Halldór Jóhann: Getum ekki farið að pæla í bikarhelginni strax Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 22:02 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var vægast satt ósáttur við frammistöðu sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jóhann Sigfússon var að vonum sáttur með sitt lið er það vann eins marks sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld í 16. umferð Olís deild karla. „Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum. UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
„Þetta var bara frábær sigur. Þetta er búið að vera langt tímabil, með mörgum leikjum, ef við tökum bikarinn með inn í þetta. Það var farið að sitja í mönnumog við höfum bara verið að dýla við smá meiðslapakka og höfum þurft að gefa mönnum mjög fáar mínútur inni í leikjunum. En ég er nátturlega ótrúlega stoltur af liðinu mínu að hafa klárað þetta hérna í dag. Við lentum í smá brasi þarna í þriggja marka forystu og mér fannst það algjör óþarfi að hafa kastað þessu frá sér. En við vorum sterkir heldur en Stjarnan á síðustu fimm mínútunum og það skilaði sigrinum.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að leik loknum. „Það vill oft gerast í Íslensku deildinni að leikir séu kaflaskiptir. Menn voru oft að skipta um vörn og það er erfitt að spila á móti Stjörnunni þegar þeir spila þrjár mismunandi varnir. Menn voru líka orðnir pínu þreyttir á tímabili í leiknum. Og mér fannst við á sama tíma vera að láta leka of mikið hérna í svona tíu mínútna kafla. Annars spiluðum við frábæra vörn hérna í 50. mínútur í leiknum, fyrir utan kannski fyrstu sjö mínúturnar eða svo. En þetta er svolítið viðlagandi við Íslenska boltann að það eru oft of miklar sveiflur á leikjunum. Þetta er eitthvað sem ég hef talað um í mínu liði að vilja bara eyða.“ „Heilt yfir vorum við að spila betri vörn. Við vorum að fá ódýrari mörk úr hraðaupphlaupum og við keyrðum ansi vel á þá. Við erum að skora eitthvað í kringum tíu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju sem er bara frábært. Við höfum vaxið nú þegar liðið er á veturinn og nýtt ár. Ég held að þetta hafi bara verið það. Og svo vorum við heilt yfir með betri markvörslu.“ „Við erum fyrst og fremst ósáttir með síðustu fimmtán mínúturnar í síðasta leiknum okkar á móti Aftureldingu en annars höfum við verið ágætir. Það hefði mátt ganga betur á móti Haukum, við fórum með svolítið mikið af dauðafærum. Við fórum líka áfram í bikar í undanúrslitin, frábær leikur á móti ÍBV. Það sem aðallega svíður mig er þessi Aftureldingar leikur. En við svöruðum fyrir það í dag.“ Sagði Halldór Jóhann aðspurður út í gengi liðsins eftir áramót. „Mér fannst við á mörgum köflum í leiknum vera mjög góðir. Núna verðum við bara að halda áfram. Það er Grótta næst og við getum ekki farið að pæla í einhverri bikarhelgi strax. Fyrst þurfum við að klára deildarleikina áður en við förum að hugsa um það.“ Hafði Halldór Jóhann að segja að lokum.
UMF Selfoss Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Selfoss 26-27 | Dramatískur sigur Selfyssinga Selfoss vann mikilvægan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 27. febrúar 2022 20:42
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti