Hin 21 árs gamla bandaríska stelpa vann líka í Pyeongchang fyrir fjórum og engin kona hefur náð að vinna tvö gullverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikum.
"We need to change the name to beauty strands," #ChloeKim said of the trending "slut strands" hair look.
— InStyle (@InStyle) February 22, 2022
"I hate the term. Beauty strands make me feel beautiful, and it's such a cute thing." https://t.co/51Di2h1tXh
„Ef ég segi alveg eins og er þá líður mér ekki alveg eins og þetta hafi gerst í alvörunni. Ég er enn að átta mig á þessu öllu saman. Ég vildi óska þess að ég gæti farið til baka og upplifað þetta aftur,“ sagði Chloe Kim við InStyle tímaritið.
Kim ræddi ýmislegt í viðtali við tískutímaritið og þar á meðal var ljótt viðurnefni á hárstíl kvenkynskeppendanna sem hún sjálf er mjög ósátt með.
Snjóbrettastelpurnar taka flestar tvo hárlokka út fyrir hjálminn sinn og einhverjum spekingnum festi það í sessi að kalla þennan hárstíl dræsulokka eða „slut strands“ upp á ensku.
History made in Beijing || @ChloeKim #Beijing2022 pic.twitter.com/h3KYumNzTl
— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) February 11, 2022
„Við verðum að breyta þessu nafni í fegurðarlokka,“ sagði Chloe Kim og hún vill losna við ljóta nafnið sem fyrst.
„Ég hata þetta nafn. Fegurðarlokkar láta mig líða eins og ég sé falleg og þetta er líka bara sæt hárgreiðsla,“ sagði Kim.
Snjóbrettastelpurnar taka lokkana sína út fyrir hjálminn til að það fari ekkert á milli mála að þarna séu konur á ferðinni. Þær eru stoltar af því að sýna hvað þeirra kyn getur gert í brekkunum.