Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Elísabet Hanna skrifar 24. febrúar 2022 16:54 Aðalleikkonurnar í sýningunni, Nína Tamimi og Iðunn Stefánsdóttir, eru sjö ára gamlar og skipta þær með sér hlutverki Eyju í vetur. Siggi Sigurjóns leikur Rögnvald. Vísir/Vilhelm Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu um helgina þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. Söngleikurinn er byggður á bókum Bergrúnar Írisar Söngleikurinn er byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar og fjallar um Rögnvald og Eyju sem verða bestu vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019. „Þetta er frábær saga sem fjallar um vináttuna í mjög víðum skilningi og fyrir minn smekk er þetta vingjarnleg, mannbætandi hressandi sýning sem kennir okkur það að við eigum að lifa lífinu lifandi.“ Segir Siggi sem er alvanur leikhúsinu. Hann er þó ekki einn með börnunum í leikritinu heldur fara Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir með hlutverk foreldranna. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Sjö ára leikkona Iðunn Eldey fékk hlutverk Eyju eftir að foreldrar hennar bentu henni á prufurnar og hún varð strax mjög spennt fyrir því að fara enda alltaf langað til þess að leika í leikriti. Hún var alsæl að fá hlutverkið og fannst tilfinningin að landa því góð. Sjálf tengir hún vel við hlutverkið sem hún leikur og kann vel við persónuna. „Ef hún væri til og með mér í bekk, þá held ég að við værum mjög góðir vinir,“ segir hún um Eyju. Hún hefur mikinn áhuga á því að leika meira í framtíðinni og nýtur þess vel að vera á æfingum með öllum skemmtilegu meðleikurum sínum og segir þau öll vera mjög góða vini. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Fagna frumsýningunni Leikritið frestaðist vegna Covid og fengu allir í leikhópnum veiruna, enda mjög samrýmd eins og Siggi orðaði það. Veiran tafði því fyrir uppfærslunni auk samkomutakmarkana. Siggi er spenntur að fagna frumsýningunum um helgina og ætlar hópurinn að lyfta sér upp að þeim loknum. Þar sem tveir leikhópar koma að verkinu eru frumsýningar á laugardaginn og sunnudaginn. „Við ætlum örugglega að fá okkur pizzu eða eitthvað eftir frumsýningu og ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði gott partý fyrir krakkana.“ Leikhús Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira
Söngleikurinn er byggður á bókum Bergrúnar Írisar Söngleikurinn er byggður á vinsælum verðlaunabókum Bergrúnar Írisar og fjallar um Rögnvald og Eyju sem verða bestu vinir þrátt fyrir níutíu ára aldursmun. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019. „Þetta er frábær saga sem fjallar um vináttuna í mjög víðum skilningi og fyrir minn smekk er þetta vingjarnleg, mannbætandi hressandi sýning sem kennir okkur það að við eigum að lifa lífinu lifandi.“ Segir Siggi sem er alvanur leikhúsinu. Hann er þó ekki einn með börnunum í leikritinu heldur fara Ásgrímur Geir Logason og Júlíana Sara Gunnarsdóttir með hlutverk foreldranna. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Sjö ára leikkona Iðunn Eldey fékk hlutverk Eyju eftir að foreldrar hennar bentu henni á prufurnar og hún varð strax mjög spennt fyrir því að fara enda alltaf langað til þess að leika í leikriti. Hún var alsæl að fá hlutverkið og fannst tilfinningin að landa því góð. Sjálf tengir hún vel við hlutverkið sem hún leikur og kann vel við persónuna. „Ef hún væri til og með mér í bekk, þá held ég að við værum mjög góðir vinir,“ segir hún um Eyju. Hún hefur mikinn áhuga á því að leika meira í framtíðinni og nýtur þess vel að vera á æfingum með öllum skemmtilegu meðleikurum sínum og segir þau öll vera mjög góða vini. View this post on Instagram A post shared by Gaflaraleikhúsið (@gaflaraleikhusid.is) Fagna frumsýningunni Leikritið frestaðist vegna Covid og fengu allir í leikhópnum veiruna, enda mjög samrýmd eins og Siggi orðaði það. Veiran tafði því fyrir uppfærslunni auk samkomutakmarkana. Siggi er spenntur að fagna frumsýningunum um helgina og ætlar hópurinn að lyfta sér upp að þeim loknum. Þar sem tveir leikhópar koma að verkinu eru frumsýningar á laugardaginn og sunnudaginn. „Við ætlum örugglega að fá okkur pizzu eða eitthvað eftir frumsýningu og ég geri fastlega ráð fyrir því að það verði gott partý fyrir krakkana.“
Leikhús Menning Hafnarfjörður Krakkar Tengdar fréttir Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira
Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. 18. nóvember 2021 12:31