Ætti ekki að vera feimnismál að hjón leiti sér aðstoðar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. febrúar 2022 21:00 Þau Siggi og Lísa voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár og komist yfir hinar ýmsu hindranir í sinni sambandstíð. Þau segja að þar skipti gagnkvæmt traust og samskipti miklu máli. Þá segjast þau einnig hafa leitað sér aðstoðar fyrir mörgum árum og það hafi skilað miklum árangri. Sigga Sigurjóns þekkja allir, enda einn okkar ástsælasti leikari. Hann hefur leikið í hinum ýmsu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og ber þar helst að nefna Spaugstofuna. Lísa Harðardóttir, betri helmingur Sigga, hefur starfað á leikskóla í Hafnarfirði í 25 ár og er því óhætt að segja að hún hafi tekið stóran þátt í uppeldi Hafnfirðinga. Þau Siggi og Lísa voru gestir í 45. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Var í gifsi upp að nára þegar þau áttu fyrsta dansinn „Ég var mikill skáti í gamla daga og var alltaf í þeim og endaði síðan í Hjálparsveitinni. Þar lágu leiðir okkar saman, í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði,“ segir Siggi um það hvernig hann kynntist sinni heittelskuðu Lísu fyrir 45 árum síðan. „Ég var í Flensborg. Ég og vinkona mín sáum auglýsingu að það væri verið að taka inn nýliða í hjálparsveitina og ákváðum að skella okkur,“ segir Lísa. Það var svo eitt kvöldið á þorrablóti Hjálparsveitarinnar sem þau dönsuðu saman og eftir það var ekki aftur snúið. „Þetta var nú ekkert svo flókið. Heppnin var með mér því hún Lísa hafði lent í íþróttaslysi og var í gifsi alveg upp í nára, þannig hún fór mjög hægt yfir, þannig hún var auðveld bráð. Ég náði henni þarna og hún gat ekki hlaupið undan og hér erum við.“ Trúlofuðust í Hyde Park Á þessum tíma var stefnumótamenningin aðeins einfaldari en hún er í dag. „Þetta bara spurning um að fara á ball og ná sér í stelpu og bjóða henni upp í dans. Ef það gekk vel þá var það bíó á sunnudeginum. Ef það gekk vel þá var þetta nú bara komið svona langleiðina.“ Siggi var nýútskrifaður leikari þegar hann og Lísa fóru að vera saman. Leiklistin var hans helsta ástríða og þurfti oft að aðlaga fjölskyldulífið að henni. Sem dæmi um það var sunnudagsmaturinn borðaður á mánudögum, því þá var frí í leikhúsinu. Í brotinu hér að neðan má heyra söguna af því þegar Siggi og Lísa trúlofuðu sig í Hyde Park í London. Ekkert feimnismál að leita sér aðstoðar Í dag hafa þau verið gift í 37 ár og eiga þau stóra fjölskyldu sem samanstendur af þremur börnum og sjö barnabörnum. Þau skafa þó ekkert af því að sambandið hefur ekki verið áreynslulaust í öll þessi ár. „Það hafa auðvitað verið skaflar á leiðinni, svo sannarlega, og það er ekkert feimnismál. Við höfum ekkert flutt að heiman og það hefur aldrei verið aðskilnaður eða neitt slíkt,“ segir Siggi. „En vissulega hafa verið hraðahindranir einhvers staðar á leiðinni en okkur hefur nú blessunarlega séð tekist að komast yfir þær. Það hefur alveg tekið á en þetta er bara spurning um gagnkvæmt traust og að tala saman og jafnvel leita sér aðstoðar og vera ekkert feimin við það.“ Fyrir mörgum árum ákváðu þau að leita sér aðstoðar í sambandinu og segja þau það hafa gert þeim báðum afar gott. „En er það ekki líka svolítið þannig að þegar fólk eldist saman þá mynstrast það saman með árunum? Maður lærir svo vel á hvort annað og verður umburðarlyndari og lærir að líta í hina áttina. Svo dofnar heyrnin með árunum sem er mikill kostur í þessu tilliti,“ segir Siggi á léttu nótunum. Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár. Lögreglan þurfti að halda niðri í sér hlátrinum Spaugstofan var einn vinsælasti skemmtiþáttur landsins í fjölmörg ár og hafði það vissulega áhrif að vera svo þekkt andlit á Íslandi. Lísa segir frá því að á tímabili hafi þau forðast það að fara út að borða á veitingastöðum vegna athyglinnar. „Auðvitað fengum við send bréf og það var skrifað í blöðin að við hefðum farið yfir strikið og svoleiðis. Þarna var auðvitað ekki Facebook eða samfélagsmiðlar, þá hefði sennilega allt orðið vitlaust annað slagið.“ Siggi segir frá því þegar þættinum bárust kærur í tvígang, fyrst fyrir það að sýna klám og síðar fyrir guðlast. „Við vorum kallaðir til lögreglu og þurftum að gefa skýrslu hver og einn og svara því hver átti hugmyndina og hver hefði skrifað þetta. Svo sat lögreglan þarna á móti okkur og þeir þurftu bara að halda niðri í sér hlátrinum. Þeir þurftu bara að sinna sinni vinnu en þeim fannst þetta innst inni alveg galið held ég.