Ég las það í Samúel Álfur Birkir Bjarnason skrifar 1. mars 2022 11:30 Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar ég var að alast upp voru Samtökin ’78 staðreynd. Fyrir mér var ekkert eðlilegra en að á Íslandi væri starfrækt félag sem talaði fyrir mannréttindum homma og lesbía og síðar sífellt fleiri hópa hinsegin fólks. En þótt ég hafi framan af tekið Samtökunum ’78 sem sjálfsögðum er það í raun fjarstæða. Samtökin og árangur þeirra eru sprottin upp úr framtakssemi og þrautseigju félagsfólks og framfarirnar sem ég hef séð í málefnum hinsegin fólks á minni ævi hefðu fæstar orðið nema fyrir tilstilli fólks innan Samtakanna ’78. Staðfest samvist fólks af sama kyni (1996), ein hjúskaparlög (2010) og lög um kynrænt sjálfræði (2019) eru dæmi um þýðingarmiklar réttarbætur sem við höfum náð í gegn. Við megum þó aldrei taka áunnum réttindum okkar sem gefnum eða óhagganlegum eins og sést til dæmis í opinberum „LGBT-lausum svæðum” í Póllandi (2020) sem fara stækkandi og „Don’t say gay“ frumvarpinu í Flórída (2022) sem tekur allan hinseginleika af dagskrá skóla og takmarkar tjáningarfrelsi hinsegin nemenda. Hvort tveggja strokar út réttindi, sögu og öryggi hinsegin fólks. Sagan sýnir okkur að þegar sýnileiki okkar er farinn að þrýsta á ramma hins heterónormatíva getur mótlætið aukist og það fellur í skaut okkar sem á eftir komum að standa vörð um afrakstur brautryðjenda fyrri kynslóða. Og þótt Samtökin ’78 séu löngu orðin staðreynd eru verkefnin enn fjölmörg. Hver er staða hinsegin fólks á vinnumarkaði? Rannsókn BHM og Samtakanna ’78 kortleggur mögulegan launamun og nýtist við að skipuleggja mótvægisaðgerðir. Hvernig grípum við unglinga sem eru að feta sig í hinseginleikanum? Félagsmiðstöð Samtakanna ’78 fyrir hinsegin ungmenni hefur gert þeim auðveldara að vera þau sjálf fyrr í lífinu og finna styrk í félagsskap annarra ungmenna. Hvað verður um hinsegin fólk þegar það eldist? Það hættir ekki að vera hommar, lesbíur, tvíkynhneigt, trans, intersex eða annars konar hinsegin en hættan er sú að það fari í felur þegar hinsegin samferðafólkinu fækkar og aðstæður breytast. Ekkert okkar á að þurfa fara aftur inn í skápinn og fela sig. Hvorki vegna afturhalds stjórnvalda eins og sést í Póllandi, Bandaríkjunum og víðar, né vegna mögulegs mótlætis samfélagsins og allra síst á hjúkrunarheimili við Hringbraut. Það er þess vegna sem ég býð fram krafta mína. Til að varðveita allt sem áunnist hefur og nýta hvert tækifæri til að gera samfélagið að betri stað fyrir okkur líkt og fyrirrennarar mínir hafa gert síðan þau lásu það í Samúel. Höfundur er í framboði til formanns Samtakanna ’78.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun