UFC-hetjan mögulega í tuttugu ára fangelsi fyrir að reyna að myrða barnaníðinginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2022 13:00 Cain Velasquez sést hér handjárnaður í réttarsal Santa Clara County Hall í gær. AP/Aric Crabb UFC-goðsögnin Cain Velasquez hefur nú verið formlega ákærð fyrir morðtilraun eftir skotárás hans á mánudagskvöldið í San Jose í Kaliforníu. Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE. MMA Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
Velasquez, sem er fyrrum heimsmeistari í þungavigt í UFC, er ákærður fyrir morðtilraun að yfirlögðu ráði sem og ýmis önnur brot tengdum skotárásinni. Hinn 39 ára gamli Velasquez reyndi þar að skjóta mann að nafni Harry Eugene Goularte. Goularte hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita kynferðislega unga stúlku innan nærfjölskyldu Velasquez. Stúlkan er undir tíu ára aldri. Content warning: This story contains details that may be disturbing for some readers.Cain Velasquez has been charged. He is accused of targeting Harry Eugene Goularte, who is charged with allegedly molesting one of Velasquez's young relatives.More: https://t.co/ivMEVahtlb pic.twitter.com/rpIArVUzvi— ESPN MMA (@espnmma) March 3, 2022 Velasquez fékk á sig tíu ákærur og gæti verið á leiðinni í tuttugu ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur. Skotárásin varð eftir að Velasquez hafi elt bíl Goularte á miklum hraða í gegnum San Jose borg. Velasquez keyrði á endanum utan í bíl Goularte og hóf í framhaldinu skothríð að bílnum. Í bílnum voru Goularte og tveir eldri ættingjar hans. 63 ára gamall stjúpfaðir Goularte, Paul Bender, fékk skot í hendi og skrokk en er ekki í lífshættu. „Það er mikill harmleikur að herra Velasquez hafi ákveðið að taka lögin í sínar hendur, setja almenning í mikla hættu sem og alla þá sem voru í bílnum. Svona ofbeldi veldur líka enn meiri sársauka og þjáningu fyrir hans fjölskyldu,“ sagði Jeff Rosen saksóknari í Santa Clara sýslu. Dana White shares his first comments on Cain Velasquez s arrest.Full story: https://t.co/BTHr7io57C pic.twitter.com/mDptFCytxo— MMA Junkie (@MMAJunkie) March 3, 2022 Velasquez varð þungavigtarmeistari UFC í tvígang. Hann varði beltið fyrst árið 2011 og hélt því síðan aftur á árunum 2012 til 2015. Hans fyrsti heimsmeistaratitill kom í hús eftir sigur á Brock Lesnar á UFC 121. Eftir að Velasquez hætti að keppa í UFC þá færði hann sig yfir í fjölbragðaglímuna hjá WWE.
MMA Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira