Störfum stolið og stjórnvöld ráðþrota Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 3. mars 2022 16:00 Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar hafa í tæpan áratug barist fyrir því að gestaflutningar (e. cabotage) verði vel skilyrtir hér á landi og að öll erlend ferðaþjónustustarfsemi og starfsmenn henni tengdir undirgangist sömu skilyrði og gilda fyrir innlendan vinnumarkað. Samtökin hafa t.d. farið fram á að allir erlendir starfsmenn njóti sömu starfskjara og innlendir starsfsmenn og að erlend fyrirtæki í hópbifreiðarekstri hafi takmarkaðar heimildir til aksturs hér á landi. Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að hér gætu ríkt eðlileg samkeppnisskilyrði. Breytingin felst í því að erlendum rekstraraðilum hópbifreiða er heimilt að stunda gestaflutninga, þ.e. starfemi hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almannaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Sambærileg ákvæði í Danmörku miða akstur við 7 daga og staðfestingu á að bílstjórar fái að minnsta kosti sömu laun og dönskum bílstjórum stendur til boða. Skortir á regluverk Eftir að 10 daga reglan var samþykkt síðasta sumar var tekið eftir því að erlent ökutæki fékk að vera í starfsemi hér á landi óáreitt þrátt fyrir lagabreytingu. Félagsmenn samtakanna vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila sem að sögn höfðu afskipti af rútunni en afleiðingar voru engar þar sem eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtal við tollverði sem eiga að fylgjast með innflutningi erlendra hópbifreiða og kom í ljós að þeir eru ekki með ferli sem þarf að fylgja þegar erlend hópbifreið á vegum erlendra rekstraraðila er flutt til landis. Reglugerð samgönguráðherra sem tryggir þetta ferli hefur ekki verið gerð nú 9 mánuðum eftir lögin voru samþykkt og ferðþjónustan að fara í gang eftir faraldurshremmingar. Staðan er því þannig að lögum hefur verið breytt en reglugerð hefur ekki verið sett. Eftirlitsferli og viðurlög eru ekki til staðar hjá lykileftirlitsaðilum. Eftirlit með því að lögum sé framfylgt er því í molum. Það er algerlega óásættanlegt og verður að breyta strax. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega samkeppnishindrunin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur einnig tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri og séu hvorki með aukin ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða leigubílum. Þetta hafa SAF og félagsmenn samtakanna ítrekað tilkynnt til umferðareftirlits lögreglu sem hefur gert athuganir og beint svo til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra án niðurstöðu. Hér er staðan því einnig sú að eftirlitið er óskilvirkt enda fást ekki svör við því hjá ríkislögreglustjóra hvaða réttindi skuli tekin gild og hver ekki. Þetta er einnig algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Á meðan starfa erlend hópbifreiðafyrirtæki og ökumenn hér á landi í sjóræningjastarfemi án athugasemda. Aðgerða er þörf Nú í mars ætluðu SAF að boða til málþings um eftirlit með erlendum aðilum í gestaflutningum og atvinnuakstri. Þar var áætlað að lögregla og tollur töluðu um það eftirlitsferli sem nauðsynlegt er til að 10 daga reglan gangi upp. Einnig átti að fara yfir hvaða aukin ökuréttindi erlendir ökumenn þurfa að hafa til að aka í atvinnuakstri hér á landi. Það er skemmst frá því að segja að hvorki lögregla né tollur treystu sér til að fara yfir þessi mál þar sem þessi embætti sögðust hafa litlar sem engar upplýsingar um 10 daga regluna og að nauðsynleg réttindi til að aka með allt að níu farþega í atvinnuskyni hafi ekki verið skýrð. Samtök ferðaþjónustunnar minnast þess ekki að hafa í annan tíma fengið jafn sláandi og afdráttarlausa sönnun þess að eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum sé í fullkomnu uppnámi. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld að girða sig í brók. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en háönn í ferðaþjónustu skellur á og erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar fara að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. Áðurnefndu málþingi hefur verið frestað til loka apríl mánaðar og SAF krefjast þess að stjórnvöld tryggi að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir þegar málþingið fer fram. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAF Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun