„Núna er Stjarnan búin tapa í fjórum leikjum í röð Ásgeir, þrír í deildinni og svo töpuðu þeir fyrir KA-mönnum í bikar. Er krísa í Garðabænum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar.
„Já ég held að við getum alveg talað um það að það sé krísa í Garðabænum. Þetta lítur ekki þannig út eins og þeir ætluðu sér. Það er ekki að hjálpa til að þeir eiga Val á miðvikudaginn. Þeir eiga erfiða leiki,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni.
„Ég held að við getum hent í fyrirsögnina að það sé krísa í Garðabænum,“ sagði Ásgeir Örn.
„Patti án nú alltaf svo auðvelt með Snorra þannig að hann fær svona léttan leik,“ sagði Róbert Gunnarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni.
Ásgeir brosti og tók undir það. „Hann er ekki búinn að tapa fyrir honum í tíu leikjum eða svo,“ sagði Ásgeir Örn.
Það má heyra spjalla þeirra um Stjörnuna hér fyrir neðan.