UNICEF: Haldið börnum úr skotlínu stríðasátaka Heimsljós 1. mars 2022 10:23 UNICEF „Ástandið hjá börnum sem föst eru í skotlínu átakanna í Úkraínu versnar með hverri mínútunni,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu í dag. „Við höfum fengið tilkynningar um sjúkrahús, skóla, vatnsveitur og munaðarleysingjaheimili sem sætt hafa árásum. Sprengjum er varpað í íbúabyggð og jarðsprengjur á víðavangi frá fyrri tímum ógna sífellt lífi og velferð barna á flótta í Úkraínu,“ segir Russell. „Börn hafa verið drepin. Börn hafa særst og börn eru í sálrænu áfalli vegna ofbeldisverka allt í kringum þau. Við förum fram á vopnahlé sem myndi gera mannúðarsamtökum kleift að ná til fólks sem er innlyksa eftir fimm daga af loftárásum og stríðsrekstri. Það myndi gera fjölskyldum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti kleift að sækja sér matvæli og vatn, læknisþjónustu og að yfirgefa átakasvæði í leit að öryggi.“ „Við ítrekum ákall okkar til allra sem að þessu standa að vernda líf óbreyttra borgara og nauðsynlega innviði. Og að virt séu alþjóðalög og siðferðisskyldur um að halda börnum úr skotlínu stríðsátaka. Við verðum að vernda börnin í Úkraínu. NÚNA. Þau þurfa frið.“ UNICEF hefur um árabil verið að störfum á ófriðartímum í austurhluta Úkraínu og er á vettvangi að tryggja hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð. UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent
„Við höfum fengið tilkynningar um sjúkrahús, skóla, vatnsveitur og munaðarleysingjaheimili sem sætt hafa árásum. Sprengjum er varpað í íbúabyggð og jarðsprengjur á víðavangi frá fyrri tímum ógna sífellt lífi og velferð barna á flótta í Úkraínu,“ segir Russell. „Börn hafa verið drepin. Börn hafa særst og börn eru í sálrænu áfalli vegna ofbeldisverka allt í kringum þau. Við förum fram á vopnahlé sem myndi gera mannúðarsamtökum kleift að ná til fólks sem er innlyksa eftir fimm daga af loftárásum og stríðsrekstri. Það myndi gera fjölskyldum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti kleift að sækja sér matvæli og vatn, læknisþjónustu og að yfirgefa átakasvæði í leit að öryggi.“ „Við ítrekum ákall okkar til allra sem að þessu standa að vernda líf óbreyttra borgara og nauðsynlega innviði. Og að virt séu alþjóðalög og siðferðisskyldur um að halda börnum úr skotlínu stríðsátaka. Við verðum að vernda börnin í Úkraínu. NÚNA. Þau þurfa frið.“ UNICEF hefur um árabil verið að störfum á ófriðartímum í austurhluta Úkraínu og er á vettvangi að tryggja hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð. UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent