Afbyggir hugmyndir um fullkomnun í gegnum listina Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 20:01 Listakonan Hildur Henrýsdóttir stendur fyrir sýningunni Marga hildi háð í Gallery Port um þessar mundir. Helga Laufey Ásgeirsdóttir/Aðsend Hildur Ása Henrýsdóttir opnaði einkasýninguna Marga hildi háð í Gallery Port á dögunum. Linda Toivio er sýningarstjóri og mun sýningin standa til þriðja mars næstkomandi. Hildur, sem búsett er í Berlín, hefur sýnt víða bæði hérlendis og erlendis. Í listsköpun sinni gefur Hildur einlæga sýn inn í reynsluheim kvenna þar sem hún afbyggir hugmyndir um fullkomnun og rannsakar persónuleg tengsl sem fólk skapar sín á milli, líkamlega og tilfinningalega. Þetta er níunda einkasýningin sem Hildur heldur og sýnir þar skúlptúr, olíuverk og vatnslitaverk. View this post on Instagram A post shared by Hildur Henrýsdóttir art (@hildurhenrysdottir_art) Pressa neyslusamfélagsins á sjálfsmyndina Verk Hildar fjalla á berskjaldaðan hátt um persónuleg málefni sem eru laus við tabú og hampa ófullkomnun. Á þann hátt útmáir hún landamæri þess sem almennt er talið persónulegt og þess sem er samfélagslega viðurkennt. Úr sýningunni Marga hildi háð í Gallery Port.Antje Taiga Jandrig/Aðsend Á einkasýningu sinni setur Hildur fram vandræðalega og einhliða ástarsögu. Með því að leita persónulegrar samþykktar á öllum röngu stöðunum með einnar nætur kynnum, skelfilegum stefnumótum og vonlausri rómantík þá opnast gáttir fyrir sársaukafulla vegi sjálfsfyrirlitningar, kvíða og þarfar fyrir utanaðkomandi samþykki. Í titli sýningarinnar Marga hildi háð, sem skilja má sem svo að hún hafi háð marga bardaga, er fornafn listamannsins, Hildar, og merking nafnsins notað en Hildur þýðir bardagi á íslenskri tungu. Í nútímasamfélagi eru þessir bardagar myndlíkingar og vísa í samhenginu til innri óróa listamannsins, Hildar. „Á sýningunni eru sjálfsævisöguleg verk þar sem ég velti fyrir mér fyrir sér áhrifum áfalla, vonlausra stefnumóta og pressu neyslusamfélagsins á sjálfsmyndina,“ segir Hildur. Sammannlegt varnarleysi Sjálfsævisöguleg verk hennar samanstanda af málverkum og skúlptúrum. Þau eru viðkvæm og óhefluð og endurspegla gjarnan skömm og eftirsjá. Þrátt fyrir að óttast höfnun umfram allt, þá kastar Hildur sér hvað eftir annað út í þráhyggjufulla leit að ást og afhjúpar þannig sammannlegt varnarleysi okkar: „Ég endurræsi Instagramið mitt til að sjá hvort þú hafir horft á söguna mína þann daginn. Mér finnst einhvern veginn eins og þú sért nálægt mér þegar þú gerir það. Ef þú gerir það ekki, þá finnst mér eins og þú hafir einhvern veginn yfirgefið mig.“ Með því að kasta sér út í þráhyggjufulla leit ástarinnar afhjúpar Hildur sammannlegt varnarleysi okkar.Antje Taiga Jandrig/Aðsend Línan á milli hins opinbera heims og þess persónulega Hildur birtir gjarnan sjálfa sig í verkum sínum, þar sem hún kannar líkama sinn og fer í ferðalag inn á við. Hún kannar líkamann sem fundarstað á milli hins ytri efnisheims og innra sjálfs manneskjunnar. Staður sem við mætum öðrum manneskjum og eigum við þær samskipti. Hún fjallar um þau samskipti sem við eigum við okkur sjálf, samskipti við annað fólk og með hvaða hætti þau samskipti hafa áhrif á okkur og aðra. Hún kannar mörk einstaklingsins með því að velta upp spurningu um línuna á milli hins opinbera heims og þess persónulega. Í list sinni kannar Hildur meðal annars líkamann sem fundarstað á milli hins ytri efnisheims og innra sjálfs manneskjunnar.Antje Taiga Jandrig/Aðsend Samþykkið kemur að innan Frásögnin í sýningunni Marga hildi háð nær út fyrir sögu af sorgmæddri stúlku í ástarsorg, þar sem hún snertir á þemum er sveiflast frá fjarstæðukenndum sögum af stefnumótamenningu samtímans, til frásagna af vanvirkum samböndum og geðheilbrigði. Þetta er einlæg og sjálfs kaldhæðin, persónuleg frásögn af því að finnast maður vera á röngum stað, að vera aldrei nóg en finna samt kjarkinn til að halda áfram leitinni, sem hluti af kynslóð fólks er stundar rað-stefnumót, fólks sem allt gerir sér vel grein fyrir því að næstu kynni eru aðeins einu skjá-fletti í burtu. Þrátt fyrir að glíma við vanmáttarkennd, sem margir upplifa, þá verður Hildur meistari í að deila of miklu með öðrum og hunsar væntingar varðandi líkamlegt útlit og félagslega viðurkennda hegðun. Á yfirborðinu gæti virst sem leit að samþykkt frá öðrum sé helsta markmiðið, þegar sannast er að hún getur aðeins fundið þá samþykkt innra með sjálfri sér. Menning Myndlist Tengdar fréttir Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 22. febrúar 2022 15:30 Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 15. febrúar 2022 10:15 „Efnið er nefnilega lifandi“ Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi. 12. febrúar 2022 07:31 „Hugmynd sem nær út fyrir hið sjónræna og opnar enn stærri sýn en sést á yfirborðinu“ Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýningu á morgun, laugardaginn 12. febrúar, í Portfolio Gallerí á Hverfisgötu 71. 11. febrúar 2022 07:01 Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hildur, sem búsett er í Berlín, hefur sýnt víða bæði hérlendis og erlendis. Í listsköpun sinni gefur Hildur einlæga sýn inn í reynsluheim kvenna þar sem hún afbyggir hugmyndir um fullkomnun og rannsakar persónuleg tengsl sem fólk skapar sín á milli, líkamlega og tilfinningalega. Þetta er níunda einkasýningin sem Hildur heldur og sýnir þar skúlptúr, olíuverk og vatnslitaverk. View this post on Instagram A post shared by Hildur Henrýsdóttir art (@hildurhenrysdottir_art) Pressa neyslusamfélagsins á sjálfsmyndina Verk Hildar fjalla á berskjaldaðan hátt um persónuleg málefni sem eru laus við tabú og hampa ófullkomnun. Á þann hátt útmáir hún landamæri þess sem almennt er talið persónulegt og þess sem er samfélagslega viðurkennt. Úr sýningunni Marga hildi háð í Gallery Port.Antje Taiga Jandrig/Aðsend Á einkasýningu sinni setur Hildur fram vandræðalega og einhliða ástarsögu. Með því að leita persónulegrar samþykktar á öllum röngu stöðunum með einnar nætur kynnum, skelfilegum stefnumótum og vonlausri rómantík þá opnast gáttir fyrir sársaukafulla vegi sjálfsfyrirlitningar, kvíða og þarfar fyrir utanaðkomandi samþykki. Í titli sýningarinnar Marga hildi háð, sem skilja má sem svo að hún hafi háð marga bardaga, er fornafn listamannsins, Hildar, og merking nafnsins notað en Hildur þýðir bardagi á íslenskri tungu. Í nútímasamfélagi eru þessir bardagar myndlíkingar og vísa í samhenginu til innri óróa listamannsins, Hildar. „Á sýningunni eru sjálfsævisöguleg verk þar sem ég velti fyrir mér fyrir sér áhrifum áfalla, vonlausra stefnumóta og pressu neyslusamfélagsins á sjálfsmyndina,“ segir Hildur. Sammannlegt varnarleysi Sjálfsævisöguleg verk hennar samanstanda af málverkum og skúlptúrum. Þau eru viðkvæm og óhefluð og endurspegla gjarnan skömm og eftirsjá. Þrátt fyrir að óttast höfnun umfram allt, þá kastar Hildur sér hvað eftir annað út í þráhyggjufulla leit að ást og afhjúpar þannig sammannlegt varnarleysi okkar: „Ég endurræsi Instagramið mitt til að sjá hvort þú hafir horft á söguna mína þann daginn. Mér finnst einhvern veginn eins og þú sért nálægt mér þegar þú gerir það. Ef þú gerir það ekki, þá finnst mér eins og þú hafir einhvern veginn yfirgefið mig.“ Með því að kasta sér út í þráhyggjufulla leit ástarinnar afhjúpar Hildur sammannlegt varnarleysi okkar.Antje Taiga Jandrig/Aðsend Línan á milli hins opinbera heims og þess persónulega Hildur birtir gjarnan sjálfa sig í verkum sínum, þar sem hún kannar líkama sinn og fer í ferðalag inn á við. Hún kannar líkamann sem fundarstað á milli hins ytri efnisheims og innra sjálfs manneskjunnar. Staður sem við mætum öðrum manneskjum og eigum við þær samskipti. Hún fjallar um þau samskipti sem við eigum við okkur sjálf, samskipti við annað fólk og með hvaða hætti þau samskipti hafa áhrif á okkur og aðra. Hún kannar mörk einstaklingsins með því að velta upp spurningu um línuna á milli hins opinbera heims og þess persónulega. Í list sinni kannar Hildur meðal annars líkamann sem fundarstað á milli hins ytri efnisheims og innra sjálfs manneskjunnar.Antje Taiga Jandrig/Aðsend Samþykkið kemur að innan Frásögnin í sýningunni Marga hildi háð nær út fyrir sögu af sorgmæddri stúlku í ástarsorg, þar sem hún snertir á þemum er sveiflast frá fjarstæðukenndum sögum af stefnumótamenningu samtímans, til frásagna af vanvirkum samböndum og geðheilbrigði. Þetta er einlæg og sjálfs kaldhæðin, persónuleg frásögn af því að finnast maður vera á röngum stað, að vera aldrei nóg en finna samt kjarkinn til að halda áfram leitinni, sem hluti af kynslóð fólks er stundar rað-stefnumót, fólks sem allt gerir sér vel grein fyrir því að næstu kynni eru aðeins einu skjá-fletti í burtu. Þrátt fyrir að glíma við vanmáttarkennd, sem margir upplifa, þá verður Hildur meistari í að deila of miklu með öðrum og hunsar væntingar varðandi líkamlegt útlit og félagslega viðurkennda hegðun. Á yfirborðinu gæti virst sem leit að samþykkt frá öðrum sé helsta markmiðið, þegar sannast er að hún getur aðeins fundið þá samþykkt innra með sjálfri sér.
Menning Myndlist Tengdar fréttir Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 22. febrúar 2022 15:30 Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 15. febrúar 2022 10:15 „Efnið er nefnilega lifandi“ Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi. 12. febrúar 2022 07:31 „Hugmynd sem nær út fyrir hið sjónræna og opnar enn stærri sýn en sést á yfirborðinu“ Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýningu á morgun, laugardaginn 12. febrúar, í Portfolio Gallerí á Hverfisgötu 71. 11. febrúar 2022 07:01 Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01 „Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Beint úr iðrum hins kvenlæga veruleika Gjörningaklúbburinn stendur fyrir sýningunni Seiglu í NORR11 á Hverfisgötu. Sýningin mun standa til fyrsta mars næstkomandi og er unnin í samvinnu við Listval. 22. febrúar 2022 15:30
Magnað að geta verið eitt í listinni og svo annað í lífinu Myndlistakonan Ásdís Sif Gunnarsdóttir er hvað þekktust fyrir gjörningalist og video verk en hún hefur náð miklum árangri í listheiminum á síðustu áratugum og unnið að fjöldanum öllum af verkum og sýningum. Ásdís stendur nú fyrir einkasýningunni Stefnumót við sjálfið á Nýlistasafninu og er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 15. febrúar 2022 10:15
„Efnið er nefnilega lifandi“ Listakonan Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna EFNI & RÝMI klukkan 14:00 í dag í sal félagsins íslensk grafík, Hafnarhúsinu, og stendur sýningin til 6. mars næstkomandi. 12. febrúar 2022 07:31
„Hugmynd sem nær út fyrir hið sjónræna og opnar enn stærri sýn en sést á yfirborðinu“ Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson opnar sýningu á morgun, laugardaginn 12. febrúar, í Portfolio Gallerí á Hverfisgötu 71. 11. febrúar 2022 07:01
Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. 5. febrúar 2022 09:01
„Skemmtileg pörun á bréfalúgu og glannalegri staðhæfingu“ Listamaðurinn Baldvin Einarsson var viðmælandi í síðasta þætti af KÚNST. 22. janúar 2022 11:30
„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30
Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00