Valdeflandi að eiga flottar myndir af sjálfum sér Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. mars 2022 07:00 Saga Sig ljósmyndari, leikstjóri og listakona segir það geta verið mjög valdeflandi fyrir fólk að eiga flottar myndir af sjálfum sér. Oft sé gott að huga vel að fatavali og öðru fyrir myndatöku. Til dæmis þannig að fólk geti átt nokkrar mismunandi myndir af sér. Vísir/Saga Sig Þegar Saga Sig, ljósmyndari, leikstjóri og listakona, tekur myndir af fólki, er hún meðvituð um það að myndirnar munu lifa. Oft eru þetta heimildir síðar meir, ekki síst partur af sögu um til dæmis fólk í stjórnmálum eða rithöfunda. En Saga hvetur líka fólk almennt, til að láta taka flottar myndir af sér. Ekki síst fólk í atvinnulífinu. Í dag og á morgun, ræðir Atvinnulífið við fyrirlesara sem munu halda erindi á ráðstefnu Ungra athafnakvenna, UAK, sem haldin verður í Hörpu næstkomandi laugardag. Saga er ein þeirra sem þar mun halda erindi en markmið ráðstefnunnar, er að velta því upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu. Öll leynitrixin í myndatöku Saga er 35 ára en segist hafa verið að mynda frá því hún var aðeins átta ára. Þá bjó hún á Þingvöllum. Síðar útskrifaðist Saga sem ljósmyndari úr LCF í London en þar starfaði hún í sjö ár við tísku og auglýsingaljósmyndun. Í London starfaði Saga líka mikið með tónlistarfólki. Síðustu misserin hefur það færst í vöxt, að fólk fer í svokallaðar portrait myndatöku til Sögu. Nokkuð hefur meira að segja verið um, að slíkar myndir hafi verið sendar til Atvinnulífsins af viðmælendum. Í erindinu sem Saga ætlar að halda á ráðstefnu UAK mun hún meðal annars deila því með ráðstefnugestum, hverju hún tekur eftir sérstaklega hjá konum í stjórnendastöðum, en eins líka að gefa upp hver leynitrixin eru til að líta vel út á mynd. En sem smá upphitun, fengum við Sögu til að fara aðeins yfir málin með okkur. Ættu fleiri að láta taka af sér myndir og ef já, hvers vegna? Saga segir fólk í atvinnulífinu geta nýtt sér portrait myndatökur í margvíslegum skilningi. Til dæmis sé gott að eiga flottar myndir til að senda út með fréttatilkynningum, með aðsendum greinum til birtingar í fjölmiðlum eða þegar fjölmiðlar óska eftir aðsendri mynd vegna frétta. Þá segir Saga samfélagsmiðla líka skipta æ meira máli og flottar myndir af fólki, séu ekki síst góðar til birtingar þar. „Þegar einstaklingar eða fyrirtæki hugsa út í hvert atriði innan fyrirtækis, til dæmis að taka flottar myndir af starfsfólki og stjórnendum, finnst mér fyrirtækið vera að sýna að það ber virðingu fyrir sinni eigin ásýnd og vandar sig því við hvert smáatriði sem viðkemur fyrirtækinu,“ segir Saga. Saga segir það geta nýst á margan hátt að eiga flottar myndir af sér. Til dæmis til að birta með aðsendum greinum í fjölmiðlum eða þegar fjölmiðlar biðja um aðsendar myndir vegna frétta. Til að birta með fréttatilkynningum og til að birta á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Saga segir gott fyrir fyrirtæki að endurtaka myndatökur af stjórnendum og starfsfólki á um það bil tveggja til þriggja ára fresti. Það sama eigi við um fólk, sem mætir í portrait myndatöku til að eiga sjálft. Saga mælir líka með því að fólk sem kemur oft fram í fjölmiðlum fyrir hönd starfs síns, eigi nokkrar mismunandi myndir af sjálfum sér. Þannig þurfi ekki alltaf að birta einu og sömu myndina, þegar beðið er um myndir. „Fyrir myndatökuna er sérstaklega gott að huga vel að fatavali. Vill einstaklingurinn virka casual á mynd eða vera snyrtilega klæddur og í jakkafötum?“ segir Saga sem dæmi um undirbúning áður en fólk mætir í myndatöku. Saga segir að förðun geti líka oft komið vel út þegar verið er að taka starfsmannamyndir en sjálf starfar hún náið með Elínu Reynisdóttur förðungarfræðing. Förðun fyrir myndatöku á þá við um karlmenn rétt eins og konur. „Það er líka fínt að segja ljósmyndaranum hvað þú hefur í huga og jafnvel hvað þú vilt ekki,“ segir Saga sem dæmi um, hvernig fólk getur undirbúið sig huglægt áður en það mætir í myndatöku. Meðal þess sem Saga ætlar að ræða í erindinu sínu á ráðstefnu UAK er sterk sjálfsmynd. Saga segir að þegar fólk kemur í myndatöku, sé oft ágætt að það segi ljósmyndaranum hvaða væntingar það er með, hugmyndir og taki það jafnvel fram hvað það vill ekki. Vísir/Saga Sig Valdeflandi að eiga flottar myndir af sér Sjálf notar Saga mikið samfélagsmiðla þegar hún er að leita af fólki í verkefni eins og auglýsingar en sem dæmi um auglýsingar sem Saga hefur leikstýrt eru auglýsingar fyrir Ölgerðina og Orku náttúrunnar. Hún segir samfélagsmiðla líka nýtast vel í verkefnaöflun. Til dæmis hafi mörg af stærstu verkefnunum hennar í London komið til, vegna þess að fólk og fyrirtæki fann hana á Instagram og sá myndir sem hún hefur tekið þar. Á Íslandi hefur Saga myndað ógrynni af fólki í atvinnulífinu, í listaheiminum og í stjórnmálum. Og hún hikar ekki við, að hvetja fólk til að láta taka flottar myndir af sér. „Það getur verið mjög valdeflandi að eiga góð að mynd af sér,“ segir Saga. En tekur þú eftir einhverjum mun á konum og körlum þegar fólk mætir til þín? „Nei ég tek ekki eftir neinum sérstökum mun. Nema kannski það að konur eru duglegri að bóka svona myndatökur,“ segir Saga og bætir við: „Ég ætla einmitt að tala um það í erindinu mínu á ráðstefnu UAK á laugardag og þá sérstaklega að tala um sterka sjálfsmynd. Ég ætla líka að lýsa því hvernig það er að vera í skapandi starfi eins og ég og hvernig listin hjá mér hefur flætt milli greina.“ Dagskrá ráðstefnu UAK má sjá hér. Ljósmyndun Tengdar fréttir „Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42 Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. 24. febrúar 2021 07:01 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
En Saga hvetur líka fólk almennt, til að láta taka flottar myndir af sér. Ekki síst fólk í atvinnulífinu. Í dag og á morgun, ræðir Atvinnulífið við fyrirlesara sem munu halda erindi á ráðstefnu Ungra athafnakvenna, UAK, sem haldin verður í Hörpu næstkomandi laugardag. Saga er ein þeirra sem þar mun halda erindi en markmið ráðstefnunnar, er að velta því upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu. Öll leynitrixin í myndatöku Saga er 35 ára en segist hafa verið að mynda frá því hún var aðeins átta ára. Þá bjó hún á Þingvöllum. Síðar útskrifaðist Saga sem ljósmyndari úr LCF í London en þar starfaði hún í sjö ár við tísku og auglýsingaljósmyndun. Í London starfaði Saga líka mikið með tónlistarfólki. Síðustu misserin hefur það færst í vöxt, að fólk fer í svokallaðar portrait myndatöku til Sögu. Nokkuð hefur meira að segja verið um, að slíkar myndir hafi verið sendar til Atvinnulífsins af viðmælendum. Í erindinu sem Saga ætlar að halda á ráðstefnu UAK mun hún meðal annars deila því með ráðstefnugestum, hverju hún tekur eftir sérstaklega hjá konum í stjórnendastöðum, en eins líka að gefa upp hver leynitrixin eru til að líta vel út á mynd. En sem smá upphitun, fengum við Sögu til að fara aðeins yfir málin með okkur. Ættu fleiri að láta taka af sér myndir og ef já, hvers vegna? Saga segir fólk í atvinnulífinu geta nýtt sér portrait myndatökur í margvíslegum skilningi. Til dæmis sé gott að eiga flottar myndir til að senda út með fréttatilkynningum, með aðsendum greinum til birtingar í fjölmiðlum eða þegar fjölmiðlar óska eftir aðsendri mynd vegna frétta. Þá segir Saga samfélagsmiðla líka skipta æ meira máli og flottar myndir af fólki, séu ekki síst góðar til birtingar þar. „Þegar einstaklingar eða fyrirtæki hugsa út í hvert atriði innan fyrirtækis, til dæmis að taka flottar myndir af starfsfólki og stjórnendum, finnst mér fyrirtækið vera að sýna að það ber virðingu fyrir sinni eigin ásýnd og vandar sig því við hvert smáatriði sem viðkemur fyrirtækinu,“ segir Saga. Saga segir það geta nýst á margan hátt að eiga flottar myndir af sér. Til dæmis til að birta með aðsendum greinum í fjölmiðlum eða þegar fjölmiðlar biðja um aðsendar myndir vegna frétta. Til að birta með fréttatilkynningum og til að birta á samfélagsmiðlum.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin Saga segir gott fyrir fyrirtæki að endurtaka myndatökur af stjórnendum og starfsfólki á um það bil tveggja til þriggja ára fresti. Það sama eigi við um fólk, sem mætir í portrait myndatöku til að eiga sjálft. Saga mælir líka með því að fólk sem kemur oft fram í fjölmiðlum fyrir hönd starfs síns, eigi nokkrar mismunandi myndir af sjálfum sér. Þannig þurfi ekki alltaf að birta einu og sömu myndina, þegar beðið er um myndir. „Fyrir myndatökuna er sérstaklega gott að huga vel að fatavali. Vill einstaklingurinn virka casual á mynd eða vera snyrtilega klæddur og í jakkafötum?“ segir Saga sem dæmi um undirbúning áður en fólk mætir í myndatöku. Saga segir að förðun geti líka oft komið vel út þegar verið er að taka starfsmannamyndir en sjálf starfar hún náið með Elínu Reynisdóttur förðungarfræðing. Förðun fyrir myndatöku á þá við um karlmenn rétt eins og konur. „Það er líka fínt að segja ljósmyndaranum hvað þú hefur í huga og jafnvel hvað þú vilt ekki,“ segir Saga sem dæmi um, hvernig fólk getur undirbúið sig huglægt áður en það mætir í myndatöku. Meðal þess sem Saga ætlar að ræða í erindinu sínu á ráðstefnu UAK er sterk sjálfsmynd. Saga segir að þegar fólk kemur í myndatöku, sé oft ágætt að það segi ljósmyndaranum hvaða væntingar það er með, hugmyndir og taki það jafnvel fram hvað það vill ekki. Vísir/Saga Sig Valdeflandi að eiga flottar myndir af sér Sjálf notar Saga mikið samfélagsmiðla þegar hún er að leita af fólki í verkefni eins og auglýsingar en sem dæmi um auglýsingar sem Saga hefur leikstýrt eru auglýsingar fyrir Ölgerðina og Orku náttúrunnar. Hún segir samfélagsmiðla líka nýtast vel í verkefnaöflun. Til dæmis hafi mörg af stærstu verkefnunum hennar í London komið til, vegna þess að fólk og fyrirtæki fann hana á Instagram og sá myndir sem hún hefur tekið þar. Á Íslandi hefur Saga myndað ógrynni af fólki í atvinnulífinu, í listaheiminum og í stjórnmálum. Og hún hikar ekki við, að hvetja fólk til að láta taka flottar myndir af sér. „Það getur verið mjög valdeflandi að eiga góð að mynd af sér,“ segir Saga. En tekur þú eftir einhverjum mun á konum og körlum þegar fólk mætir til þín? „Nei ég tek ekki eftir neinum sérstökum mun. Nema kannski það að konur eru duglegri að bóka svona myndatökur,“ segir Saga og bætir við: „Ég ætla einmitt að tala um það í erindinu mínu á ráðstefnu UAK á laugardag og þá sérstaklega að tala um sterka sjálfsmynd. Ég ætla líka að lýsa því hvernig það er að vera í skapandi starfi eins og ég og hvernig listin hjá mér hefur flætt milli greina.“ Dagskrá ráðstefnu UAK má sjá hér.
Ljósmyndun Tengdar fréttir „Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00 Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00 UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42 Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. 24. febrúar 2021 07:01 Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Vinnusemin sem Íslendingar eru þekktir fyrir reynist mjög vel“ Danskt atvinnulíf er komið lengra en það íslenska í að ráða námsmenn í hlutastörf, sem síðar getur greitt ungu fólki götuna inn á vinnumarkaðinn þegar námi lýkur. 23. febrúar 2022 07:00
Með puttann á púlsinum í áratugi Þóra Ásgeirsdóttir hefur verið með puttann á kannanapúlsinum í áratugi, eða frá árinu 1986 þegar hún hóf störf hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. 21. febrúar 2022 07:00
UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42
Ómetanlegt að geta þegið ráð frá sterkum leiðtogum „Fræðslan nýttist mér beint inn í mín störf hjá Men&Mice þar sem ég fékk snemma tækifæri til að þróast í starfi og þar kom reynslan úr stjórnarstarfi félagsins ekki síður að góðum notum. Enn fremur gaf UAK mér sterkt tengslanet, sem hefur leitt af sér ýmis tækifæri sem ég efa að hefðu annars staðið mér til boða,“ segir Sigyn Jónsdóttir, VP of Customer Care hjá Men & Mice um það hvernig henni fannst félagsskapurinn UAK, Ungar athafnakonur, nýtast sér með beinum hætti á sinni framabraut. 24. febrúar 2021 07:01
Tilfinningagreind eftirsótt hjá starfsmönnum framtíðarinnar Nýjum kynslóðum á vinnumarkaði finnst eðlilegt að ræða tilfinningar og tilfinningagreind er eitt af því sem er alltaf að taka meira og meira pláss er meðal þess sem Guðrún Snorradóttir segir um hvers vegna tilfinningagreind skiptir miklu máli. 10. september 2020 09:00