Tónlist

Öðlaðist loksins kjark til að láta tónlistardrauminn rætast

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Söngkonan Karen Ósk er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum 2022.
Söngkonan Karen Ósk er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Instagram: @karen.osk

Karen Ósk skaust fram á sjónarsvið síðastliðið haust þegar hún sendi frá sér lagið Haustið með engum öðrum en Friðriki Dór. Þessi tvítuga söngkona er rétt að byrja en hún er tilnefnd til verðlauna á Hlustendaverðlaununum í ár sem Nýliði Ársins.

Nú styttist óðum í Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Nýliði ársins er meðal verðlaunaflokka og eru átta hljómsveitir og tónlistarmenn sem keppast um titilinn. Lífið á Vísi ræddi við allt tónlistarfólkið sem var tilnefnt í þessum flokki og fékk smá innsýn inn í sköpunargleði þeirra og tónlist.

Hver ert þú í þínum eigin orðum?

Ég heiti Karen Ósk og er 20 ára frá Akureyri.

Hvenær kviknaði ástríðan fyrir tónlist?

Ég hef haft áhuga á tónlist síðan ég man eftir mér, var stanslaust raulandi þegar ég var lítil og er enn að í dag, eins og eflaust margir í kringum mig geta staðfest.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna í tónlist?

Ég hef alltaf hræðst að koma sjálfri mér á framfæri og skort kjark til að láta eitthvað verða úr tónlistinni þangað til nýlega, eftir þvílíkt jákvæð viðbrögð við laginu Haustið sem ég gaf út ásamt Friðrik Dór í lok september.

Hvernig hefur þú sem tónlistarmaður þróast frá því þú byrjaðir?

Viðtökur við þessu lagi fóru langt fram úr væntingum mínum og hefur það sko sannarlega opnað margar dyr fyrir mig í tónlistarbransanum. 

Núna hef ég til dæmis skrifað undir samning hjá Alda Music og er að vinna í að koma fleiri lögum frá mér.

Hvernig var tilfinningin að fá tilnefningu sem nýliði ársins?

Það er þvílíkur heiður að vera tilnefnd til hlustendaverðlauna sem nýliði ársins og veitir það mér mikla hvatningu að halda áfram að gera það sem ég elska.

Tengdar fréttir

„Ástríðan fyrir tónlistinni einhvern veginn alltaf fylgt mér“

Söngkonan Rakel Sigurðardóttir er tilnefnd sem Nýliði Ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Hún er nýbyrjuð að gefa út eigið efni en hefur í gegnum tíðina komið fram með fjölda tónlistarfólks og er meðal annars á laginu Ég var að spá sem er tilnefnt sem Lag Ársins á hátíðinni.

„Erum fyrst og fremst bestu vinir í heiminum“

Hljómsveitin Hylur er tilnefnd sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Meðlimir sveitarinnar hafa í gegnum tíðina komið fram undir öðrum hljómsveitar nöfnum en alltaf haldið hópinn, enda bestu vinir í heiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×