„Óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. mars 2022 19:00 Aðstandendur átaksins sem ætlað er að fækka nauðgunum á djamminu. Vísir/Berghildur Nauðganir eiga ekki að vera ásættanlegur hluti af skemmtanalífinu segir ríkislögreglustjóri sem í dag hratt af stað átaki til fækka þeim ásamt dómsmálaráðherra og Neyðarlínunni. Almenningur er hvattur til að taka þátt, vera vakandi og láta vita. Árlega voru að meðaltali um tvö hundruð nauðganir tilkynntar til lögreglu á árunum 2017 til 2019. Árið 2020 fækkaði tilkynningum hins vegar um 43% en á þeim tíma voru samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hvað harðastar. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hófu í dag vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biður fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og láta vita ef það telji hættu á ofbeldi.Vísir/Egill Við viljum ekki að nauðganir séu partur af skemmtanalífinu, það er óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sigríður segir að veitingafólk hafi í auknum mæli skipt sér af gruni það að fólki hafi verið byrlað slævandi lyf á djamminu. „Veitingafólk hefur haft samband við okkur og leigubílstjóra vegna gruns um byrlanir og hefur jafnvel komið fólki upp á bráðadeild. Þá eru lögregluembætti um allt land sífellt að þróa viðbrögð sín komi upp grunur um byrlanir. Því í þeim tilfellum þarf að bregðast afar hratt við,“ segir Sigríður. Þau segja samstarfsaðila átaksins marga , meðal þeirra er Strætó en nú er leyfilegt að trufla bílstjóra á ferð ef fólk óttast ofbeldi gegn sér eða öðrum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarna ára við.Vísir/Egill Sigríður Björk segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarinna ára við. „Þessir glæpir sem eru tilkynntir til okkar virðast oft á tíðum vera tækifærisglæpir, einhvers konar lærð hegðun þannig að þá á að vera hægt að snúa því til baka,“ segir hún að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Kynferðisofbeldi Strætó Næturlíf Tengdar fréttir Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Árlega voru að meðaltali um tvö hundruð nauðganir tilkynntar til lögreglu á árunum 2017 til 2019. Árið 2020 fækkaði tilkynningum hins vegar um 43% en á þeim tíma voru samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins hvað harðastar. Dómsmálaráðherra, Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hófu í dag vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi þar sem almenningur er hvattur til að vera vakandi og láta vita. „Við erum ekki að biðja fólk um að fara í einhvern lögguleik. Við erum að biðja fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu. Ef fólk sér eitthvað óeðlilegt í gangi, að það spyrji hvort ekki sé í lagi. Við erum öll á vaktinni, við látum hlutina ekki fara framhjá okkur, við horfum ekki í hina áttina,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra biður fólk um að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og láta vita ef það telji hættu á ofbeldi.Vísir/Egill Við viljum ekki að nauðganir séu partur af skemmtanalífinu, það er óásættanlegt að nauðganir séu hluti af skemmtanalífinu,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sigríður segir að veitingafólk hafi í auknum mæli skipt sér af gruni það að fólki hafi verið byrlað slævandi lyf á djamminu. „Veitingafólk hefur haft samband við okkur og leigubílstjóra vegna gruns um byrlanir og hefur jafnvel komið fólki upp á bráðadeild. Þá eru lögregluembætti um allt land sífellt að þróa viðbrögð sín komi upp grunur um byrlanir. Því í þeim tilfellum þarf að bregðast afar hratt við,“ segir Sigríður. Þau segja samstarfsaðila átaksins marga , meðal þeirra er Strætó en nú er leyfilegt að trufla bílstjóra á ferð ef fólk óttast ofbeldi gegn sér eða öðrum. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarna ára við.Vísir/Egill Sigríður Björk segir að það eigi að vera hægt að snúa þróun undanfarinna ára við. „Þessir glæpir sem eru tilkynntir til okkar virðast oft á tíðum vera tækifærisglæpir, einhvers konar lærð hegðun þannig að þá á að vera hægt að snúa því til baka,“ segir hún að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Kynferðisofbeldi Strætó Næturlíf Tengdar fréttir Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Skera upp herör gegn kynferðisofbeldi á djamminu Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan kynntu vitundarvakningu gegn kynferðisofbeldi á blaðamannafundi í dag. Tilkynntum nauðgunum fækkaði um 43% árið 2020 þegar samkomutakmarkanir voru í hámarki. 1. mars 2022 13:16