Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. febrúar 2022 17:57 Elín Björk segir útlit fyrir lægðargang næstu vikuna. Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, ræddi stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir það hvernig febrúarmánuðurinn hefur verið. „Hann hefur verið svolítið kaldur og hann hefur auðvitað verið illviðrasamur, tvær rauðar viðvaranir í sama mánuðinum er svolítið yfirdrifið,“ sagði Elín en vísaði til þess að veturinn 2019-2020 hafi verið svipaður, sem og veturinn 2014-2015. „Þannig þetta gerist á nokkra ára fresti, að við fáum svona samliggjandi janúar og febrúar, eða desember, janúar og febrúar, þar sem við erum á þessari lægðarbraut og þá ganga þær yfir okkur á færibandi, lægðirnar,“ sagði Elín. Ekki hægt að hrósa sigri strax Í bæði skiptin sem rauðar viðvaranir voru gefnar út í þessum mánuði myndaðist veðrið af sömu ástæðu þar sem kalt heimskaupaloft vestur við Grænland og hlýtt og rakt loft frá Mexíkóflóa mætast. „Úr því verður alveg kjörið lægðarfóður. Þegar að þessi kerfi eru sest svona þá eru þau gjarnan svolítið þaulsetin þannig það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þetta gerist í þessari röð,“ sagði Elín. Aðspurð um hvort hlýrri og bjartari tímar væru fram undan sagði Elín að draga færi úr kalda loftinu sem ætti að gera það að verkum að lægðirnar verði ekki eins skarpar og djúpar. Gera megi þó ráð fyrir lægðum allt fram yfir páska. „Þannig það er ekkert útséð með það, en það er lægðargangur eftir því sem við sjáum best næstu vikuna og kannski eitthvað fram yfir það, þannig við getum ekki hrósað happi alveg strax,“ sagði Elín. Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands, ræddi stöðuna í viðtali hjá Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og fór yfir það hvernig febrúarmánuðurinn hefur verið. „Hann hefur verið svolítið kaldur og hann hefur auðvitað verið illviðrasamur, tvær rauðar viðvaranir í sama mánuðinum er svolítið yfirdrifið,“ sagði Elín en vísaði til þess að veturinn 2019-2020 hafi verið svipaður, sem og veturinn 2014-2015. „Þannig þetta gerist á nokkra ára fresti, að við fáum svona samliggjandi janúar og febrúar, eða desember, janúar og febrúar, þar sem við erum á þessari lægðarbraut og þá ganga þær yfir okkur á færibandi, lægðirnar,“ sagði Elín. Ekki hægt að hrósa sigri strax Í bæði skiptin sem rauðar viðvaranir voru gefnar út í þessum mánuði myndaðist veðrið af sömu ástæðu þar sem kalt heimskaupaloft vestur við Grænland og hlýtt og rakt loft frá Mexíkóflóa mætast. „Úr því verður alveg kjörið lægðarfóður. Þegar að þessi kerfi eru sest svona þá eru þau gjarnan svolítið þaulsetin þannig það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að þetta gerist í þessari röð,“ sagði Elín. Aðspurð um hvort hlýrri og bjartari tímar væru fram undan sagði Elín að draga færi úr kalda loftinu sem ætti að gera það að verkum að lægðirnar verði ekki eins skarpar og djúpar. Gera megi þó ráð fyrir lægðum allt fram yfir páska. „Þannig það er ekkert útséð með það, en það er lægðargangur eftir því sem við sjáum best næstu vikuna og kannski eitthvað fram yfir það, þannig við getum ekki hrósað happi alveg strax,“ sagði Elín.
Veður Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57 Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Mikill missir ef Höllin rís ekki á ný Þórhallur Einisson, formaður íþróttafélagsins Hamars, segir skilaboðin sem hann fékk í morgun þegar hann kveikti á símanum hafa verið einföld. Hamarshöllin væri farin. Bæjarstjóri segir áfallið mikið fyrir bæjarfélagið. 22. febrúar 2022 14:57
Horfa til Eyja þar sem staðan er mjög erfið Allt er er nú gert til þess að reyna að koma á rafmagni í Vestmannaeyjum þar sem varaafl dugir ekki til þess að knýja bæjarlífið áfram. Hús eru farin að kólna. 22. febrúar 2022 13:01
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu