Bjarni Halldór aðstoðar Þorgerði Katrínu Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2022 11:10 Bjarni Halldór Janusson, fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar. Bjarni Halldór Janusson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi varaþingmaður, hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og þingmanns Viðreisnar. Bjarni Halldór tekur við stöðunni af Maríu Rut Kristinsdóttur sem hafði gegnt stöðunni í fjögur ár. María Rut hefur verið ráðin kynningarstýra UN Women líkt og greint var frá í gær. Bjarni Halldór segist mjög spenntur fyrir verkefninu. „Það er gaman að vera kominn aftur og fá að vinna með þessu frábæra fólki. Það eru ákveðin forréttindi að geta starfað við það sem ég hef ástríðu fyrir. Ég hlakka til komandi tíma og þó að starfið sé krefjandi er það ekki vandamál þegar áhuginn mun nýtast mér sem góður drifkraftur,“ segir Bjarni sem var að koma sér fyrir á skrifstofunni þegar fréttastofa náði tali af honum. Bjarni Halldór er fæddur árið 1995 og rataði í fréttir í apríl 2017 þegar hann varð yngsti maðurinn til að taka sæti á Alþingi, þá 21 árs gamall og 142 dögum betur. Bjarni hefur tekið þátt í starfi Viðreisnar frá árinu 2014 og var meðal fyrstu stofnenda flokksins og fyrsti forseti ungliðahreyfingarinnar. „Hann hlaut kjör sem varaþingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi árið 2016 og tók sæti á þingi í tvígang árið 2017 og varð þá yngsti sitjandi þingmaður frá upphafi. Á meðan þingsetu sinni stóð lagði Bjarni fram þingsályktunartillögu um sálfræðiþjónustu í opinberum háskólum. Bjarni er með háskólagráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplómu á meistarastigi til kennsluréttinda frá sama skóla og lauk meistaranámi í stjórnmálaheimspeki frá Háskólanum í York í Bretlandi. Bjarni starfaði áður í byggingariðnaði sem fjármála- og skrifstofustjóri hjá pípulagnaverktaka og einnig við borgaralega fermingarfræðslu í aukaverkum,“ segir í tilkynningu frá Bjarna. Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaður Íslandssögunnar brotnaði í bardaga í Taílandi "Þetta snýst ekki um einhverja sýndarmennsku eða að fá útrás fyrir ofbeldishneigð.“ 16. janúar 2018 21:29 Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og verður Bjarni þar með yngsti þingmaður sögunnar til að setjast á þing en Alþingi kemur saman eftir páskahlé klukkan 15 í dag. 24. apríl 2017 14:49 Hættir sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar og fer til UN Women María Rut Kristinsdóttir hættir í dag sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, eftir fjögurra ára starf. Hún hefur tekið við sem kynningarstýra UN Women. 1. mars 2022 10:11 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Bjarni Halldór tekur við stöðunni af Maríu Rut Kristinsdóttur sem hafði gegnt stöðunni í fjögur ár. María Rut hefur verið ráðin kynningarstýra UN Women líkt og greint var frá í gær. Bjarni Halldór segist mjög spenntur fyrir verkefninu. „Það er gaman að vera kominn aftur og fá að vinna með þessu frábæra fólki. Það eru ákveðin forréttindi að geta starfað við það sem ég hef ástríðu fyrir. Ég hlakka til komandi tíma og þó að starfið sé krefjandi er það ekki vandamál þegar áhuginn mun nýtast mér sem góður drifkraftur,“ segir Bjarni sem var að koma sér fyrir á skrifstofunni þegar fréttastofa náði tali af honum. Bjarni Halldór er fæddur árið 1995 og rataði í fréttir í apríl 2017 þegar hann varð yngsti maðurinn til að taka sæti á Alþingi, þá 21 árs gamall og 142 dögum betur. Bjarni hefur tekið þátt í starfi Viðreisnar frá árinu 2014 og var meðal fyrstu stofnenda flokksins og fyrsti forseti ungliðahreyfingarinnar. „Hann hlaut kjör sem varaþingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi árið 2016 og tók sæti á þingi í tvígang árið 2017 og varð þá yngsti sitjandi þingmaður frá upphafi. Á meðan þingsetu sinni stóð lagði Bjarni fram þingsályktunartillögu um sálfræðiþjónustu í opinberum háskólum. Bjarni er með háskólagráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, diplómu á meistarastigi til kennsluréttinda frá sama skóla og lauk meistaranámi í stjórnmálaheimspeki frá Háskólanum í York í Bretlandi. Bjarni starfaði áður í byggingariðnaði sem fjármála- og skrifstofustjóri hjá pípulagnaverktaka og einnig við borgaralega fermingarfræðslu í aukaverkum,“ segir í tilkynningu frá Bjarna.
Vistaskipti Viðreisn Alþingi Tengdar fréttir Yngsti þingmaður Íslandssögunnar brotnaði í bardaga í Taílandi "Þetta snýst ekki um einhverja sýndarmennsku eða að fá útrás fyrir ofbeldishneigð.“ 16. janúar 2018 21:29 Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og verður Bjarni þar með yngsti þingmaður sögunnar til að setjast á þing en Alþingi kemur saman eftir páskahlé klukkan 15 í dag. 24. apríl 2017 14:49 Hættir sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar og fer til UN Women María Rut Kristinsdóttir hættir í dag sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, eftir fjögurra ára starf. Hún hefur tekið við sem kynningarstýra UN Women. 1. mars 2022 10:11 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Yngsti þingmaður Íslandssögunnar brotnaði í bardaga í Taílandi "Þetta snýst ekki um einhverja sýndarmennsku eða að fá útrás fyrir ofbeldishneigð.“ 16. janúar 2018 21:29
Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og verður Bjarni þar með yngsti þingmaður sögunnar til að setjast á þing en Alþingi kemur saman eftir páskahlé klukkan 15 í dag. 24. apríl 2017 14:49
Hættir sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar og fer til UN Women María Rut Kristinsdóttir hættir í dag sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, eftir fjögurra ára starf. Hún hefur tekið við sem kynningarstýra UN Women. 1. mars 2022 10:11