Banna köfun að flakinu í Þingvallavatni til að tryggja sönnunargögn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 16:32 Flugvélin fannst í Þingvallavatni og voru allir látnir um borð. Vatnið er enn ísi lagt og ólíklegt að það opnist á næstunni að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. Fjórir voru um borð vélarinnar TF-ABB þegar hún fórst við Þingvallarvatn í byrjun febrúar, flugmaður og þrír farþegar, og fundust lík þeirra þann 6. febrúar síðastliðinn eftir umfangsmikla leit. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er bannið sett á til að tryggja þau gögn sem er að finna í flakinu en lögregla rannsakar nú slysið. „Bannið er sett til að tryggja að mikilvægum sönnunargögnum verði ekki raskað. Ákvörðun þessi jafngildir því að hald hafi verið lagt á flugvélarflakið á botni Þingvallavatns,“ segir í tilkynningunni. Til stóð að ná flakinu úr vatninu fyrr í mánuðinum en ákveðið var að hætta aðgerðum þar vegna íss sem lagði á vatninu. Aðstæður við vatnið voru síðan aftur skoðaðar í dag en vatnið er enn ísi lagt og ekki að vænta að það opnist á næstunni, að sögn lögreglu. „Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um að óviðkomandi hafi reynt að kafa að því en hins vegar er vitneskja um umræðu um slíkt meðal einhverra sem mögulega hafa hvorki þekkingu, búnað eða reynslu til að fást við köfun við jafn krefjandi aðstæður á því dýpi sem hér um ræðir,“ segir í tilkynningunni. Aðstæður við vatnið voru skoðaðar í dag en það er enn ísi lagt.Mynd/Lögreglan á Suðurlandi Flugslys við Þingvallavatn Lögreglan Þingvellir Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14. febrúar 2022 13:10 Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. 11. febrúar 2022 20:27 Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. 11. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Sjá meira
Fjórir voru um borð vélarinnar TF-ABB þegar hún fórst við Þingvallarvatn í byrjun febrúar, flugmaður og þrír farþegar, og fundust lík þeirra þann 6. febrúar síðastliðinn eftir umfangsmikla leit. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er bannið sett á til að tryggja þau gögn sem er að finna í flakinu en lögregla rannsakar nú slysið. „Bannið er sett til að tryggja að mikilvægum sönnunargögnum verði ekki raskað. Ákvörðun þessi jafngildir því að hald hafi verið lagt á flugvélarflakið á botni Þingvallavatns,“ segir í tilkynningunni. Til stóð að ná flakinu úr vatninu fyrr í mánuðinum en ákveðið var að hætta aðgerðum þar vegna íss sem lagði á vatninu. Aðstæður við vatnið voru síðan aftur skoðaðar í dag en vatnið er enn ísi lagt og ekki að vænta að það opnist á næstunni, að sögn lögreglu. „Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um að óviðkomandi hafi reynt að kafa að því en hins vegar er vitneskja um umræðu um slíkt meðal einhverra sem mögulega hafa hvorki þekkingu, búnað eða reynslu til að fást við köfun við jafn krefjandi aðstæður á því dýpi sem hér um ræðir,“ segir í tilkynningunni. Aðstæður við vatnið voru skoðaðar í dag en það er enn ísi lagt.Mynd/Lögreglan á Suðurlandi
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglan Þingvellir Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14. febrúar 2022 13:10 Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. 11. febrúar 2022 20:27 Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. 11. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Sjá meira
Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14. febrúar 2022 13:10
Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. 11. febrúar 2022 20:27
Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. 11. febrúar 2022 11:43