Aldrei farið eins langt niður og eftir Söngvakeppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2022 11:53 Egill Ploder sló fyrst í gegn í menntaskóla og hefur verið vinsæll skemmtikraftur síðan þá. Vísir/vilhelm Egill Ploder sló í gegn sem menntskælingur í Versló og vakti strax þá athygli um allt Ísland þegar hann gaf út lagið Sumartíminn ásamt félögum sínum. Egill Ploder er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Egill yfir tímann þegar hann tók þátt í Söngvakeppninni árið 2018 með laginu Hér með þér. Egill var lengi vel mjög vinsæll meðal ungs fólks hér á landi þegar hann var partur af samfélagsmiðlahópinum Áttan. Áttan sendi í raun lagið inn í keppnina og flutti Egill lagið ásamt Sonju Valdin á sviðinu í Háskólabíói. Í raun um leið og opnað var fyrir kosninguna var lagið komið áfram vegna vinsælda Egils og Sonju meðal ungmenna í landinu. En flutningurinn gekk ekki vel. „Þetta er klárlega erfiðasta verkefni sem ég hef farið í gegnum á mínum fjölmiðlaferli,“ segir Egill um atvikið en hann missti röddina um tíma í flutningnum. Internettröllin rifja þetta upp „Það er alltaf verið að rifja þetta upp. Einhver internettröll sýna þetta á netinu og ég er svo sem kominn yfir það. Ég er ekkert mikið að festa mig við þetta atvik og ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ótrúlega stoltur af mér hvernig ég tæklaði þetta verkefni. Hvernig ég tæklaði það að hafa lent í þessu. Á þessum tíma þurfti ég að fara í djúpar pælingar. Þarna fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Ekki það að ég sé að kenna neinum um, ég ber ábyrgð á þessum flutningi. En þegar ég stíg inn á sviðið þetta kvöld og heyri talið 3, 2, 1 og ljósin fara niður hugsa ég, rétt áður en ég fer í black out: „Shit ég er ekki tilbúinn!“ segir Egill. Hann bætir við að hann hafi í raun tekið að sér allt of mörg verkefni í kringum atriðið sem bitnaði á hans frammistöðu. Klippa: Einkalífið - Egill Ploder Aldrei orðið stressaður áður „Þegar ég átta mig á því að ég er ekki tilbúinn, þá er í raun hundrað prósent líkur á því að þetta er að fara klikka. Þetta gerist á þessu sviði og það er sturlað áhorf. Ég hafði þarna aldrei orðið stressaður að koma fram og hafði til að mynda komið fram á Þjóðhátíð. Við komumst þarna áfram og það er eins og það er. Þarna líða síðan tvær vikur frá okkar undankvöldi að úrslitakvöldinu. Það voru mjög erfiðar tvær vikur. Ég veit alveg að þetta er ekkert stórt vandamál í stóra samhenginu en mínar tilfinningar fóru rosalega langt niður. Það hlakkaði í mjög mörgum að þetta skildi hafa gerst. Þarna þarf ég bara að leita mér hjálpar og fer til sálfræðings í millitíðinni og við æfðum ekkert í viku því við þurftum að leita inn á við. Síðan stend ég á sviðinu tveimur vikum seinna og ég sver það, ég hef aldrei verið eins stressaður á ævi minni.“ Hann segist hafa líðið þannig að allir væru að pæla í því hvort þetta myndi gerast aftur hjá honum á sviðinu. „Þetta gerðist ekki aftur og ég náði þessum tóni sem klikkaði. Þetta var ekki fullkominn flutningur en fjandinn hafi það, hann var allt í lagi. Við eigum það til Íslendingar að við tölum minna um það sem gengur vel og meira um það sem fer úrskeiðis. Það er kannski mannlegt eðli. Núna horfi ég til baka, þetta eru fjögur ár og það eina sem ég tek út úr þessu er hvað ég er drulluánægður með sjálfan mig hvernig ég tæklaði þetta. Það kom mér smá á óvart hvað ég tók þessu nærri mér því mér fannst ég vera orðinn svo vanur því að verða fyrir hatri á miðlunum en þetta var á næsta stigi og ég hef aldrei upplifað annað eins. Það kom ótrúleg reynsla út úr þessu og ég sterkari fyrir vikið.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Egill einnig um Verslóárin, Áttutímann, um þá staðreynda að hann er að verða faðir í fyrsta sinn, lífið í útvarpinu, samband sitt við Thelmu kærustu sína og margt fleira. Einkalífið Eurovision Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira
Egill Ploder er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Egill yfir tímann þegar hann tók þátt í Söngvakeppninni árið 2018 með laginu Hér með þér. Egill var lengi vel mjög vinsæll meðal ungs fólks hér á landi þegar hann var partur af samfélagsmiðlahópinum Áttan. Áttan sendi í raun lagið inn í keppnina og flutti Egill lagið ásamt Sonju Valdin á sviðinu í Háskólabíói. Í raun um leið og opnað var fyrir kosninguna var lagið komið áfram vegna vinsælda Egils og Sonju meðal ungmenna í landinu. En flutningurinn gekk ekki vel. „Þetta er klárlega erfiðasta verkefni sem ég hef farið í gegnum á mínum fjölmiðlaferli,“ segir Egill um atvikið en hann missti röddina um tíma í flutningnum. Internettröllin rifja þetta upp „Það er alltaf verið að rifja þetta upp. Einhver internettröll sýna þetta á netinu og ég er svo sem kominn yfir það. Ég er ekkert mikið að festa mig við þetta atvik og ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég ótrúlega stoltur af mér hvernig ég tæklaði þetta verkefni. Hvernig ég tæklaði það að hafa lent í þessu. Á þessum tíma þurfti ég að fara í djúpar pælingar. Þarna fór allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis. Ekki það að ég sé að kenna neinum um, ég ber ábyrgð á þessum flutningi. En þegar ég stíg inn á sviðið þetta kvöld og heyri talið 3, 2, 1 og ljósin fara niður hugsa ég, rétt áður en ég fer í black out: „Shit ég er ekki tilbúinn!“ segir Egill. Hann bætir við að hann hafi í raun tekið að sér allt of mörg verkefni í kringum atriðið sem bitnaði á hans frammistöðu. Klippa: Einkalífið - Egill Ploder Aldrei orðið stressaður áður „Þegar ég átta mig á því að ég er ekki tilbúinn, þá er í raun hundrað prósent líkur á því að þetta er að fara klikka. Þetta gerist á þessu sviði og það er sturlað áhorf. Ég hafði þarna aldrei orðið stressaður að koma fram og hafði til að mynda komið fram á Þjóðhátíð. Við komumst þarna áfram og það er eins og það er. Þarna líða síðan tvær vikur frá okkar undankvöldi að úrslitakvöldinu. Það voru mjög erfiðar tvær vikur. Ég veit alveg að þetta er ekkert stórt vandamál í stóra samhenginu en mínar tilfinningar fóru rosalega langt niður. Það hlakkaði í mjög mörgum að þetta skildi hafa gerst. Þarna þarf ég bara að leita mér hjálpar og fer til sálfræðings í millitíðinni og við æfðum ekkert í viku því við þurftum að leita inn á við. Síðan stend ég á sviðinu tveimur vikum seinna og ég sver það, ég hef aldrei verið eins stressaður á ævi minni.“ Hann segist hafa líðið þannig að allir væru að pæla í því hvort þetta myndi gerast aftur hjá honum á sviðinu. „Þetta gerðist ekki aftur og ég náði þessum tóni sem klikkaði. Þetta var ekki fullkominn flutningur en fjandinn hafi það, hann var allt í lagi. Við eigum það til Íslendingar að við tölum minna um það sem gengur vel og meira um það sem fer úrskeiðis. Það er kannski mannlegt eðli. Núna horfi ég til baka, þetta eru fjögur ár og það eina sem ég tek út úr þessu er hvað ég er drulluánægður með sjálfan mig hvernig ég tæklaði þetta. Það kom mér smá á óvart hvað ég tók þessu nærri mér því mér fannst ég vera orðinn svo vanur því að verða fyrir hatri á miðlunum en þetta var á næsta stigi og ég hef aldrei upplifað annað eins. Það kom ótrúleg reynsla út úr þessu og ég sterkari fyrir vikið.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Egill einnig um Verslóárin, Áttutímann, um þá staðreynda að hann er að verða faðir í fyrsta sinn, lífið í útvarpinu, samband sitt við Thelmu kærustu sína og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Sjá meira