“ Fórnaði sér fyrir Lísu Í þættinum rifja þau upp eftirminnilega veiðiferð þar sem Lísu tókst einhvern veginn að krækja í eina kríu í bakkastinu. „Svo kallar Lísa á mig: „Siggi minn nennirðu að losa kríuna af fyrir mig?“. Við vorum svona tiltölulega nýbyrjuð saman þarna, þannig ég gat nú ekki skorast undan. Svo þarna þurfti ég að vaða inn í kríuvarpið og losa eina frænkuna af önglinum með svona fimm þúsund ættingja hennar þarna við hliðina á. Skallinn á mér er rétt svo farinn að gróa núna,“ en kríurnar tóku ófáar dýfurnar á Sigga. „En hvað gerði maður ekki fyrir ástina sína á þessum tíma?“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Sigga og Lísu í heild sinni. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu á laugardaginn þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. 24. febrúar 2022 16:54 „Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. 17. febrúar 2022 21:00 „Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“ Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 10. febrúar 2022 20:01 Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. 3. febrúar 2022 22:01 Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Sigga Sigurjóns þekkja allir, enda einn okkar ástsælasti leikari. Hann hefur leikið í hinum ýmsu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og ber þar helst að nefna Spaugstofuna. Lísa Harðardóttir, betri helmingur Sigga, hefur starfað á leikskóla í Hafnarfirði í 25 ár og er því óhætt að segja að hún hafi tekið stóran þátt í uppeldi Hafnfirðinga. Þau Siggi og Lísa voru gestir í 45. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása sem hóf göngu sína síðasta vor. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Hann fær til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helming og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. Var í gifsi upp að nára þegar þau áttu fyrsta dansinn „Ég var mikill skáti í gamla daga og var alltaf í þeim og endaði síðan í Hjálparsveitinni. Þar lágu leiðir okkar saman, í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði,“ segir Siggi um það hvernig hann kynntist sinni heittelskuðu Lísu fyrir 45 árum síðan. „Ég var í Flensborg. Ég og vinkona mín sáum auglýsingu að það væri verið að taka inn nýliða í hjálparsveitina og ákváðum að skella okkur,“ segir Lísa. Það var svo eitt kvöldið á þorrablóti Hjálparsveitarinnar sem þau dönsuðu saman og eftir það var ekki aftur snúið. „Þetta var nú ekkert svo flókið. Heppnin var með mér því hún Lísa hafði lent í íþróttaslysi og var í gifsi alveg upp í nára, þannig hún fór mjög hægt yfir, þannig hún var auðveld bráð. Ég náði henni þarna og hún gat ekki hlaupið undan og hér erum við.“ Trúlofuðust í Hyde Park Á þessum tíma var stefnumótamenningin aðeins einfaldari en hún er í dag. „Þetta bara spurning um að fara á ball og ná sér í stelpu og bjóða henni upp í dans. Ef það gekk vel þá var það bíó á sunnudeginum. Ef það gekk vel þá var þetta nú bara komið svona langleiðina.“ Siggi var nýútskrifaður leikari þegar hann og Lísa fóru að vera saman. Leiklistin var hans helsta ástríða og þurfti oft að aðlaga fjölskyldulífið að henni. Sem dæmi um það var sunnudagsmaturinn borðaður á mánudögum, því þá var frí í leikhúsinu. Í brotinu hér að neðan má heyra söguna af því þegar Siggi og Lísa trúlofuðu sig í Hyde Park í London. Ekkert feimnismál að leita sér aðstoðar Í dag hafa þau verið gift í 37 ár og eiga þau stóra fjölskyldu sem samanstendur af þremur börnum og sjö barnabörnum. Þau skafa þó ekkert af því að sambandið hefur ekki verið áreynslulaust í öll þessi ár. „Það hafa auðvitað verið skaflar á leiðinni, svo sannarlega, og það er ekkert feimnismál. Við höfum ekkert flutt að heiman og það hefur aldrei verið aðskilnaður eða neitt slíkt,“ segir Siggi. „En vissulega hafa verið hraðahindranir einhvers staðar á leiðinni en okkur hefur nú blessunarlega séð tekist að komast yfir þær. Það hefur alveg tekið á en þetta er bara spurning um gagnkvæmt traust og að tala saman og jafnvel leita sér aðstoðar og vera ekkert feimin við það.“ Fyrir mörgum árum ákváðu þau að leita sér aðstoðar í sambandinu og segja þau það hafa gert þeim báðum afar gott. „En er það ekki líka svolítið þannig að þegar fólk eldist saman þá mynstrast það saman með árunum? Maður lærir svo vel á hvort annað og verður umburðarlyndari og lærir að líta í hina áttina. Svo dofnar heyrnin með árunum sem er mikill kostur í þessu tilliti,“ segir Siggi á léttu nótunum. Þau Siggi og Lísa hafa verið saman í 45 ár. Lögreglan þurfti að halda niðri í sér hlátrinum Spaugstofan var einn vinsælasti skemmtiþáttur landsins í fjölmörg ár og hafði það vissulega áhrif að vera svo þekkt andlit á Íslandi. Lísa segir frá því að á tímabili hafi þau forðast það að fara út að borða á veitingastöðum vegna athyglinnar. „Auðvitað fengum við send bréf og það var skrifað í blöðin að við hefðum farið yfir strikið og svoleiðis. Þarna var auðvitað ekki Facebook eða samfélagsmiðlar, þá hefði sennilega allt orðið vitlaust annað slagið.“ Siggi segir frá því þegar þættinum bárust kærur í tvígang, fyrst fyrir það að sýna klám og síðar fyrir guðlast. „Við vorum kallaðir til lögreglu og þurftum að gefa skýrslu hver og einn og svara því hver átti hugmyndina og hver hefði skrifað þetta. Svo sat lögreglan þarna á móti okkur og þeir þurftu bara að halda niðri í sér hlátrinum. Þeir þurftu bara að sinna sinni vinnu en þeim fannst þetta innst inni alveg galið held ég.“ Fórnaði sér fyrir Lísu Í þættinum rifja þau upp eftirminnilega veiðiferð þar sem Lísu tókst einhvern veginn að krækja í eina kríu í bakkastinu. „Svo kallar Lísa á mig: „Siggi minn nennirðu að losa kríuna af fyrir mig?“. Við vorum svona tiltölulega nýbyrjuð saman þarna, þannig ég gat nú ekki skorast undan. Svo þarna þurfti ég að vaða inn í kríuvarpið og losa eina frænkuna af önglinum með svona fimm þúsund ættingja hennar þarna við hliðina á. Skallinn á mér er rétt svo farinn að gróa núna,“ en kríurnar tóku ófáar dýfurnar á Sigga. „En hvað gerði maður ekki fyrir ástina sína á þessum tíma?“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Sigga og Lísu í heild sinni.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu á laugardaginn þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. 24. febrúar 2022 16:54 „Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. 17. febrúar 2022 21:00 „Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“ Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 10. febrúar 2022 20:01 Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. 3. febrúar 2022 22:01 Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Langelstur í leikhópnum: „Við eigum að lifa lífinu lifandi“ Söngleikurinn Langelstur að eilífu verður frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu á laugardaginn þar sem Siggi Sigurjóns og Iðunn Eldey Stefánsdóttir fara með hlutverk Rögnvalds og Eyju. Iðunn deilir hlutverki Eyju með Nínu Sólrúnu Tamimi en tvöfaldur leikhópur er fyrir öll barnahlutverkin. 24. febrúar 2022 16:54
„Hún vildi ekkert með mig hafa fyrst um sinn“ Tobba var aðeins fjórtán ára gömul þegar hún og Hreimur byrjuðu fyrst saman. Þrátt fyrir að hafa farið sundur og saman eins og gengur og gerist á unglingsárunum, eru þau gift í dag og lifa fjölskyldulífi í Norðlingaholtinu ásamt þremur börnum og einum Covid-hundi. 17. febrúar 2022 21:00
„Fólk heldur að við séum búin að vera saman í tuttugu ár“ Þau Ingi og Linda kynntust í gegnum Crossfit-samfélagið á Akureyri og voru þau góðir vinir í nokkur ár áður en þau byrjuðu loks saman árið 2019. Þau segja það koma mörgum á óvart hve stutt sé síðan þau byrjuðu saman, þar sem þau séu búin að gera svo ótrúlega margt á skömmum tíma. 10. febrúar 2022 20:01
Tók eftir undarlegri hegðun í aðdraganda bónorðsins Leikaraparið Ebba Katrín og Oddur kynntist innan veggja Þjóðleikhússins fyrir fjórum árum síðan. Oddur heillaðist af Ebbu en hún var enn í leiklistarnámi sem átti hug hennar allan og hafði hún því lítinn tíma fyrir stefnumótalíf. Oddur gafst þó ekki upp og sýndi Ebbu ómælda þolinmæði og eru þau trúlofuð í dag. 3. febrúar 2022 22:01
Féll fyrir henni þegar hann sá hana á sviðinu Þau Addi og Ellen voru búin að taka eftir hvort öðru á göngum Borgarleikhússins þegar Addi ákvað að laumast inn á æfingu hjá Íslenska dansflokknum til þess að horfa á Ellen. Hann heillaðist strax af útgeislun hennar og ákvað að hringja í hana og bjóða henni á stefnumót. Þau byrjuðu fljótlega saman og eiga þau í dag fjögurra ára gamlan son. 27. janúar 2022 21:00