„Oftast hlusta fullorðnir ekki á okkur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. mars 2022 19:31 Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahóp fyrir barnaþing segir fullorðna ekki hlusta á krakka. Ráðherrar mættu á þingið í dag. Svandís Svavarsdóttir sendi sjálfri sér ellefu ára gamalli skilaboð á þinginu í dag. Vísir/Egill Við viljum að röddin okkar heyrist og að það sé tekið mark á henni segja þáttakendur á Barnaþingi sem var sett í Hörpu í dag. Ráðherrar sem mættu gáfu krökkunum ráð eins og að þau ættu að varðveita barnið í sjálfum sér og ræða við aðra um líðan sína. Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu. Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Barnaþing var sett í annað skipti í Hörpu í dag en þátttakendur sem eru á aldrinum ellefu til fimmtán ára voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Þingið verður með þjóðfundarfyrirkomulagi þar sem áhersla verður lögð á mannréttindi, umhverfismál og menntun. Krakkarnir voru ánægðir með að fá að láta rödd sína heyrast. „Oftast hlustar fullorðna fólkið ekki á okkur krakkana og tekur ekki eftir okkur, hlusta bara á annað fullorðið fólk,“ segir Sigtryggur Máni Guðmundsson sem sat í ráðgjafahópi Barnaþings og tekur þátt í því í ár. „Það er svo frábært að vera partur af þessu á svona ungum aldri og fá að segja sínar skoðanir,“ segir Kristjana Erla Kjartasdóttir sem sat líka í ráðgjafahópnum. Þau Kristjana Erla Kjartasdóttir og Sigtryggur Máni Guðmundsson taka þátt í Barnaþinginu þetta árið.Vísir/Egill Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinberri stefnumótun. Fulltrúar þeirra voru mættir á þingið og beðnir um að senda sjálfum sér skilaboð væru þeir unglingar í dag. Stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að nota niðurstöður Barnaþings í opinbera stefnumótun.Vísir/Egill Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem var orðin einn og áttatíu að hæð ellefu ára og átti erfitt þegar hún vangaði við stráka sem náðu henni upp að mitti sendi sér þessi skilaboð. „Sennilega hefði ég sagt við þessa stelpu þetta á eftir að lagast,“ sagði Svandís sem hvatti krakkana til að halda í barnið í sér og leika sér alla ævi. Svandís talaði til sín þegar hún var ellefu ára og langstærst og skilaboðin voru: „Þetta á eftir að lagast.“Vísir/Egill Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hvatti krakkana til að segja öðrum frá líði þeim illa. Því fyrr sem krakkarnir geri það því fljótari verði þau að átta sig á hver þau vilji verða. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hvatti svo krakkana í sinni ræðu til að varðveita barnið í sjálfum sér. Þjóðfundurinn hefst á morgun í Hörpu klukkan níu.
Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Krakkar Réttindi barna Harpa Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira