Hættur eftir að hann var skotinn niður: Hræddur um heilsuna og vinnu sína sem arkitekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2022 08:32 Brynjar Darri Baldursson gengur af velli eftir að hafa verið skotinn niður. Jóhanna Björk Gylfadóttir sjúkraþjálfari hefur auðvitað áhyggjur af honum. S2 Sport Handboltamarkvörðurinn Brynjar Darri Baldursson er hættur í handbolta og það er ekki af góðu. Hann var skotinn niður í síðasta leik sínum með Stjörnunni og tók þá strax ákvörðun, vinnunnar og fjölskyldunnar vegna, að hætta að verða fyrir skotum andstæðinganna. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar Darra í gær og fékk að vita meira um af hverju hann sér hættur í handbolta aðeins 29 ára gamall. „Það var í viðureign KA og Stjörnunnar í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins þar sem KA-maðurinn Ólafur Gústafsson skaut í andlitið á Brynjari Darra. Auðvitað óviljaverk en á þeirri stundu var Brynjar alveg viss að handboltaskórnir yrðu settir upp í hillu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég var búinn að fá höfuðhögg ári fyrr og vissi alveg hvernig meðferðin yrði. Ég fékk svona „flashback“ og var skíthræddur um afleiðingarnar. Ég vildi því eiginlega kalla þetta gott eftir það,“ sagði Brynjar Darri Baldursson. „Þú varst reiður,“ sagði Gaupi og undir má sjá myndir af viðbrögðum Brynjars Darra eftir að hafa fengið skotið í andlitið. Klippa: Gaupi ræddi við handboltamarkvörð sem var skotinn niður Eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt „Já vægast sagt. Það var eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt. Við vorum fljótir að útkljá það við Óli eftir leikinn. Maður velur þetta sjálfur að standa þarna á milli stanganna en það getur haft helvíti slæmar afleiðingar. Það gerði það í þetta skiptið,“ sagði Brynjar Darri. Brynjar Darri er líka að hugsa um sinn starfsferil sem arkitekt. „Já fyrst og fremst. Ég verð að geta teiknað, mælt og allt svona,“ sagði Brynjar en eru markverðir hræddir um að fá skot í andlitið.? „Hræddir og ekki hræddir. Þetta er ákveðin sálræn barátta um næsta skot og svo framvegis. Kannski er það hræðsla upp að vissu marki,“ sagði Brynjar. Menn minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga „Þetta getur orðið sálfræðistríð á milli leikmanna og leikmennirnir geta verið að setja boltann nálægt hausnum. Þú ferð að beita þér öðruvísi á móti viðkomandi leikmanni. Þetta þekkist alveg en ég held að menn séu orðnir aðeins meðvitaðir um þetta núna. Menn eru minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga,“ sagði Brynjar. En var Brynjar lengi að jafna sig eftir þetta skot í andlitið frá Ólafi Gústafssyni? „Þetta var eins og síðast. Pínu jafnvægisleysi í nokkra daga og svo er það hausverkur sem fylgir þessu. Svo hægt og rólega, sem betur fer í þetta skiptið, þá er ég orðinn mjög góður,“ sagði Brynjar en tók hann ákvörðunina strax um að hætta? Heilsan, fjölskyldan og vinnan „Ég ætla ekki að ljúga um það. Skotið kom beint í andlitið og ég fór í grúfu á gólfið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri komið gott,“ sagði Brynjar. „Þá eru menn fyrst og fremst að hugsa um heilsuna sína,“ skaut Gaupi inn í. „Já heilsuna, fjölskylduna og vinnuna. Þú vilt geta sinnt öllu öðru hundrað prósent. Það er bara þannig,“ sagði Brynjar. „Nú er svolítið liðið síðan að þetta gerðist. Þér hefur ekki langað inn á völlinn aftur,“ spurði Gaupi. Fór á fund „Jú jú. Maður getur aldrei slitið sig almennilega frá þessu. Ég fór á fund með Einari og Patta og við ræddum þetta aðeins. Það var niðurstaðan að ef allt fer til fjandast hjá markvörðunum þá get ég svo sem hoppað inn í þetta en við skulum vona ekki,“ sagði Brynjar Darri. Það má sjá allt viðtalið sem og myndir frá skotinu í myndbandinu hér fyrir ofan. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar Darra í gær og fékk að vita meira um af hverju hann sér hættur í handbolta aðeins 29 ára gamall. „Það var í viðureign KA og Stjörnunnar í sextán liða úrslitum Coca Cola bikarsins þar sem KA-maðurinn Ólafur Gústafsson skaut í andlitið á Brynjari Darra. Auðvitað óviljaverk en á þeirri stundu var Brynjar alveg viss að handboltaskórnir yrðu settir upp í hillu,“ sagði Guðjón Guðmundsson. „Ég var búinn að fá höfuðhögg ári fyrr og vissi alveg hvernig meðferðin yrði. Ég fékk svona „flashback“ og var skíthræddur um afleiðingarnar. Ég vildi því eiginlega kalla þetta gott eftir það,“ sagði Brynjar Darri Baldursson. „Þú varst reiður,“ sagði Gaupi og undir má sjá myndir af viðbrögðum Brynjars Darra eftir að hafa fengið skotið í andlitið. Klippa: Gaupi ræddi við handboltamarkvörð sem var skotinn niður Eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt „Já vægast sagt. Það var eitthvað sem kviknaði í mér og ég sá bara rautt. Við vorum fljótir að útkljá það við Óli eftir leikinn. Maður velur þetta sjálfur að standa þarna á milli stanganna en það getur haft helvíti slæmar afleiðingar. Það gerði það í þetta skiptið,“ sagði Brynjar Darri. Brynjar Darri er líka að hugsa um sinn starfsferil sem arkitekt. „Já fyrst og fremst. Ég verð að geta teiknað, mælt og allt svona,“ sagði Brynjar en eru markverðir hræddir um að fá skot í andlitið.? „Hræddir og ekki hræddir. Þetta er ákveðin sálræn barátta um næsta skot og svo framvegis. Kannski er það hræðsla upp að vissu marki,“ sagði Brynjar. Menn minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga „Þetta getur orðið sálfræðistríð á milli leikmanna og leikmennirnir geta verið að setja boltann nálægt hausnum. Þú ferð að beita þér öðruvísi á móti viðkomandi leikmanni. Þetta þekkist alveg en ég held að menn séu orðnir aðeins meðvitaðir um þetta núna. Menn eru minna að leika sér að þessu heldur en í gamla daga,“ sagði Brynjar. En var Brynjar lengi að jafna sig eftir þetta skot í andlitið frá Ólafi Gústafssyni? „Þetta var eins og síðast. Pínu jafnvægisleysi í nokkra daga og svo er það hausverkur sem fylgir þessu. Svo hægt og rólega, sem betur fer í þetta skiptið, þá er ég orðinn mjög góður,“ sagði Brynjar en tók hann ákvörðunina strax um að hætta? Heilsan, fjölskyldan og vinnan „Ég ætla ekki að ljúga um það. Skotið kom beint í andlitið og ég fór í grúfu á gólfið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta væri komið gott,“ sagði Brynjar. „Þá eru menn fyrst og fremst að hugsa um heilsuna sína,“ skaut Gaupi inn í. „Já heilsuna, fjölskylduna og vinnuna. Þú vilt geta sinnt öllu öðru hundrað prósent. Það er bara þannig,“ sagði Brynjar. „Nú er svolítið liðið síðan að þetta gerðist. Þér hefur ekki langað inn á völlinn aftur,“ spurði Gaupi. Fór á fund „Jú jú. Maður getur aldrei slitið sig almennilega frá þessu. Ég fór á fund með Einari og Patta og við ræddum þetta aðeins. Það var niðurstaðan að ef allt fer til fjandast hjá markvörðunum þá get ég svo sem hoppað inn í þetta en við skulum vona ekki,“ sagði Brynjar Darri. Það má sjá allt viðtalið sem og myndir frá skotinu í myndbandinu hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira