hálfleik og fengu bæði ágætis færi á upphafsmínútu hálfleiksins. Það var þó ekki fyrr en á 63. mínútu sem seinna mark leiksins leit dagsins ljós þegar Christian Pulisic batt andahnútinn á vel útfærða skyndisókn heimamanna. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur Lundúnaliðsins og þeir fara með tveggja marka forskot inn í seinni leik liðanna sem fram fer í Frakklandi þann 16. mars.