Sjúkdómur kemur í veg fyrir að sænsk körfuboltakona spili í WNBA-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 14:00 Klara Lundquist í leik með sænska landsliðinu á Eurobasket 2019. Getty/Srdjan Stevanovic Klara Lundquist er ein efnilegasta körfuboltakona Svía og var komin á samning hjá Washington Mystics í WNBA-deildinni. Það verður þó ekkert af því að hún spili þar í ár. Klara er 22 ára gömul og er þegar kominn í stórt hlutverk í sænska landsliðinu. Hún fór á kostum með Alvik 2020-21 tímabilið þar sem hún var með 21,8 stig, 6,7 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta í leik. Instagram Klara byrjaði þetta tímabil með pólska liðinu Arka Gdynia en varð að segja upp samningi sínum og snúa heim til Svíþjóðar vegna veikinda. Hún átti að ganga til liðs við Washington Mystics þegar WNBA-deildin hefst í sumar. Klara var hins vegar orkulaus og kraftlítil og nú er komið í ljós að hún er með Graves sjúkdóminn sem er ættlægur sjálfsofnæmissjúkdómur. Af einhverri ástæðu virðist líkaminn telja að skjaldkirtillinn sé utanaðkomandi hlutur sem beri að ráðast gegn. Þegar þetta kom í ljós þá sagði Washington Mystics upp samningnum við hana. „Ég hélt aldrei að þeir myndu finna eitthvað svona að mér en þeir gerðu það. Ég er byrjuð að taka lyf við þessu og ég er bara að bíða eftir því að geta byrjað að æfa aftur á fullu svo ég geti komið til baka sem fyrst,“ sagði Klara Lundquist við SVT. Instagram/@svt Auðvitað var það svekkjandi fyrir hana að missa af WNBA-deildinni. „Þeir þurfa að skipuleggja sitt tímabil og þurftu því að taka ákvörðun með mig áður en það kom í ljós hvort ég gæti spilað eða ekki. Þeir frestuðu samningnum um eitt ár eins og þeir gerðu í fyrra líka. Það er svo leiðinlegt að fá ekki þetta tækifæri en vonandi kemur það bara næsta sumar í staðinn,“ sagði Klara. „Ég reyni að mæta á æfingarnar og hitta stelpurnar. Sjúkdómurinn hefur ekki mikil áhrif á mig í í daglega lífinu en það er bara þegar ég fer að æfa. Ég get lært og það er því bara körfuboltinn sem er í pásu,“ sagði Klara. Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Klara er 22 ára gömul og er þegar kominn í stórt hlutverk í sænska landsliðinu. Hún fór á kostum með Alvik 2020-21 tímabilið þar sem hún var með 21,8 stig, 6,7 stoðsendingar og 2,9 stolna bolta í leik. Instagram Klara byrjaði þetta tímabil með pólska liðinu Arka Gdynia en varð að segja upp samningi sínum og snúa heim til Svíþjóðar vegna veikinda. Hún átti að ganga til liðs við Washington Mystics þegar WNBA-deildin hefst í sumar. Klara var hins vegar orkulaus og kraftlítil og nú er komið í ljós að hún er með Graves sjúkdóminn sem er ættlægur sjálfsofnæmissjúkdómur. Af einhverri ástæðu virðist líkaminn telja að skjaldkirtillinn sé utanaðkomandi hlutur sem beri að ráðast gegn. Þegar þetta kom í ljós þá sagði Washington Mystics upp samningnum við hana. „Ég hélt aldrei að þeir myndu finna eitthvað svona að mér en þeir gerðu það. Ég er byrjuð að taka lyf við þessu og ég er bara að bíða eftir því að geta byrjað að æfa aftur á fullu svo ég geti komið til baka sem fyrst,“ sagði Klara Lundquist við SVT. Instagram/@svt Auðvitað var það svekkjandi fyrir hana að missa af WNBA-deildinni. „Þeir þurfa að skipuleggja sitt tímabil og þurftu því að taka ákvörðun með mig áður en það kom í ljós hvort ég gæti spilað eða ekki. Þeir frestuðu samningnum um eitt ár eins og þeir gerðu í fyrra líka. Það er svo leiðinlegt að fá ekki þetta tækifæri en vonandi kemur það bara næsta sumar í staðinn,“ sagði Klara. „Ég reyni að mæta á æfingarnar og hitta stelpurnar. Sjúkdómurinn hefur ekki mikil áhrif á mig í í daglega lífinu en það er bara þegar ég fer að æfa. Ég get lært og það er því bara körfuboltinn sem er í pásu,“ sagði Klara.
Körfubolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum